Bretar koma sér upp drónavörnum Kjartan Kjartansson skrifar 25. desember 2018 10:09 Loka þurfti Gatwick-flugvelli vegna dróna sem sáust á sveimi á svæðinu. Vísir/EPA Eftirlitskerfi hafa verið sett upp á Bretlandi til þess að verjast drónum í kjölfar þess að óþekktir drónar ollu gríðarlegum röskunum á flugferðum á Gatwick-flugvelli rétt fyrir jól. Öryggismálaráðherra Bretlands segir að þeir sem beita drónum á hættulegan hátt eða í glæpsamlegum tilgangi megi eiga von á strangri refsingu. Um það bil þúsund flugferðir urðu fyrir truflunum þegar drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í 36 klukkustundir í síðustu viku. Lögreglunni hefur enn ekki tekist að hafa hendur í hári þeirra sem stýrðu drónunum. Ben Wallace, öryggismálaráðherra Bretlands, segir að vöktunarkerfi hafi nú verið komið upp sem geti komið auga á dróna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ráðherrann hafi þó ekki skýrt frekar hvernig kerfið virkaði eða hversu hratt væri hægt að taka það í notkun. Áströlsk yfirvöld tilkynntu að þau ætluðu að setja upp skynjara sem gætu greint dróna á flugi í gær. Yfirvöld á Gatwick-flugvelli eru sögð hafa eytt fimm milljónum punda í nýjan tækjabúnað og tækni til að koma í veg fyrir frekari drónatruflanir. Par á miðjum aldri var handtekið í tengslum við rannsóknina á uppákomunni á Gatwick en þeim var síðar sleppt. Sum ensku götublaðanna birtu nöfn og myndir af fólkinu á forsíðum sínum. Fólkið segist miður sín yfir umfjölluninni. „Við biðjum fjölmiðla um að virða einkalíf okkar og leyfa okkur að reyna að komast í gegnum jólin eftir því sem við best getum,“ sagði fólkið í yfirlýsingu. Bretland Tækni Tengdar fréttir Tvennt í haldi vegna drónaflugs við Gatwick Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag. 22. desember 2018 08:10 Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22 Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Eftirlitskerfi hafa verið sett upp á Bretlandi til þess að verjast drónum í kjölfar þess að óþekktir drónar ollu gríðarlegum röskunum á flugferðum á Gatwick-flugvelli rétt fyrir jól. Öryggismálaráðherra Bretlands segir að þeir sem beita drónum á hættulegan hátt eða í glæpsamlegum tilgangi megi eiga von á strangri refsingu. Um það bil þúsund flugferðir urðu fyrir truflunum þegar drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í 36 klukkustundir í síðustu viku. Lögreglunni hefur enn ekki tekist að hafa hendur í hári þeirra sem stýrðu drónunum. Ben Wallace, öryggismálaráðherra Bretlands, segir að vöktunarkerfi hafi nú verið komið upp sem geti komið auga á dróna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ráðherrann hafi þó ekki skýrt frekar hvernig kerfið virkaði eða hversu hratt væri hægt að taka það í notkun. Áströlsk yfirvöld tilkynntu að þau ætluðu að setja upp skynjara sem gætu greint dróna á flugi í gær. Yfirvöld á Gatwick-flugvelli eru sögð hafa eytt fimm milljónum punda í nýjan tækjabúnað og tækni til að koma í veg fyrir frekari drónatruflanir. Par á miðjum aldri var handtekið í tengslum við rannsóknina á uppákomunni á Gatwick en þeim var síðar sleppt. Sum ensku götublaðanna birtu nöfn og myndir af fólkinu á forsíðum sínum. Fólkið segist miður sín yfir umfjölluninni. „Við biðjum fjölmiðla um að virða einkalíf okkar og leyfa okkur að reyna að komast í gegnum jólin eftir því sem við best getum,“ sagði fólkið í yfirlýsingu.
Bretland Tækni Tengdar fréttir Tvennt í haldi vegna drónaflugs við Gatwick Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag. 22. desember 2018 08:10 Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22 Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Tvennt í haldi vegna drónaflugs við Gatwick Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag. 22. desember 2018 08:10
Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22
Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42