Erlent

Tvennt í haldi vegna drónaflugs við Gatwick

Birgir Olgeirsson skrifar
Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag.
Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag. Vísir/EPA
Kona og karl eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á drónum sem var flogið yfir Gatwick-flugvöll í London á Englandi í vikunni. Parið var handtekið um tíu leytið í gærkvöldi að því er fram kemur á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Flugumferð um Gatwick-flugvöll lá niðri í rúmlega sólarhring vegna málsins sem hafði áhrif á 140 þúsund farþega. 

Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag.

Farþegarnir mega þó búast við töfum og að áætlunarferðum verði aflýst á meðan unnið er að því að koma rekstri flugvallarins í eðlilegt horf eftir þriggja daga röskun.

Farþegar eru hvattir til að fylgjast náið með nýjustu upplýsingum um áætlunarferð sína áður en þeir leggja af stað til flugvallarins.

Lögreglan segist ætla að hafa náið eftirlit með Gatwick-flugvelli ef fleiri drónar sjást þar.

Hefur lögreglan biðlað til farþega og íbúa í nágrenni flugvallarins að vera á varðbergi og tilkynna um grunsamlegar manna- og drónaferðir.

Frá miðvikudagskvöldi hefur um 1.000 áætlunarferðum verið frestað eða snúið frá Gatwick-flugvelli vegna dróna sem sáust nærri flugvellinum. 


Tengdar fréttir

Flugi aflýst á ný vegna dróna á sveimi

Ekki er vitað hver stendur fyrir drónafluginu en það er með öllu óheimilt að fljúga dróna í minna en eins kílómeters fjarlægð frá flugvöllum og aðflutningsleiðum flugvalla.

Tegund drónans gæti komið upp um sökudólginn

Bresku lögreglunni hefur orðið eitthvað ágengt í leit sinni að þeim sem flaug dróna um flugvallarsvæði Gatwick í Bretlandi í kvöld og truflaði flugsamgöngur og hefur listi yfir hina grunuðu verið þrengdur að því er breska dagblaðið Telegraph greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×