Bretar koma sér upp drónavörnum Kjartan Kjartansson skrifar 25. desember 2018 10:09 Loka þurfti Gatwick-flugvelli vegna dróna sem sáust á sveimi á svæðinu. Vísir/EPA Eftirlitskerfi hafa verið sett upp á Bretlandi til þess að verjast drónum í kjölfar þess að óþekktir drónar ollu gríðarlegum röskunum á flugferðum á Gatwick-flugvelli rétt fyrir jól. Öryggismálaráðherra Bretlands segir að þeir sem beita drónum á hættulegan hátt eða í glæpsamlegum tilgangi megi eiga von á strangri refsingu. Um það bil þúsund flugferðir urðu fyrir truflunum þegar drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í 36 klukkustundir í síðustu viku. Lögreglunni hefur enn ekki tekist að hafa hendur í hári þeirra sem stýrðu drónunum. Ben Wallace, öryggismálaráðherra Bretlands, segir að vöktunarkerfi hafi nú verið komið upp sem geti komið auga á dróna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ráðherrann hafi þó ekki skýrt frekar hvernig kerfið virkaði eða hversu hratt væri hægt að taka það í notkun. Áströlsk yfirvöld tilkynntu að þau ætluðu að setja upp skynjara sem gætu greint dróna á flugi í gær. Yfirvöld á Gatwick-flugvelli eru sögð hafa eytt fimm milljónum punda í nýjan tækjabúnað og tækni til að koma í veg fyrir frekari drónatruflanir. Par á miðjum aldri var handtekið í tengslum við rannsóknina á uppákomunni á Gatwick en þeim var síðar sleppt. Sum ensku götublaðanna birtu nöfn og myndir af fólkinu á forsíðum sínum. Fólkið segist miður sín yfir umfjölluninni. „Við biðjum fjölmiðla um að virða einkalíf okkar og leyfa okkur að reyna að komast í gegnum jólin eftir því sem við best getum,“ sagði fólkið í yfirlýsingu. Bretland Tækni Tengdar fréttir Tvennt í haldi vegna drónaflugs við Gatwick Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag. 22. desember 2018 08:10 Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22 Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Eftirlitskerfi hafa verið sett upp á Bretlandi til þess að verjast drónum í kjölfar þess að óþekktir drónar ollu gríðarlegum röskunum á flugferðum á Gatwick-flugvelli rétt fyrir jól. Öryggismálaráðherra Bretlands segir að þeir sem beita drónum á hættulegan hátt eða í glæpsamlegum tilgangi megi eiga von á strangri refsingu. Um það bil þúsund flugferðir urðu fyrir truflunum þegar drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í 36 klukkustundir í síðustu viku. Lögreglunni hefur enn ekki tekist að hafa hendur í hári þeirra sem stýrðu drónunum. Ben Wallace, öryggismálaráðherra Bretlands, segir að vöktunarkerfi hafi nú verið komið upp sem geti komið auga á dróna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ráðherrann hafi þó ekki skýrt frekar hvernig kerfið virkaði eða hversu hratt væri hægt að taka það í notkun. Áströlsk yfirvöld tilkynntu að þau ætluðu að setja upp skynjara sem gætu greint dróna á flugi í gær. Yfirvöld á Gatwick-flugvelli eru sögð hafa eytt fimm milljónum punda í nýjan tækjabúnað og tækni til að koma í veg fyrir frekari drónatruflanir. Par á miðjum aldri var handtekið í tengslum við rannsóknina á uppákomunni á Gatwick en þeim var síðar sleppt. Sum ensku götublaðanna birtu nöfn og myndir af fólkinu á forsíðum sínum. Fólkið segist miður sín yfir umfjölluninni. „Við biðjum fjölmiðla um að virða einkalíf okkar og leyfa okkur að reyna að komast í gegnum jólin eftir því sem við best getum,“ sagði fólkið í yfirlýsingu.
Bretland Tækni Tengdar fréttir Tvennt í haldi vegna drónaflugs við Gatwick Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag. 22. desember 2018 08:10 Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22 Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Tvennt í haldi vegna drónaflugs við Gatwick Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag. 22. desember 2018 08:10
Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22
Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42