Arsene Wenger vill ljúka ástarsögu sinni og Arsenal vel með því að koma liðinu aftur í Meistaradeild Evrópu.
Wenger mun láta af störfum hjá Arsenal eftir 22 ár við stjórnvöllinn þegar tímabilinu líkur. Tímabilið í ár var það fyrsta síðan Wenger tók við þar sem Arsenal var ekki meðal þáttakanda í Meistaradeildinni og liðið er svo gott sem búið að missa af sæti í sterkustu keppni Evrópu í gegnum úrvalsdeildina.
Wenger getur þó skilað liði sínu aftur þangað inn með því að sigra Evrópudeildina, en liðið mætir Atletico Madrid í seinni undanúrslitaviðureign liðanna í kvöld. Fyrri leiknum lauk 1-1 á Emirates vellinum.
„Ég vil klára mitt starf vel. Ég vil geta labbað í burtu frá Arsenal og vitað að ég gerði mitt besta og einbeitti mér aðeins að Arsenal allt til síðasta dags,“ sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld.
„Þegar minn tími hjá Arsenal endar þá kemur í ljós hvað gerist, en ég vil klára þessa ástarsögu vel.“
Arsenal verður að skora að minnsta kosti eitt mark í leiknum í kvöld því 0-0 jafntefli sendir Atletico áfram á útivallarmarki.
„Við vitum að við þurfum að skora. Við erum með skýra sín á það hvernig við nálgumst þennan leik. Það eina sem við vitum ekki er hvernig Atletico kemur inn í leikinn, hvort þeir geri það sama eða verði varkárari.“
„Í fyrsta leiknum sköpuðum við okkur færi og við þurfum að gera það aftur. Við þurfum að einbeita okkur á að sækja vel og hvernig við byggjum upp spilið úr vörninni,“ sagði Arsene Wenger.
Leikur Atletico Madrid og Arsenal er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Wenger vill „ljúka ástarsögunni vel“
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn

Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn

„Galið og fáránlegt“
Íslenski boltinn




Keflavík fær bandarískan framherja
Körfubolti


ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni
Íslenski boltinn