Google lætur undan þrýstingi vegna hergagnasamninga eftir míotmæli starfsmanna Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 2. júní 2018 14:32 Svona gæti framtíð hernaðar litið út og Google sá stóra möguleika í að framleiða gervigreind fyrir hernað. Internetrisinn Google segist ekki ætla að endurnýja samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreinar fyrir hernað. Starfsmenn fyrirtækisins hafa mótmælt þeim samningum harðlega og sagt hann ekki samræmast gildum fyrirtækis sem hafi haft það á stefnuskrá sinni frá fyrsta degi að fremja engin illskuverk. Tugir sögðu upp störfum vegna málsins og þúsundir annarra starfsmanna lögðu nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn hernaðarbrölti Google. Samningur fyrirtækisins við Bandaríkjaher rennur út í mars næstkomandi og stjórnendur segja að hann verði ekki endurnýjaður. Vefsíðan Gizmodo, sem birtir fréttir úr tæknigeiranum, segist hins vegar hafa heimildir fyrir því að samstarfsverkefni Google og hersins lifi enn góðu lífi og fyrirtækið hafi ekki útilokað að hasla sér völl á sviði hernaðartækni í framtíðinni. Tilgangurinn með verkefninu er að kenna tölvum að þekkja fólk, byggingar og hluti sem birtast á skynjurum ómannaðra flygilda. Gervigreindin geti þannig hjálpað við að velja skotmörk. Í opnu bréfi sem var undirritað af meira en fjögur þúsund starfsmönnum Google segir að fyrirtækið hafi virt siðferðislegar og samfélagslegar skyldur sínar að vettugi með því að taka þátt í slíku verkefni. Þá muni það skaða trúverðugleika Google til lengri tíma. Í annarri frétt Gizmodo segir að fréttamenn hafi undir höndum tölvupósta sem sýni innri samskipti hátt settra stjórnenda um þetta afar umdeilda hernaðarverkefni. Samkvæmt þeim póstum voru margir stjórnendur uggandi yfir því hvaða áhrif það hefði á almenningsálit ef nafn Google væri tengt gervigreindarhernaði. Aðrir hafi hins vegar bent á mikla tekjumöguleika í hergagnaiðnaðinum og þau sjónarmið urðu á endanum ofan á. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira
Internetrisinn Google segist ekki ætla að endurnýja samning við bandaríska varnarmálaráðuneytið um þróun gervigreinar fyrir hernað. Starfsmenn fyrirtækisins hafa mótmælt þeim samningum harðlega og sagt hann ekki samræmast gildum fyrirtækis sem hafi haft það á stefnuskrá sinni frá fyrsta degi að fremja engin illskuverk. Tugir sögðu upp störfum vegna málsins og þúsundir annarra starfsmanna lögðu nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn hernaðarbrölti Google. Samningur fyrirtækisins við Bandaríkjaher rennur út í mars næstkomandi og stjórnendur segja að hann verði ekki endurnýjaður. Vefsíðan Gizmodo, sem birtir fréttir úr tæknigeiranum, segist hins vegar hafa heimildir fyrir því að samstarfsverkefni Google og hersins lifi enn góðu lífi og fyrirtækið hafi ekki útilokað að hasla sér völl á sviði hernaðartækni í framtíðinni. Tilgangurinn með verkefninu er að kenna tölvum að þekkja fólk, byggingar og hluti sem birtast á skynjurum ómannaðra flygilda. Gervigreindin geti þannig hjálpað við að velja skotmörk. Í opnu bréfi sem var undirritað af meira en fjögur þúsund starfsmönnum Google segir að fyrirtækið hafi virt siðferðislegar og samfélagslegar skyldur sínar að vettugi með því að taka þátt í slíku verkefni. Þá muni það skaða trúverðugleika Google til lengri tíma. Í annarri frétt Gizmodo segir að fréttamenn hafi undir höndum tölvupósta sem sýni innri samskipti hátt settra stjórnenda um þetta afar umdeilda hernaðarverkefni. Samkvæmt þeim póstum voru margir stjórnendur uggandi yfir því hvaða áhrif það hefði á almenningsálit ef nafn Google væri tengt gervigreindarhernaði. Aðrir hafi hins vegar bent á mikla tekjumöguleika í hergagnaiðnaðinum og þau sjónarmið urðu á endanum ofan á.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira