Íbúar Kasmír mótmæla indverskum yfirráðum eftir að lögregla keyrði á hóp mótmælenda Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 2. júní 2018 14:05 Mótmælandi veifar fána hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki eftir að indverska óeirðarlögreglan reyndi að dreifa mannfjöldanum með táragasi í hádeginu í dag. Pakistanar hafa lengi fjármagnað róttækar skæruliðahreyfingar bókstafstrúaðra múslima í Kasmír til að veikja yfirráð Indverja yfir svæðinu. Mikil mótmæli brutust út í indverska hluta Kasmír í dag eftir að lögreglujeppi keyrði yfir tvo mótmælendur í gær. Þeir létust af sárum sínum í nótt. Kasmír er tvískipt hérað vegna landamæradeilu Pakistans og Indlands sem nær allt aftur til stofnunar ríkjanna árið 1947 og þeirra blóðugu landamærastríða sem fylgdu strax í kjölfarið. Landamærin liggja í dag að mestu þar sem þau voru þegar samið var um vopnahlé skömmu síðar. Mikill meirihluta íbúa Kasmír, beggja megin, eru múslimar sem hefur gert Indverjum sérstaklega erfitt fyrir að stjórna sínum hluta Kasmír. Íslamskir skæruliðahópar, dyggilega studdir af Pakistan, hafa árum saman stundað skæruhernað gegn því sem þeir kalla indverska hernámsliðið í Kasmír. Í gær komu nokkrir mótmælendur saman í borginni Srinagar í Kasmír til að mótmæla ofbeldi sem þeir segja að indverskir lögreglumenn hafi beitt múslima sem komu saman til kvöldbæna eftir föstu fyrr í vikunni. Lögreglan brást harkalega við eins og oft áður, lögreglujeppi keyrði inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að tveir létust eins og fyrr sagði. Múslimar í Kasmír hafa síðan í gær notað samfélagsmiðla til að dreifa óhugnanlegu myndskeiði af því þegar jeppinn ekur yfir höfuð annars mannsins en hann virðist vera mjög ungur. Svo virðist sem dreifing myndbandsins hafi vakið þá reiði sem skipuleggjendur vonuðust til. Allar verslanir hafa verið lokaðar síðan í morgun og mikill fjöldi gekk fylktu liði um götur Srinagar í hádeginu til að mótmæla indverskum yfirráðum í Kasmír. Ekki hefur enn soðið upp úr en lögreglan er þungvopnuð og með mikinn viðbúnað. Nú eru aðeins nokkrir dagar í fyrirhugaða heimsókn indverska innanríkisráðherrans Rajnath Singh til Kasmír. Viðbúið er að sú heimsókn leiði til enn meiri mótmæla eins og yfirleitt er raunin þegar indverskir ráðamenn sækja Kasmír heim. Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Mikil mótmæli brutust út í indverska hluta Kasmír í dag eftir að lögreglujeppi keyrði yfir tvo mótmælendur í gær. Þeir létust af sárum sínum í nótt. Kasmír er tvískipt hérað vegna landamæradeilu Pakistans og Indlands sem nær allt aftur til stofnunar ríkjanna árið 1947 og þeirra blóðugu landamærastríða sem fylgdu strax í kjölfarið. Landamærin liggja í dag að mestu þar sem þau voru þegar samið var um vopnahlé skömmu síðar. Mikill meirihluta íbúa Kasmír, beggja megin, eru múslimar sem hefur gert Indverjum sérstaklega erfitt fyrir að stjórna sínum hluta Kasmír. Íslamskir skæruliðahópar, dyggilega studdir af Pakistan, hafa árum saman stundað skæruhernað gegn því sem þeir kalla indverska hernámsliðið í Kasmír. Í gær komu nokkrir mótmælendur saman í borginni Srinagar í Kasmír til að mótmæla ofbeldi sem þeir segja að indverskir lögreglumenn hafi beitt múslima sem komu saman til kvöldbæna eftir föstu fyrr í vikunni. Lögreglan brást harkalega við eins og oft áður, lögreglujeppi keyrði inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að tveir létust eins og fyrr sagði. Múslimar í Kasmír hafa síðan í gær notað samfélagsmiðla til að dreifa óhugnanlegu myndskeiði af því þegar jeppinn ekur yfir höfuð annars mannsins en hann virðist vera mjög ungur. Svo virðist sem dreifing myndbandsins hafi vakið þá reiði sem skipuleggjendur vonuðust til. Allar verslanir hafa verið lokaðar síðan í morgun og mikill fjöldi gekk fylktu liði um götur Srinagar í hádeginu til að mótmæla indverskum yfirráðum í Kasmír. Ekki hefur enn soðið upp úr en lögreglan er þungvopnuð og með mikinn viðbúnað. Nú eru aðeins nokkrir dagar í fyrirhugaða heimsókn indverska innanríkisráðherrans Rajnath Singh til Kasmír. Viðbúið er að sú heimsókn leiði til enn meiri mótmæla eins og yfirleitt er raunin þegar indverskir ráðamenn sækja Kasmír heim.
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira