Íbúar Kasmír mótmæla indverskum yfirráðum eftir að lögregla keyrði á hóp mótmælenda Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 2. júní 2018 14:05 Mótmælandi veifar fána hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki eftir að indverska óeirðarlögreglan reyndi að dreifa mannfjöldanum með táragasi í hádeginu í dag. Pakistanar hafa lengi fjármagnað róttækar skæruliðahreyfingar bókstafstrúaðra múslima í Kasmír til að veikja yfirráð Indverja yfir svæðinu. Mikil mótmæli brutust út í indverska hluta Kasmír í dag eftir að lögreglujeppi keyrði yfir tvo mótmælendur í gær. Þeir létust af sárum sínum í nótt. Kasmír er tvískipt hérað vegna landamæradeilu Pakistans og Indlands sem nær allt aftur til stofnunar ríkjanna árið 1947 og þeirra blóðugu landamærastríða sem fylgdu strax í kjölfarið. Landamærin liggja í dag að mestu þar sem þau voru þegar samið var um vopnahlé skömmu síðar. Mikill meirihluta íbúa Kasmír, beggja megin, eru múslimar sem hefur gert Indverjum sérstaklega erfitt fyrir að stjórna sínum hluta Kasmír. Íslamskir skæruliðahópar, dyggilega studdir af Pakistan, hafa árum saman stundað skæruhernað gegn því sem þeir kalla indverska hernámsliðið í Kasmír. Í gær komu nokkrir mótmælendur saman í borginni Srinagar í Kasmír til að mótmæla ofbeldi sem þeir segja að indverskir lögreglumenn hafi beitt múslima sem komu saman til kvöldbæna eftir föstu fyrr í vikunni. Lögreglan brást harkalega við eins og oft áður, lögreglujeppi keyrði inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að tveir létust eins og fyrr sagði. Múslimar í Kasmír hafa síðan í gær notað samfélagsmiðla til að dreifa óhugnanlegu myndskeiði af því þegar jeppinn ekur yfir höfuð annars mannsins en hann virðist vera mjög ungur. Svo virðist sem dreifing myndbandsins hafi vakið þá reiði sem skipuleggjendur vonuðust til. Allar verslanir hafa verið lokaðar síðan í morgun og mikill fjöldi gekk fylktu liði um götur Srinagar í hádeginu til að mótmæla indverskum yfirráðum í Kasmír. Ekki hefur enn soðið upp úr en lögreglan er þungvopnuð og með mikinn viðbúnað. Nú eru aðeins nokkrir dagar í fyrirhugaða heimsókn indverska innanríkisráðherrans Rajnath Singh til Kasmír. Viðbúið er að sú heimsókn leiði til enn meiri mótmæla eins og yfirleitt er raunin þegar indverskir ráðamenn sækja Kasmír heim. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Mikil mótmæli brutust út í indverska hluta Kasmír í dag eftir að lögreglujeppi keyrði yfir tvo mótmælendur í gær. Þeir létust af sárum sínum í nótt. Kasmír er tvískipt hérað vegna landamæradeilu Pakistans og Indlands sem nær allt aftur til stofnunar ríkjanna árið 1947 og þeirra blóðugu landamærastríða sem fylgdu strax í kjölfarið. Landamærin liggja í dag að mestu þar sem þau voru þegar samið var um vopnahlé skömmu síðar. Mikill meirihluta íbúa Kasmír, beggja megin, eru múslimar sem hefur gert Indverjum sérstaklega erfitt fyrir að stjórna sínum hluta Kasmír. Íslamskir skæruliðahópar, dyggilega studdir af Pakistan, hafa árum saman stundað skæruhernað gegn því sem þeir kalla indverska hernámsliðið í Kasmír. Í gær komu nokkrir mótmælendur saman í borginni Srinagar í Kasmír til að mótmæla ofbeldi sem þeir segja að indverskir lögreglumenn hafi beitt múslima sem komu saman til kvöldbæna eftir föstu fyrr í vikunni. Lögreglan brást harkalega við eins og oft áður, lögreglujeppi keyrði inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að tveir létust eins og fyrr sagði. Múslimar í Kasmír hafa síðan í gær notað samfélagsmiðla til að dreifa óhugnanlegu myndskeiði af því þegar jeppinn ekur yfir höfuð annars mannsins en hann virðist vera mjög ungur. Svo virðist sem dreifing myndbandsins hafi vakið þá reiði sem skipuleggjendur vonuðust til. Allar verslanir hafa verið lokaðar síðan í morgun og mikill fjöldi gekk fylktu liði um götur Srinagar í hádeginu til að mótmæla indverskum yfirráðum í Kasmír. Ekki hefur enn soðið upp úr en lögreglan er þungvopnuð og með mikinn viðbúnað. Nú eru aðeins nokkrir dagar í fyrirhugaða heimsókn indverska innanríkisráðherrans Rajnath Singh til Kasmír. Viðbúið er að sú heimsókn leiði til enn meiri mótmæla eins og yfirleitt er raunin þegar indverskir ráðamenn sækja Kasmír heim.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira