Jón Daði skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum í hvíta og bláa búningnum og svo eitt mark í seinni hálfleik í appelsínugula búningnum. Reading skipti um búning í hálfleik þar sem búningar liðanna þóttu of líkir.
Jón Daði hefur lengi verið hrósað fyrir vinnusemina en í gær sýndi hann líka hversu góður markaskorari hann getur verið.
Jón Daði bauð þannig upp á afgreiðslu úr teig, frábæran skalla rétt innan vítateigs og svo eitt auðvelt mark af stuttu færi úr markteignum.
Hér fyrir neðan má sjá mörkins hans Jóns Daða frá því í gær.
Have you ever seen a hat-trick completed in two different kits...? @jondadi struck three against Stevenage last night as we booked a place in the fourth round of the @EmiratesFACup... pic.twitter.com/KIOqSFV5vW
— Reading FC (@ReadingFC) January 17, 2018
Jón Daði skoraði líka jafnmörk mörk í þessum leik og hann skoraði í 48 leikjum með Úlfunum allt síðasta tímabil.