Ákærðir fyrir að stappa á höfði hælisleitanda á Hrauninu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. október 2018 11:21 Árásin átti sér stað í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni. Fréttablaðið/Anton Brink Baldri Kolbeinssyni og Trausta Rafni Henrikssyni, sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á Houssin Bsraoi, ungan hælisleitenda og samfanga sinn á Litla-Hrauni í janúar á þessu ári er gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás. Fréttablaðið greindi frá því fyrir viku síðan að Baldur og Trausti Rafn hefðu verið ákærðir en þá hafði þeim ekki verið birt ákæran. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, er verknaðinum lýst. Eiga Baldur og Trausti að hafa veist að Houssin í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni. Þar hafi Trausti Rafn kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, tekið hann hálstaki, sparkað með fótum og hnjám nokkrum sinnum í líkama og að minnsta kosti einu sinni í höfuð þegar Houssin sat á gólfinu.Var illa marinn og tennur losnuðu Baldur á að hafa kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, sparkað með hnjám í líkama hans, tekið hann hálstaki, snúið hann niður í gólfið og stappað á og kýlt tvívegis í líkama Houssins. Eftir að hann lenti aftur í gólfinu á Baldur að hafa reynt að girða niður um hann buxurnar, sest klofvega yfir hann og kýlt hann ítrekað með báðum höndum í höfuðið þar til hann missti meðvitund. Á meðan á Trausti Rafn að hafa stappað þrisvar á höfði Houssins og sparkað einu sinni í höfuð hans. Af þessu hafi Houssin hlotið mar og húðáverka yfir báðum kinnbeinum, enni og á gagnauganu hægra megin, bólgu í nefi, bólgu og húðáverka á vörum, mar, húðáverka og bólgur á vinstri hendi, úlnlið og við olnbogann, væga húðáverka á hægri hendi kúlu á hnakka, heilahristing, mar á hægra eyra og mar og eymsli á vinstri hlið brjóstkassa auk þess sem tvær tennur í efri góm hans losnuðu. Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni þar til hann var fluttur úr landi til Marokkó. Kastaði stól í fangavörð Auk þessa er Trausti Rafn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa sunnudaginn 4. Desember 2016 kastað stól í fangavörð í sameiginlegu rými fanga og síðar hrækt í andlegg hans. Hlaut fangavörðurinn af þessu marbletti. Bæði Baldur og Trausti Rafn eiga nokkurn sakaferil að baki og hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum á Litla-Hrauni Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. 21. febrúar 2018 20:40 Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Baldri Kolbeinssyni og Trausta Rafni Henrikssyni, sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á Houssin Bsraoi, ungan hælisleitenda og samfanga sinn á Litla-Hrauni í janúar á þessu ári er gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás. Fréttablaðið greindi frá því fyrir viku síðan að Baldur og Trausti Rafn hefðu verið ákærðir en þá hafði þeim ekki verið birt ákæran. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, er verknaðinum lýst. Eiga Baldur og Trausti að hafa veist að Houssin í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni. Þar hafi Trausti Rafn kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, tekið hann hálstaki, sparkað með fótum og hnjám nokkrum sinnum í líkama og að minnsta kosti einu sinni í höfuð þegar Houssin sat á gólfinu.Var illa marinn og tennur losnuðu Baldur á að hafa kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, sparkað með hnjám í líkama hans, tekið hann hálstaki, snúið hann niður í gólfið og stappað á og kýlt tvívegis í líkama Houssins. Eftir að hann lenti aftur í gólfinu á Baldur að hafa reynt að girða niður um hann buxurnar, sest klofvega yfir hann og kýlt hann ítrekað með báðum höndum í höfuðið þar til hann missti meðvitund. Á meðan á Trausti Rafn að hafa stappað þrisvar á höfði Houssins og sparkað einu sinni í höfuð hans. Af þessu hafi Houssin hlotið mar og húðáverka yfir báðum kinnbeinum, enni og á gagnauganu hægra megin, bólgu í nefi, bólgu og húðáverka á vörum, mar, húðáverka og bólgur á vinstri hendi, úlnlið og við olnbogann, væga húðáverka á hægri hendi kúlu á hnakka, heilahristing, mar á hægra eyra og mar og eymsli á vinstri hlið brjóstkassa auk þess sem tvær tennur í efri góm hans losnuðu. Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni þar til hann var fluttur úr landi til Marokkó. Kastaði stól í fangavörð Auk þessa er Trausti Rafn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa sunnudaginn 4. Desember 2016 kastað stól í fangavörð í sameiginlegu rými fanga og síðar hrækt í andlegg hans. Hlaut fangavörðurinn af þessu marbletti. Bæði Baldur og Trausti Rafn eiga nokkurn sakaferil að baki og hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum á Litla-Hrauni
Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. 21. febrúar 2018 20:40 Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39
Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. 21. febrúar 2018 20:40
Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00
Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00
Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50