Ákærðir fyrir að stappa á höfði hælisleitanda á Hrauninu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. október 2018 11:21 Árásin átti sér stað í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni. Fréttablaðið/Anton Brink Baldri Kolbeinssyni og Trausta Rafni Henrikssyni, sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á Houssin Bsraoi, ungan hælisleitenda og samfanga sinn á Litla-Hrauni í janúar á þessu ári er gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás. Fréttablaðið greindi frá því fyrir viku síðan að Baldur og Trausti Rafn hefðu verið ákærðir en þá hafði þeim ekki verið birt ákæran. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, er verknaðinum lýst. Eiga Baldur og Trausti að hafa veist að Houssin í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni. Þar hafi Trausti Rafn kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, tekið hann hálstaki, sparkað með fótum og hnjám nokkrum sinnum í líkama og að minnsta kosti einu sinni í höfuð þegar Houssin sat á gólfinu.Var illa marinn og tennur losnuðu Baldur á að hafa kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, sparkað með hnjám í líkama hans, tekið hann hálstaki, snúið hann niður í gólfið og stappað á og kýlt tvívegis í líkama Houssins. Eftir að hann lenti aftur í gólfinu á Baldur að hafa reynt að girða niður um hann buxurnar, sest klofvega yfir hann og kýlt hann ítrekað með báðum höndum í höfuðið þar til hann missti meðvitund. Á meðan á Trausti Rafn að hafa stappað þrisvar á höfði Houssins og sparkað einu sinni í höfuð hans. Af þessu hafi Houssin hlotið mar og húðáverka yfir báðum kinnbeinum, enni og á gagnauganu hægra megin, bólgu í nefi, bólgu og húðáverka á vörum, mar, húðáverka og bólgur á vinstri hendi, úlnlið og við olnbogann, væga húðáverka á hægri hendi kúlu á hnakka, heilahristing, mar á hægra eyra og mar og eymsli á vinstri hlið brjóstkassa auk þess sem tvær tennur í efri góm hans losnuðu. Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni þar til hann var fluttur úr landi til Marokkó. Kastaði stól í fangavörð Auk þessa er Trausti Rafn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa sunnudaginn 4. Desember 2016 kastað stól í fangavörð í sameiginlegu rými fanga og síðar hrækt í andlegg hans. Hlaut fangavörðurinn af þessu marbletti. Bæði Baldur og Trausti Rafn eiga nokkurn sakaferil að baki og hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum á Litla-Hrauni Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. 21. febrúar 2018 20:40 Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Baldri Kolbeinssyni og Trausta Rafni Henrikssyni, sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á Houssin Bsraoi, ungan hælisleitenda og samfanga sinn á Litla-Hrauni í janúar á þessu ári er gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás. Fréttablaðið greindi frá því fyrir viku síðan að Baldur og Trausti Rafn hefðu verið ákærðir en þá hafði þeim ekki verið birt ákæran. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, er verknaðinum lýst. Eiga Baldur og Trausti að hafa veist að Houssin í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni. Þar hafi Trausti Rafn kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, tekið hann hálstaki, sparkað með fótum og hnjám nokkrum sinnum í líkama og að minnsta kosti einu sinni í höfuð þegar Houssin sat á gólfinu.Var illa marinn og tennur losnuðu Baldur á að hafa kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, sparkað með hnjám í líkama hans, tekið hann hálstaki, snúið hann niður í gólfið og stappað á og kýlt tvívegis í líkama Houssins. Eftir að hann lenti aftur í gólfinu á Baldur að hafa reynt að girða niður um hann buxurnar, sest klofvega yfir hann og kýlt hann ítrekað með báðum höndum í höfuðið þar til hann missti meðvitund. Á meðan á Trausti Rafn að hafa stappað þrisvar á höfði Houssins og sparkað einu sinni í höfuð hans. Af þessu hafi Houssin hlotið mar og húðáverka yfir báðum kinnbeinum, enni og á gagnauganu hægra megin, bólgu í nefi, bólgu og húðáverka á vörum, mar, húðáverka og bólgur á vinstri hendi, úlnlið og við olnbogann, væga húðáverka á hægri hendi kúlu á hnakka, heilahristing, mar á hægra eyra og mar og eymsli á vinstri hlið brjóstkassa auk þess sem tvær tennur í efri góm hans losnuðu. Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni þar til hann var fluttur úr landi til Marokkó. Kastaði stól í fangavörð Auk þessa er Trausti Rafn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa sunnudaginn 4. Desember 2016 kastað stól í fangavörð í sameiginlegu rými fanga og síðar hrækt í andlegg hans. Hlaut fangavörðurinn af þessu marbletti. Bæði Baldur og Trausti Rafn eiga nokkurn sakaferil að baki og hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum á Litla-Hrauni
Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. 21. febrúar 2018 20:40 Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39
Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. 21. febrúar 2018 20:40
Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00
Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00
Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50