Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. mars 2018 07:00 Ungur hælisleitandi frá Marokkó varð fyrir alvarlegri líkamsárás í íþróttasal fangelsisins að Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Honum var vísað úr landi mánuði síðar þrátt fyrir yfirstandandi lögreglurannsókn. Fréttablaðið/Vilhelm Lögreglunni á Suðurlandi sem fer með rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni fyrr á árinu, var ekki gert viðvart áður en brotaþolanum, Houssin Bsraoi hælisleitanda frá Marokkó, var vísað úr landi 20. febrúar síðastliðinn. „Ég sé ekki að við höfum fengið upplýsingar um það og man að þetta barst okkur bara í fréttum,“ segir Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi. „Ef fólk er á förum af landinu eða ætla má að það sé að týnast, þá má fara með það fyrir dóm þar sem það staðfestir þann framburð sem það hefur gefið og þá er það afgreitt og þeim þætti dómsmeðferðarinnar bara lokið. Ef við hefðum vitað að maðurinn væri á förum úr landi þá hefðum við væntanlega sett þetta í þann farveg en það kom hreinlega ekki til þess að taka þá ákvörðun því hann var farinn úr landi áður en við vissum af því,“ segir Elís og bætir við: „Það var óheppilegt að tapa honum út úr málinu án þess að láta hann staðfesta framburð sinn, ekki síst þar sem ekki er víst að hann verði auðfundinn og það gæti verið erfiðleikum háð að hafa uppi á honum og fá hann til að staðfesta framburð sinn.“ Aðspurður segir Elís málið ekki komið á þann stað að tekin hafi verið afstaða til þess hvort reynt verði að hafa uppi á Houssin til að fá hann aftur til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi. „Rannsóknin þarf að klárast hér hjá okkur og fer svo til saksóknara sem fer yfir hvað gert verður, hvern skuli ákæra og svo framvegis. Þessi ákvörðun yrði þá tekin á þeim vettvangi,“ segir Elís. Hann segir verkefni lögreglunnar vera að vinna frumrannsókn, tryggja framburði, læknisvottorð og slíkt. Elís segir rannsóknina langt komna og skýrslutökum af vitnum og grunuðum lokið. Hann segir að um töluverðan hóp hafi verið að ræða sem taka þurfti skýrslur af bæði úr hópi fanga og fangavarða. Beðið er eftir lokagögnum, læknisfræðilegs eðlis; tannlæknaskýrslum og þvíumlíku og búast má við að rannsókn ljúki fljótlega eftir páska. Málið fer til saksóknara þegar rannsókn er lokið; fyrst til ákærusviðs á Suðurlandi en ef málið varðar 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, sem tekur til sérstaklega hættulegra líkamsárása, þá verður málinu vísað þaðan til héraðssaksóknara. Lilja Margrét Olsen, lögmaður Houssins, hefur lagt áherslu á að hann fái tækifæri til að gefa skýrslu fyrir dómi enda hafi lögregluskýrsla aldrei sama sönnunargildi í sakamáli og skýrsla fyrir dómi. Ekki náðist í Lilju við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Bjó fjögur ár á götunni í Marokkó Yassine flúði heimaland sitt í leit að betra lífi. Hann er nú í fóstri hjá fjölskyldu í Bolungarvík og óskar þess heitast að fá að vera venjulegur samfélagsþegn á Íslandi. 14. mars 2018 19:30 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Útlendingastofnun segir rangfærslur í umræðunni um mál hælisleitandans Houssin Bsraoi sem fluttur var úr landi í gær. 22. febrúar 2018 13:30 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Lögreglunni á Suðurlandi sem fer með rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni fyrr á árinu, var ekki gert viðvart áður en brotaþolanum, Houssin Bsraoi hælisleitanda frá Marokkó, var vísað úr landi 20. febrúar síðastliðinn. „Ég sé ekki að við höfum fengið upplýsingar um það og man að þetta barst okkur bara í fréttum,“ segir Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi. „Ef fólk er á förum af landinu eða ætla má að það sé að týnast, þá má fara með það fyrir dóm þar sem það staðfestir þann framburð sem það hefur gefið og þá er það afgreitt og þeim þætti dómsmeðferðarinnar bara lokið. Ef við hefðum vitað að maðurinn væri á förum úr landi þá hefðum við væntanlega sett þetta í þann farveg en það kom hreinlega ekki til þess að taka þá ákvörðun því hann var farinn úr landi áður en við vissum af því,“ segir Elís og bætir við: „Það var óheppilegt að tapa honum út úr málinu án þess að láta hann staðfesta framburð sinn, ekki síst þar sem ekki er víst að hann verði auðfundinn og það gæti verið erfiðleikum háð að hafa uppi á honum og fá hann til að staðfesta framburð sinn.“ Aðspurður segir Elís málið ekki komið á þann stað að tekin hafi verið afstaða til þess hvort reynt verði að hafa uppi á Houssin til að fá hann aftur til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi. „Rannsóknin þarf að klárast hér hjá okkur og fer svo til saksóknara sem fer yfir hvað gert verður, hvern skuli ákæra og svo framvegis. Þessi ákvörðun yrði þá tekin á þeim vettvangi,“ segir Elís. Hann segir verkefni lögreglunnar vera að vinna frumrannsókn, tryggja framburði, læknisvottorð og slíkt. Elís segir rannsóknina langt komna og skýrslutökum af vitnum og grunuðum lokið. Hann segir að um töluverðan hóp hafi verið að ræða sem taka þurfti skýrslur af bæði úr hópi fanga og fangavarða. Beðið er eftir lokagögnum, læknisfræðilegs eðlis; tannlæknaskýrslum og þvíumlíku og búast má við að rannsókn ljúki fljótlega eftir páska. Málið fer til saksóknara þegar rannsókn er lokið; fyrst til ákærusviðs á Suðurlandi en ef málið varðar 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, sem tekur til sérstaklega hættulegra líkamsárása, þá verður málinu vísað þaðan til héraðssaksóknara. Lilja Margrét Olsen, lögmaður Houssins, hefur lagt áherslu á að hann fái tækifæri til að gefa skýrslu fyrir dómi enda hafi lögregluskýrsla aldrei sama sönnunargildi í sakamáli og skýrsla fyrir dómi. Ekki náðist í Lilju við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Bjó fjögur ár á götunni í Marokkó Yassine flúði heimaland sitt í leit að betra lífi. Hann er nú í fóstri hjá fjölskyldu í Bolungarvík og óskar þess heitast að fá að vera venjulegur samfélagsþegn á Íslandi. 14. mars 2018 19:30 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Útlendingastofnun segir rangfærslur í umræðunni um mál hælisleitandans Houssin Bsraoi sem fluttur var úr landi í gær. 22. febrúar 2018 13:30 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Bjó fjögur ár á götunni í Marokkó Yassine flúði heimaland sitt í leit að betra lífi. Hann er nú í fóstri hjá fjölskyldu í Bolungarvík og óskar þess heitast að fá að vera venjulegur samfélagsþegn á Íslandi. 14. mars 2018 19:30
Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00
Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Útlendingastofnun segir rangfærslur í umræðunni um mál hælisleitandans Houssin Bsraoi sem fluttur var úr landi í gær. 22. febrúar 2018 13:30
Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50