Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 19:00 Houssin sat inni á Litla-Hrauni en var fluttur á Hólmsheiði í síðasta mánuði eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fangelsinu. Vísir/GVA Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni nú síðdegis en þar fordæmir hún vinnubrögð Útlendingastofnunar í málinu. Houssin sat á Litla-Hrauni þegar hann varð fyrir árásinni vegna ítrekaðra flóttatilrauna þar sem hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip. Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni í gær þegar hann var sóttur og fluttur úr landi til Marokkó þaðan sem hann flúði. „Þess ber að geta að umræddur ungi maður beið niðurstöðu Kærunefndar Útlendingamála við beiðni hans um endurupptöku á máli sínu, eðli málsins samkvæmt. Útlendingastofnun var vel kunnugt um að þessarar niðurstöðu var beðið en samt var þessi ákvörðun tekin um að brottvísa honum og láta þá fulltrúa sem hér gæta hans réttar ekki vita, væntanlega til að engum mótmælum yrði hreyft. Til upplýsingar þá er það Útlendingastofnun sem ákveður um brottvísun en ríkislögreglustjóri annast framkvæmd. Þetta er fullkomlega óásættanlegt með öllu. Ég leyfi mér að fordæma þessi vinnubrögð og kalla á að dómsmálaráðherra fari strax í að kanna hvað gerðist í þessu máli og hvernig hægt er að laga það sem lagað verður svo veita megi þessum unga manni vernd,“ segir Helga Vala á Facebook.Houssin kom hingað til lands haustið 2016 með Norrænu ásamt vini sínum Yassine. Báðir sögðust þeir vera yngri en 18 ára og óskuðu eftir hæli hér á landi. Þeir gengust svo undir sérstaka tannrannsókn og var Houssin úrskurðaður eldri en 18 ára. Yassine fékk hins vegar dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum og býr nú hjá fósturfjölskyldu á Bolungarvík. Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, fékk það staðfest í morgun að Houssin hefði verið vísað úr landi. Hún segir stjórnvöld hafa heimild til að vísa fólki úr landi; endurupptökubeiðni hjá kærunefnd útlendingamála frestar ekki réttaráhrifum. Það er hins vegar vaninn að vísa ekki fólki úr landi fyrr en kærunefnd hefur úrskurðað í málum að sögn Guðríðar. Guðríður segir að endurupptökubeiðnin verði áfram rekin í kerfinu þrátt fyrir að Houssin sé farin úr landi. Það geri málsmeðferðina þó erfiðari að Houssin sé ekki hér. Hvorki hún né vinir og velunnarar Houssin hér á landi vissu af því að flytja ætti hann úr landi. Yfirvöld láta vini og vandamenn vanalega ekki vita fyrirfram en oftast fær sá sem vísa á úr landi upplýsingar um það með nokkurra daga fyrirvara svo hann geti undirbúið sig og einmitt látið vita af sér. Guðríður segist hins vegar ekki vita hvort að Houssin hafi fengið einhvern tíma til að undirbúa sig og þá hafi hann ekki verið í aðstöðu til að láta vita af sér þar sem hann var inni á Hólmsheiði. Tengdar fréttir Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni nú síðdegis en þar fordæmir hún vinnubrögð Útlendingastofnunar í málinu. Houssin sat á Litla-Hrauni þegar hann varð fyrir árásinni vegna ítrekaðra flóttatilrauna þar sem hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip. Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni í gær þegar hann var sóttur og fluttur úr landi til Marokkó þaðan sem hann flúði. „Þess ber að geta að umræddur ungi maður beið niðurstöðu Kærunefndar Útlendingamála við beiðni hans um endurupptöku á máli sínu, eðli málsins samkvæmt. Útlendingastofnun var vel kunnugt um að þessarar niðurstöðu var beðið en samt var þessi ákvörðun tekin um að brottvísa honum og láta þá fulltrúa sem hér gæta hans réttar ekki vita, væntanlega til að engum mótmælum yrði hreyft. Til upplýsingar þá er það Útlendingastofnun sem ákveður um brottvísun en ríkislögreglustjóri annast framkvæmd. Þetta er fullkomlega óásættanlegt með öllu. Ég leyfi mér að fordæma þessi vinnubrögð og kalla á að dómsmálaráðherra fari strax í að kanna hvað gerðist í þessu máli og hvernig hægt er að laga það sem lagað verður svo veita megi þessum unga manni vernd,“ segir Helga Vala á Facebook.Houssin kom hingað til lands haustið 2016 með Norrænu ásamt vini sínum Yassine. Báðir sögðust þeir vera yngri en 18 ára og óskuðu eftir hæli hér á landi. Þeir gengust svo undir sérstaka tannrannsókn og var Houssin úrskurðaður eldri en 18 ára. Yassine fékk hins vegar dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum og býr nú hjá fósturfjölskyldu á Bolungarvík. Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, fékk það staðfest í morgun að Houssin hefði verið vísað úr landi. Hún segir stjórnvöld hafa heimild til að vísa fólki úr landi; endurupptökubeiðni hjá kærunefnd útlendingamála frestar ekki réttaráhrifum. Það er hins vegar vaninn að vísa ekki fólki úr landi fyrr en kærunefnd hefur úrskurðað í málum að sögn Guðríðar. Guðríður segir að endurupptökubeiðnin verði áfram rekin í kerfinu þrátt fyrir að Houssin sé farin úr landi. Það geri málsmeðferðina þó erfiðari að Houssin sé ekki hér. Hvorki hún né vinir og velunnarar Houssin hér á landi vissu af því að flytja ætti hann úr landi. Yfirvöld láta vini og vandamenn vanalega ekki vita fyrirfram en oftast fær sá sem vísa á úr landi upplýsingar um það með nokkurra daga fyrirvara svo hann geti undirbúið sig og einmitt látið vita af sér. Guðríður segist hins vegar ekki vita hvort að Houssin hafi fengið einhvern tíma til að undirbúa sig og þá hafi hann ekki verið í aðstöðu til að láta vita af sér þar sem hann var inni á Hólmsheiði.
Tengdar fréttir Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00