Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 19:00 Houssin sat inni á Litla-Hrauni en var fluttur á Hólmsheiði í síðasta mánuði eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fangelsinu. Vísir/GVA Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni nú síðdegis en þar fordæmir hún vinnubrögð Útlendingastofnunar í málinu. Houssin sat á Litla-Hrauni þegar hann varð fyrir árásinni vegna ítrekaðra flóttatilrauna þar sem hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip. Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni í gær þegar hann var sóttur og fluttur úr landi til Marokkó þaðan sem hann flúði. „Þess ber að geta að umræddur ungi maður beið niðurstöðu Kærunefndar Útlendingamála við beiðni hans um endurupptöku á máli sínu, eðli málsins samkvæmt. Útlendingastofnun var vel kunnugt um að þessarar niðurstöðu var beðið en samt var þessi ákvörðun tekin um að brottvísa honum og láta þá fulltrúa sem hér gæta hans réttar ekki vita, væntanlega til að engum mótmælum yrði hreyft. Til upplýsingar þá er það Útlendingastofnun sem ákveður um brottvísun en ríkislögreglustjóri annast framkvæmd. Þetta er fullkomlega óásættanlegt með öllu. Ég leyfi mér að fordæma þessi vinnubrögð og kalla á að dómsmálaráðherra fari strax í að kanna hvað gerðist í þessu máli og hvernig hægt er að laga það sem lagað verður svo veita megi þessum unga manni vernd,“ segir Helga Vala á Facebook.Houssin kom hingað til lands haustið 2016 með Norrænu ásamt vini sínum Yassine. Báðir sögðust þeir vera yngri en 18 ára og óskuðu eftir hæli hér á landi. Þeir gengust svo undir sérstaka tannrannsókn og var Houssin úrskurðaður eldri en 18 ára. Yassine fékk hins vegar dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum og býr nú hjá fósturfjölskyldu á Bolungarvík. Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, fékk það staðfest í morgun að Houssin hefði verið vísað úr landi. Hún segir stjórnvöld hafa heimild til að vísa fólki úr landi; endurupptökubeiðni hjá kærunefnd útlendingamála frestar ekki réttaráhrifum. Það er hins vegar vaninn að vísa ekki fólki úr landi fyrr en kærunefnd hefur úrskurðað í málum að sögn Guðríðar. Guðríður segir að endurupptökubeiðnin verði áfram rekin í kerfinu þrátt fyrir að Houssin sé farin úr landi. Það geri málsmeðferðina þó erfiðari að Houssin sé ekki hér. Hvorki hún né vinir og velunnarar Houssin hér á landi vissu af því að flytja ætti hann úr landi. Yfirvöld láta vini og vandamenn vanalega ekki vita fyrirfram en oftast fær sá sem vísa á úr landi upplýsingar um það með nokkurra daga fyrirvara svo hann geti undirbúið sig og einmitt látið vita af sér. Guðríður segist hins vegar ekki vita hvort að Houssin hafi fengið einhvern tíma til að undirbúa sig og þá hafi hann ekki verið í aðstöðu til að láta vita af sér þar sem hann var inni á Hólmsheiði. Tengdar fréttir Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni nú síðdegis en þar fordæmir hún vinnubrögð Útlendingastofnunar í málinu. Houssin sat á Litla-Hrauni þegar hann varð fyrir árásinni vegna ítrekaðra flóttatilrauna þar sem hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip. Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni í gær þegar hann var sóttur og fluttur úr landi til Marokkó þaðan sem hann flúði. „Þess ber að geta að umræddur ungi maður beið niðurstöðu Kærunefndar Útlendingamála við beiðni hans um endurupptöku á máli sínu, eðli málsins samkvæmt. Útlendingastofnun var vel kunnugt um að þessarar niðurstöðu var beðið en samt var þessi ákvörðun tekin um að brottvísa honum og láta þá fulltrúa sem hér gæta hans réttar ekki vita, væntanlega til að engum mótmælum yrði hreyft. Til upplýsingar þá er það Útlendingastofnun sem ákveður um brottvísun en ríkislögreglustjóri annast framkvæmd. Þetta er fullkomlega óásættanlegt með öllu. Ég leyfi mér að fordæma þessi vinnubrögð og kalla á að dómsmálaráðherra fari strax í að kanna hvað gerðist í þessu máli og hvernig hægt er að laga það sem lagað verður svo veita megi þessum unga manni vernd,“ segir Helga Vala á Facebook.Houssin kom hingað til lands haustið 2016 með Norrænu ásamt vini sínum Yassine. Báðir sögðust þeir vera yngri en 18 ára og óskuðu eftir hæli hér á landi. Þeir gengust svo undir sérstaka tannrannsókn og var Houssin úrskurðaður eldri en 18 ára. Yassine fékk hins vegar dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum og býr nú hjá fósturfjölskyldu á Bolungarvík. Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, fékk það staðfest í morgun að Houssin hefði verið vísað úr landi. Hún segir stjórnvöld hafa heimild til að vísa fólki úr landi; endurupptökubeiðni hjá kærunefnd útlendingamála frestar ekki réttaráhrifum. Það er hins vegar vaninn að vísa ekki fólki úr landi fyrr en kærunefnd hefur úrskurðað í málum að sögn Guðríðar. Guðríður segir að endurupptökubeiðnin verði áfram rekin í kerfinu þrátt fyrir að Houssin sé farin úr landi. Það geri málsmeðferðina þó erfiðari að Houssin sé ekki hér. Hvorki hún né vinir og velunnarar Houssin hér á landi vissu af því að flytja ætti hann úr landi. Yfirvöld láta vini og vandamenn vanalega ekki vita fyrirfram en oftast fær sá sem vísa á úr landi upplýsingar um það með nokkurra daga fyrirvara svo hann geti undirbúið sig og einmitt látið vita af sér. Guðríður segist hins vegar ekki vita hvort að Houssin hafi fengið einhvern tíma til að undirbúa sig og þá hafi hann ekki verið í aðstöðu til að láta vita af sér þar sem hann var inni á Hólmsheiði.
Tengdar fréttir Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00