Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 19:00 Houssin sat inni á Litla-Hrauni en var fluttur á Hólmsheiði í síðasta mánuði eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fangelsinu. Vísir/GVA Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni nú síðdegis en þar fordæmir hún vinnubrögð Útlendingastofnunar í málinu. Houssin sat á Litla-Hrauni þegar hann varð fyrir árásinni vegna ítrekaðra flóttatilrauna þar sem hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip. Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni í gær þegar hann var sóttur og fluttur úr landi til Marokkó þaðan sem hann flúði. „Þess ber að geta að umræddur ungi maður beið niðurstöðu Kærunefndar Útlendingamála við beiðni hans um endurupptöku á máli sínu, eðli málsins samkvæmt. Útlendingastofnun var vel kunnugt um að þessarar niðurstöðu var beðið en samt var þessi ákvörðun tekin um að brottvísa honum og láta þá fulltrúa sem hér gæta hans réttar ekki vita, væntanlega til að engum mótmælum yrði hreyft. Til upplýsingar þá er það Útlendingastofnun sem ákveður um brottvísun en ríkislögreglustjóri annast framkvæmd. Þetta er fullkomlega óásættanlegt með öllu. Ég leyfi mér að fordæma þessi vinnubrögð og kalla á að dómsmálaráðherra fari strax í að kanna hvað gerðist í þessu máli og hvernig hægt er að laga það sem lagað verður svo veita megi þessum unga manni vernd,“ segir Helga Vala á Facebook.Houssin kom hingað til lands haustið 2016 með Norrænu ásamt vini sínum Yassine. Báðir sögðust þeir vera yngri en 18 ára og óskuðu eftir hæli hér á landi. Þeir gengust svo undir sérstaka tannrannsókn og var Houssin úrskurðaður eldri en 18 ára. Yassine fékk hins vegar dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum og býr nú hjá fósturfjölskyldu á Bolungarvík. Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, fékk það staðfest í morgun að Houssin hefði verið vísað úr landi. Hún segir stjórnvöld hafa heimild til að vísa fólki úr landi; endurupptökubeiðni hjá kærunefnd útlendingamála frestar ekki réttaráhrifum. Það er hins vegar vaninn að vísa ekki fólki úr landi fyrr en kærunefnd hefur úrskurðað í málum að sögn Guðríðar. Guðríður segir að endurupptökubeiðnin verði áfram rekin í kerfinu þrátt fyrir að Houssin sé farin úr landi. Það geri málsmeðferðina þó erfiðari að Houssin sé ekki hér. Hvorki hún né vinir og velunnarar Houssin hér á landi vissu af því að flytja ætti hann úr landi. Yfirvöld láta vini og vandamenn vanalega ekki vita fyrirfram en oftast fær sá sem vísa á úr landi upplýsingar um það með nokkurra daga fyrirvara svo hann geti undirbúið sig og einmitt látið vita af sér. Guðríður segist hins vegar ekki vita hvort að Houssin hafi fengið einhvern tíma til að undirbúa sig og þá hafi hann ekki verið í aðstöðu til að láta vita af sér þar sem hann var inni á Hólmsheiði. Tengdar fréttir Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni nú síðdegis en þar fordæmir hún vinnubrögð Útlendingastofnunar í málinu. Houssin sat á Litla-Hrauni þegar hann varð fyrir árásinni vegna ítrekaðra flóttatilrauna þar sem hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip. Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni í gær þegar hann var sóttur og fluttur úr landi til Marokkó þaðan sem hann flúði. „Þess ber að geta að umræddur ungi maður beið niðurstöðu Kærunefndar Útlendingamála við beiðni hans um endurupptöku á máli sínu, eðli málsins samkvæmt. Útlendingastofnun var vel kunnugt um að þessarar niðurstöðu var beðið en samt var þessi ákvörðun tekin um að brottvísa honum og láta þá fulltrúa sem hér gæta hans réttar ekki vita, væntanlega til að engum mótmælum yrði hreyft. Til upplýsingar þá er það Útlendingastofnun sem ákveður um brottvísun en ríkislögreglustjóri annast framkvæmd. Þetta er fullkomlega óásættanlegt með öllu. Ég leyfi mér að fordæma þessi vinnubrögð og kalla á að dómsmálaráðherra fari strax í að kanna hvað gerðist í þessu máli og hvernig hægt er að laga það sem lagað verður svo veita megi þessum unga manni vernd,“ segir Helga Vala á Facebook.Houssin kom hingað til lands haustið 2016 með Norrænu ásamt vini sínum Yassine. Báðir sögðust þeir vera yngri en 18 ára og óskuðu eftir hæli hér á landi. Þeir gengust svo undir sérstaka tannrannsókn og var Houssin úrskurðaður eldri en 18 ára. Yassine fékk hins vegar dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum og býr nú hjá fósturfjölskyldu á Bolungarvík. Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, fékk það staðfest í morgun að Houssin hefði verið vísað úr landi. Hún segir stjórnvöld hafa heimild til að vísa fólki úr landi; endurupptökubeiðni hjá kærunefnd útlendingamála frestar ekki réttaráhrifum. Það er hins vegar vaninn að vísa ekki fólki úr landi fyrr en kærunefnd hefur úrskurðað í málum að sögn Guðríðar. Guðríður segir að endurupptökubeiðnin verði áfram rekin í kerfinu þrátt fyrir að Houssin sé farin úr landi. Það geri málsmeðferðina þó erfiðari að Houssin sé ekki hér. Hvorki hún né vinir og velunnarar Houssin hér á landi vissu af því að flytja ætti hann úr landi. Yfirvöld láta vini og vandamenn vanalega ekki vita fyrirfram en oftast fær sá sem vísa á úr landi upplýsingar um það með nokkurra daga fyrirvara svo hann geti undirbúið sig og einmitt látið vita af sér. Guðríður segist hins vegar ekki vita hvort að Houssin hafi fengið einhvern tíma til að undirbúa sig og þá hafi hann ekki verið í aðstöðu til að láta vita af sér þar sem hann var inni á Hólmsheiði.
Tengdar fréttir Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00