Ákærðir fyrir að stappa á höfði hælisleitanda á Hrauninu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. október 2018 11:21 Árásin átti sér stað í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni. Fréttablaðið/Anton Brink Baldri Kolbeinssyni og Trausta Rafni Henrikssyni, sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á Houssin Bsraoi, ungan hælisleitenda og samfanga sinn á Litla-Hrauni í janúar á þessu ári er gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás. Fréttablaðið greindi frá því fyrir viku síðan að Baldur og Trausti Rafn hefðu verið ákærðir en þá hafði þeim ekki verið birt ákæran. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, er verknaðinum lýst. Eiga Baldur og Trausti að hafa veist að Houssin í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni. Þar hafi Trausti Rafn kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, tekið hann hálstaki, sparkað með fótum og hnjám nokkrum sinnum í líkama og að minnsta kosti einu sinni í höfuð þegar Houssin sat á gólfinu.Var illa marinn og tennur losnuðu Baldur á að hafa kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, sparkað með hnjám í líkama hans, tekið hann hálstaki, snúið hann niður í gólfið og stappað á og kýlt tvívegis í líkama Houssins. Eftir að hann lenti aftur í gólfinu á Baldur að hafa reynt að girða niður um hann buxurnar, sest klofvega yfir hann og kýlt hann ítrekað með báðum höndum í höfuðið þar til hann missti meðvitund. Á meðan á Trausti Rafn að hafa stappað þrisvar á höfði Houssins og sparkað einu sinni í höfuð hans. Af þessu hafi Houssin hlotið mar og húðáverka yfir báðum kinnbeinum, enni og á gagnauganu hægra megin, bólgu í nefi, bólgu og húðáverka á vörum, mar, húðáverka og bólgur á vinstri hendi, úlnlið og við olnbogann, væga húðáverka á hægri hendi kúlu á hnakka, heilahristing, mar á hægra eyra og mar og eymsli á vinstri hlið brjóstkassa auk þess sem tvær tennur í efri góm hans losnuðu. Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni þar til hann var fluttur úr landi til Marokkó. Kastaði stól í fangavörð Auk þessa er Trausti Rafn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa sunnudaginn 4. Desember 2016 kastað stól í fangavörð í sameiginlegu rými fanga og síðar hrækt í andlegg hans. Hlaut fangavörðurinn af þessu marbletti. Bæði Baldur og Trausti Rafn eiga nokkurn sakaferil að baki og hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum á Litla-Hrauni Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. 21. febrúar 2018 20:40 Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Baldri Kolbeinssyni og Trausta Rafni Henrikssyni, sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á Houssin Bsraoi, ungan hælisleitenda og samfanga sinn á Litla-Hrauni í janúar á þessu ári er gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás. Fréttablaðið greindi frá því fyrir viku síðan að Baldur og Trausti Rafn hefðu verið ákærðir en þá hafði þeim ekki verið birt ákæran. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, er verknaðinum lýst. Eiga Baldur og Trausti að hafa veist að Houssin í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni. Þar hafi Trausti Rafn kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, tekið hann hálstaki, sparkað með fótum og hnjám nokkrum sinnum í líkama og að minnsta kosti einu sinni í höfuð þegar Houssin sat á gólfinu.Var illa marinn og tennur losnuðu Baldur á að hafa kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, sparkað með hnjám í líkama hans, tekið hann hálstaki, snúið hann niður í gólfið og stappað á og kýlt tvívegis í líkama Houssins. Eftir að hann lenti aftur í gólfinu á Baldur að hafa reynt að girða niður um hann buxurnar, sest klofvega yfir hann og kýlt hann ítrekað með báðum höndum í höfuðið þar til hann missti meðvitund. Á meðan á Trausti Rafn að hafa stappað þrisvar á höfði Houssins og sparkað einu sinni í höfuð hans. Af þessu hafi Houssin hlotið mar og húðáverka yfir báðum kinnbeinum, enni og á gagnauganu hægra megin, bólgu í nefi, bólgu og húðáverka á vörum, mar, húðáverka og bólgur á vinstri hendi, úlnlið og við olnbogann, væga húðáverka á hægri hendi kúlu á hnakka, heilahristing, mar á hægra eyra og mar og eymsli á vinstri hlið brjóstkassa auk þess sem tvær tennur í efri góm hans losnuðu. Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni þar til hann var fluttur úr landi til Marokkó. Kastaði stól í fangavörð Auk þessa er Trausti Rafn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa sunnudaginn 4. Desember 2016 kastað stól í fangavörð í sameiginlegu rými fanga og síðar hrækt í andlegg hans. Hlaut fangavörðurinn af þessu marbletti. Bæði Baldur og Trausti Rafn eiga nokkurn sakaferil að baki og hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum á Litla-Hrauni
Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. 21. febrúar 2018 20:40 Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39
Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. 21. febrúar 2018 20:40
Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00
Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00
Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50