Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. janúar 2018 08:39 Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni, eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn. Úr einkasafni Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni á miðvikudag. Inga Rún spyr hver ætli að taka ábyrgð í málinu og segir að það þurfi að bjarga lífi hans. Houssin var fluttur í gæsluvarðhald í fangelsið á Hólmsheiði eftir árásina en Inga Rún fékk leyfi hans til að segja frá atburðarásinni á Facebook síðu sinni. „Í september 2016 komu hingað til lands tveir ungir hælisleitendur með Norrænu á Seyðisfjörð. Þeir náðust á Breiðdalsvík og sögðust þá vera 16 og 17 ára. Eftir að hafa verið færðir á lögreglustöðina á Egilsstöðum og yfirheyrðir, voru þeir voru settir í hendur barnaverndaryfirvalda í Fjarðabyggð. Þegar farið var að leita eftir því hvernig ætti að snúa sér í málum drengjanna var fátt um svör.“ Inga Rún kom þá fram í fjölmiðlum og ræddi úrræðaleysið varðandi fylgdarlaus börn. „Hver benti á annan og engin var með svör um næstu skref. þeir fóru í læknisskoðun, bólusetningar, aldursgreiningu og viðtöl í Barnahúsi. Allt þetta ferli tók mjög langan tíma og þótt þeir væru í ágætis aðstæðum er varðaði fæði og húsnæði þá leiddist þeim að hafa ekkert fyrir stafni. Þeim stóð til boða að fara í sund og í líkamsrækt en það var ekki mikið annað sem hægt var að bjóða þeim, þar sem þeir voru ekki til í kerfinu. Houssin leið ekki vel andlega, honum fannst hann vera einangraður og innilokaður enda sagt við hann að ef hann myndi fara þá yrði hann fluttur aftur í Fjarðabyggð þar sem Barnavernd Fjarðabyggðar myndi bera ábyrgð á honum.“ Í kjölfarið fóru þeir í aldursgreiningu á tönnum. Inga Rún bendir á að slíkar aldursgreiningar séu umdeildar og hætt sé að nota þær á Íslandi og í flestum öðrum löndum. „Niðurstaðan úr aldursgreinginu var samkvæmt Útlendingastofnun að þeir skildu fá að njóta vafans og að þeir yrðu áfram í umsjá barnaverndarnefndar Fjarðabyggðar. Miðað var við dagsetninguna 23.12.99 fyrir Houssin og fékk hann útgefið skírteini sem hælisleitandi frá Útlendingastofnun með þeim degi.“Fékk 30 daga til að yfirgefa landiðÍ júlí á síðasta ári fékk hinn drengurinn dvalarleyfi af mannúðaraðstæðum en Houssin fékk synjun frá Útlendingastofnun. „Lögfræðingur Rauða krossins áfrýjaði ákvörðuninni til Úrskurðarnefndar útlendingamála og úrskurðurinn sem var synjun kom svo í september en þá var Houssin búin að vera á landinu i eitt ár. Rökstuðningur Úrskurðarnefndar var að hann hefði sagt rangt til um aldur og að það hafi verið lesið vitlaust í aldursgreininguna og að hann væri trúlega orðin 18 ára.“ Inga Rún segir að Houssin hafi fengið 30 daga til að koma sér úr landi og ef hann væri ekki farin innan þeirra tímamarka yrði hann sendur úr landi með lögreglufylgd. „Hvernig átti hann að koma sér sjálfur úr landi þar sem hann átti hvorki vegabréf né pening? Á þessum tíma var hinn drengurinn komin með dvalarleyfi, fluttur á fósturheimili og byrjaður í menntaskóla. Eftir að Houssin fékk svo úrskurðinn um að hann yrði sendur til Marokkó aftur, brotnaði hann niður andlega og sagði við mig að hann myndi frekar deyja en að fara aftur til Marokkó. Eftir að Úrskurðarnefnd úrskurðaði að Houssin fengi ekki dvalarleyfi vegna þess að hann væri yfir lögaldri hætti hann að vera á ábyrgð barnaverndaryfirvalda í Fjarðabyggð. Ekkert tók við og hann lenti á götunni í Reykjavík þar sem að hann fékk hvorki húsnæði né vasapeninga.“Dýrmætt lífHann var mjög örvæntingarfullur og vonlaus og segir Inga Rún að hann hafi ítrekað reynt að komast um borð í skip á leið til Kanada. „Í nóvember er hann svo settur í gæsluvarðhald og ég heyrði ekkert í honum eftir það en frétti að það hefði átt að senda hann úr landi 16. desember 2017. Næsta sem ég frétti af Houssin er að hann hafi orðið fyrir hrottalegu ofbeldi á litla Hrauni þar sem nokkrir fangar hefðu ráðist á hann.“ Inga Rún segir að talið sé að árásin hafi verið vegna kynþáttahaturs eða vegna þess að hann var hafður á gangi með kynferðisafbrotamönnum. „En nú er nóg komið. Hver ætlar að bera ábyrgð á þessu máli, hvert er næsta skref? Ég get alveg sagt ykkur að Houssin á ekki heima í fangelsi innan um harðsvíraða glæpamenn. Að mínu mati er margbúið að brjóta á mannréttindum þessa unga manns og nú er komin tími til að sýna hvað í okkur býr Íslendingum með því að standa saman og bjarga dýrmætu lífi.“ Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin, sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni á miðvikudag. Inga Rún spyr hver ætli að taka ábyrgð í málinu og segir að það þurfi að bjarga lífi hans. Houssin var fluttur í gæsluvarðhald í fangelsið á Hólmsheiði eftir árásina en Inga Rún fékk leyfi hans til að segja frá atburðarásinni á Facebook síðu sinni. „Í september 2016 komu hingað til lands tveir ungir hælisleitendur með Norrænu á Seyðisfjörð. Þeir náðust á Breiðdalsvík og sögðust þá vera 16 og 17 ára. Eftir að hafa verið færðir á lögreglustöðina á Egilsstöðum og yfirheyrðir, voru þeir voru settir í hendur barnaverndaryfirvalda í Fjarðabyggð. Þegar farið var að leita eftir því hvernig ætti að snúa sér í málum drengjanna var fátt um svör.“ Inga Rún kom þá fram í fjölmiðlum og ræddi úrræðaleysið varðandi fylgdarlaus börn. „Hver benti á annan og engin var með svör um næstu skref. þeir fóru í læknisskoðun, bólusetningar, aldursgreiningu og viðtöl í Barnahúsi. Allt þetta ferli tók mjög langan tíma og þótt þeir væru í ágætis aðstæðum er varðaði fæði og húsnæði þá leiddist þeim að hafa ekkert fyrir stafni. Þeim stóð til boða að fara í sund og í líkamsrækt en það var ekki mikið annað sem hægt var að bjóða þeim, þar sem þeir voru ekki til í kerfinu. Houssin leið ekki vel andlega, honum fannst hann vera einangraður og innilokaður enda sagt við hann að ef hann myndi fara þá yrði hann fluttur aftur í Fjarðabyggð þar sem Barnavernd Fjarðabyggðar myndi bera ábyrgð á honum.“ Í kjölfarið fóru þeir í aldursgreiningu á tönnum. Inga Rún bendir á að slíkar aldursgreiningar séu umdeildar og hætt sé að nota þær á Íslandi og í flestum öðrum löndum. „Niðurstaðan úr aldursgreinginu var samkvæmt Útlendingastofnun að þeir skildu fá að njóta vafans og að þeir yrðu áfram í umsjá barnaverndarnefndar Fjarðabyggðar. Miðað var við dagsetninguna 23.12.99 fyrir Houssin og fékk hann útgefið skírteini sem hælisleitandi frá Útlendingastofnun með þeim degi.“Fékk 30 daga til að yfirgefa landiðÍ júlí á síðasta ári fékk hinn drengurinn dvalarleyfi af mannúðaraðstæðum en Houssin fékk synjun frá Útlendingastofnun. „Lögfræðingur Rauða krossins áfrýjaði ákvörðuninni til Úrskurðarnefndar útlendingamála og úrskurðurinn sem var synjun kom svo í september en þá var Houssin búin að vera á landinu i eitt ár. Rökstuðningur Úrskurðarnefndar var að hann hefði sagt rangt til um aldur og að það hafi verið lesið vitlaust í aldursgreininguna og að hann væri trúlega orðin 18 ára.“ Inga Rún segir að Houssin hafi fengið 30 daga til að koma sér úr landi og ef hann væri ekki farin innan þeirra tímamarka yrði hann sendur úr landi með lögreglufylgd. „Hvernig átti hann að koma sér sjálfur úr landi þar sem hann átti hvorki vegabréf né pening? Á þessum tíma var hinn drengurinn komin með dvalarleyfi, fluttur á fósturheimili og byrjaður í menntaskóla. Eftir að Houssin fékk svo úrskurðinn um að hann yrði sendur til Marokkó aftur, brotnaði hann niður andlega og sagði við mig að hann myndi frekar deyja en að fara aftur til Marokkó. Eftir að Úrskurðarnefnd úrskurðaði að Houssin fengi ekki dvalarleyfi vegna þess að hann væri yfir lögaldri hætti hann að vera á ábyrgð barnaverndaryfirvalda í Fjarðabyggð. Ekkert tók við og hann lenti á götunni í Reykjavík þar sem að hann fékk hvorki húsnæði né vasapeninga.“Dýrmætt lífHann var mjög örvæntingarfullur og vonlaus og segir Inga Rún að hann hafi ítrekað reynt að komast um borð í skip á leið til Kanada. „Í nóvember er hann svo settur í gæsluvarðhald og ég heyrði ekkert í honum eftir það en frétti að það hefði átt að senda hann úr landi 16. desember 2017. Næsta sem ég frétti af Houssin er að hann hafi orðið fyrir hrottalegu ofbeldi á litla Hrauni þar sem nokkrir fangar hefðu ráðist á hann.“ Inga Rún segir að talið sé að árásin hafi verið vegna kynþáttahaturs eða vegna þess að hann var hafður á gangi með kynferðisafbrotamönnum. „En nú er nóg komið. Hver ætlar að bera ábyrgð á þessu máli, hvert er næsta skref? Ég get alveg sagt ykkur að Houssin á ekki heima í fangelsi innan um harðsvíraða glæpamenn. Að mínu mati er margbúið að brjóta á mannréttindum þessa unga manns og nú er komin tími til að sýna hvað í okkur býr Íslendingum með því að standa saman og bjarga dýrmætu lífi.“
Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04