Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 20:40 Stoðdeild ríkislögreglustjóra framkvæmir brottvísun eftir ákvörðun Útlendingastofnunar þar um. Stofnunin heyrir undir dómsmálaráðherra. vísir/eyþór Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. Tilefnið er að í gær var Houssin Bsraoi, ungur hælisleitandi sem varð fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni í síðasta mánuði, fluttur úr landi en honum hafði verið synjað um hæli hér. Kærunefnd útlendingamála á þó enn eftir að taka afstöðu til endurupptökubeiðni hans. Í tilkynningu frá Solaris segir að á undanförnum vikum hafi félaginu borist margar frásagnir af brottvísunum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafi ekki verið í samræmi við verkferla stjórnvalda. Ítrekað gerist stjórnvöld sek um ómannúðleg og óásættanleg vinnubrögð, brot á mannréttindum fólks á flótta og brot á verkferlum stjórnvalda við fylgd umsækjenda um vernd úr landi eftir synjun. „Ítrekað hafa einstaklingar og fjölskyldur verið sóttar án nokkurs fyrirvara og sendar úr landi, framkvæmdin hefur verið ómannúðleg og ekki í neinu samstarfi við viðkomandi og/eða talsmenn, td. lögfræðinga þeirra. Houssin, ungur drengur frá Marokkó, er enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks og hælisleitenda, framkvæmd málsmeðferða og brottvísana. Yfirvöld hafa síendurtekið brugðist Houssin, sem m.a. varð fyrir hrottalegu ofbeldi í fangelsi, nú síðast með því að senda hann úr landi í gær án nokkurs fyrirvara og samvinnu auk brots á upplýsingaskyldu. Slík vinnubrögð eru ómannúðleg og algjörlega óásættanleg og ber að fordæma. Stefnuleysi stjórnvalda í málefnum fólks á flótta er mikið áhyggjuefni. Stjórn Solaris skorar á alla ábyrgðaraðila, ríkislögreglustjóra, útlendingastofnun, dómsmálaráðherra og stjórnvöld að bregðast strax við því ófremdarástandi sem upp virðist komið í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Móta þarf stefnu í málaflokknum. Endurskoða og samræma þarf verkferla og sjá til þess að þeim sé ávallt framfylgt. Endurskoða þarf vinnubrögð Útlendingastofnunar og annarra viðeigandi aðila til þess að tryggja mannúð og mannlega reisn og að mannréttindi fólks á flótta séu virt,“ segir í tilkynningu Solaris sem sjá má í heild sinni hér. Tengdar fréttir Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. Tilefnið er að í gær var Houssin Bsraoi, ungur hælisleitandi sem varð fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni í síðasta mánuði, fluttur úr landi en honum hafði verið synjað um hæli hér. Kærunefnd útlendingamála á þó enn eftir að taka afstöðu til endurupptökubeiðni hans. Í tilkynningu frá Solaris segir að á undanförnum vikum hafi félaginu borist margar frásagnir af brottvísunum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem hafi ekki verið í samræmi við verkferla stjórnvalda. Ítrekað gerist stjórnvöld sek um ómannúðleg og óásættanleg vinnubrögð, brot á mannréttindum fólks á flótta og brot á verkferlum stjórnvalda við fylgd umsækjenda um vernd úr landi eftir synjun. „Ítrekað hafa einstaklingar og fjölskyldur verið sóttar án nokkurs fyrirvara og sendar úr landi, framkvæmdin hefur verið ómannúðleg og ekki í neinu samstarfi við viðkomandi og/eða talsmenn, td. lögfræðinga þeirra. Houssin, ungur drengur frá Marokkó, er enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks og hælisleitenda, framkvæmd málsmeðferða og brottvísana. Yfirvöld hafa síendurtekið brugðist Houssin, sem m.a. varð fyrir hrottalegu ofbeldi í fangelsi, nú síðast með því að senda hann úr landi í gær án nokkurs fyrirvara og samvinnu auk brots á upplýsingaskyldu. Slík vinnubrögð eru ómannúðleg og algjörlega óásættanleg og ber að fordæma. Stefnuleysi stjórnvalda í málefnum fólks á flótta er mikið áhyggjuefni. Stjórn Solaris skorar á alla ábyrgðaraðila, ríkislögreglustjóra, útlendingastofnun, dómsmálaráðherra og stjórnvöld að bregðast strax við því ófremdarástandi sem upp virðist komið í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Móta þarf stefnu í málaflokknum. Endurskoða og samræma þarf verkferla og sjá til þess að þeim sé ávallt framfylgt. Endurskoða þarf vinnubrögð Útlendingastofnunar og annarra viðeigandi aðila til þess að tryggja mannúð og mannlega reisn og að mannréttindi fólks á flótta séu virt,“ segir í tilkynningu Solaris sem sjá má í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50
Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04