Góðar fréttir fyrir Repúblikana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. nóvember 2018 09:00 Það ræðst hver fer með völdin í bandaríska þinghúsinu í kosningunum sem fara fram á þriðjudag. Vísir/Getty Alls voru 250.000 ný störf sköpuð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, atvinnuleysi mældist 3,7 prósent og er það lægsta í hálfa öld og laun hækkuðu um 3,1 prósent á milli mánaða, hafa ekki hækkað meira í tæpan áratug. Þetta kom fram í skýrslu sem vinnumálastofnun Bandaríkjanna birti í gær. Skýrslan kemur á besta tíma fyrir Repúblikana enda eru nú ekki nema þrír dagar þangað til Bandaríkjamenn kjósa til beggja deilda þingsins, til ríkisþinga, ríkisstjóra og ýmislegs annars. Á fjölmörgum stöðum er mjótt á munum á milli frambjóðenda Repúblikana og Demókrata og geta Repúblikanar því stært sig af efnahagsmálunum enda í meirihluta í báðum deildum og með Hvíta húsið sömuleiðis. Samkvæmt könnun sem Pew Research birti fyrir um mánuði eru efnahagsmálin ofarlega í huga kjósenda. Alls sögðu 74 prósent kjósenda að þau skiptu þá afar miklu máli. Einungis tvö mál skoruðu hærra, heilbrigðismál með 75 prósent og skipan dómara í hæstarétt með 76 prósent. Vert er að taka fram að tilnefning Bretts Kavanaugh var fyrir þinginu þegar könnunin var gerð og gæti það skýrt þann mikla fjölda sem nefndi skipan dómara. En þótt staða efnahagsmála hafi verið með ágætum að undanförnu virðist það ekki enn hafa skilað sér í auknum stuðningi við Donald Trump forseta. Samkvæmt vegnu meðaltali skoðanakannana sem FiveThirtyEight birti mælist Trump með stuðning 42,1 prósents en 52,9 prósent segjast ekki styðja forsetann. Til samanburðar studdu 44,7 prósent Barack Obama á sama tíma forsetatíðar hans og ekki nema 42 prósent Ronald Reagan sem þó vann öll ríki nema eitt þegar hann sóttist eftir endurkjöri fyrir rúmlega þrjátíu árum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43 Twitter eyddi tíu þúsund reikningum sem hvöttu fólk til að kjósa ekki Sjálfvirkir reikningar sigldu undir fölsku flaggi og tístu í nafni demókrata skilaboðum um að fólk skyldi ekki kjósa í þingkosningum í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Alls voru 250.000 ný störf sköpuð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, atvinnuleysi mældist 3,7 prósent og er það lægsta í hálfa öld og laun hækkuðu um 3,1 prósent á milli mánaða, hafa ekki hækkað meira í tæpan áratug. Þetta kom fram í skýrslu sem vinnumálastofnun Bandaríkjanna birti í gær. Skýrslan kemur á besta tíma fyrir Repúblikana enda eru nú ekki nema þrír dagar þangað til Bandaríkjamenn kjósa til beggja deilda þingsins, til ríkisþinga, ríkisstjóra og ýmislegs annars. Á fjölmörgum stöðum er mjótt á munum á milli frambjóðenda Repúblikana og Demókrata og geta Repúblikanar því stært sig af efnahagsmálunum enda í meirihluta í báðum deildum og með Hvíta húsið sömuleiðis. Samkvæmt könnun sem Pew Research birti fyrir um mánuði eru efnahagsmálin ofarlega í huga kjósenda. Alls sögðu 74 prósent kjósenda að þau skiptu þá afar miklu máli. Einungis tvö mál skoruðu hærra, heilbrigðismál með 75 prósent og skipan dómara í hæstarétt með 76 prósent. Vert er að taka fram að tilnefning Bretts Kavanaugh var fyrir þinginu þegar könnunin var gerð og gæti það skýrt þann mikla fjölda sem nefndi skipan dómara. En þótt staða efnahagsmála hafi verið með ágætum að undanförnu virðist það ekki enn hafa skilað sér í auknum stuðningi við Donald Trump forseta. Samkvæmt vegnu meðaltali skoðanakannana sem FiveThirtyEight birti mælist Trump með stuðning 42,1 prósents en 52,9 prósent segjast ekki styðja forsetann. Til samanburðar studdu 44,7 prósent Barack Obama á sama tíma forsetatíðar hans og ekki nema 42 prósent Ronald Reagan sem þó vann öll ríki nema eitt þegar hann sóttist eftir endurkjöri fyrir rúmlega þrjátíu árum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43 Twitter eyddi tíu þúsund reikningum sem hvöttu fólk til að kjósa ekki Sjálfvirkir reikningar sigldu undir fölsku flaggi og tístu í nafni demókrata skilaboðum um að fólk skyldi ekki kjósa í þingkosningum í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30
Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43
Twitter eyddi tíu þúsund reikningum sem hvöttu fólk til að kjósa ekki Sjálfvirkir reikningar sigldu undir fölsku flaggi og tístu í nafni demókrata skilaboðum um að fólk skyldi ekki kjósa í þingkosningum í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2018 21:00