Framkvæmdarstjóri Amnesty segir glæpavæðingu fóstureyðinga ofbeldi Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2018 11:09 Salil Shetty, framkvæmdarstjóri Amnesty International. Vísir/AFP Ströng fóstureyðingarlög í Suður-Ameríku hefur leitt til óþarfa dauðsfalla þúsunda kvenna segir Salil Shetty, framkvæmdarstjóri Amnesty International. Hann hefur kallað eftir lagasetningu í kringum málefnið sem gerir aðgerðina löglega og aðgengilega og gagnrýnir stjórnvöld þeirra landa sem banna aðgerðina með öllu. Hann segir glæpavæðingu fóstureyðinga vera ofbeldi gegn konum sem dragi ekki úr fóstureyðingum, heldur geri þær aðeins hættusamari og leiði af sér dauðsföll. Einnig kennir hann öfgum gagnstæðra fylkinga í stjórnmálum, vantraust á lýðræðið og efnahagslegri hnignun um mannréttindakrísu á svæðinu, að því er segir í frétt The Guardian. „Suður-Ameríka þótti alltaf framar hvað varðar mannréttindi en Asía eða Afríka, en mikil afturför hefur átt sér stað á stuttum tíma“ sagði Shetty. Sex lönd álfunnar banna fóstureyðingar undir öllum kringumstæðum, á meðan níu leyfa aðgerðina aðeins ef líf konunnar er í hættu. Argentína hefur tekið sín lög til endurskoðunar, í landinu má einungis framkvæma aðgerðina ef andleg eða líkamleg heilsa konunnar er í hættu. Shetty benti á að rúmlega þrjú þúsund konur hafa látið lífið í Argentínu síðustu 25 ár vegna ólöglegra fóstureyðinga sem uppfylla ekki öryggiskröfur og telur hann að fjöldi ólöglegra aðgerða sé um hálf milljón á ári. „Á meðan umræðan á sér stað eru konur að deyja“ sagði Shetty. Shetty fundaði með Mauricio Macri, forseta Argentínu, um málið en forsetinn segist vera mótfallinn lagasetningu í kringum fóstureyðingar. Hann hefur þó leyft samflokksmönnum sínum í miðju-hægriflokknum PRO að kjósa eftir eigin sannfæringu þegar frumvarp sem leggur til að leyfa fóstureyðingar að 14. viku verður lagt fyrir þingið. Shetty sagði forsetann eiga taka skýra afstöðu með lagasetningu til að vernda heilsu og réttindi kvenna og að hlutleysi í málinu væri ekki boðlegt. Argentína Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Ströng fóstureyðingarlög í Suður-Ameríku hefur leitt til óþarfa dauðsfalla þúsunda kvenna segir Salil Shetty, framkvæmdarstjóri Amnesty International. Hann hefur kallað eftir lagasetningu í kringum málefnið sem gerir aðgerðina löglega og aðgengilega og gagnrýnir stjórnvöld þeirra landa sem banna aðgerðina með öllu. Hann segir glæpavæðingu fóstureyðinga vera ofbeldi gegn konum sem dragi ekki úr fóstureyðingum, heldur geri þær aðeins hættusamari og leiði af sér dauðsföll. Einnig kennir hann öfgum gagnstæðra fylkinga í stjórnmálum, vantraust á lýðræðið og efnahagslegri hnignun um mannréttindakrísu á svæðinu, að því er segir í frétt The Guardian. „Suður-Ameríka þótti alltaf framar hvað varðar mannréttindi en Asía eða Afríka, en mikil afturför hefur átt sér stað á stuttum tíma“ sagði Shetty. Sex lönd álfunnar banna fóstureyðingar undir öllum kringumstæðum, á meðan níu leyfa aðgerðina aðeins ef líf konunnar er í hættu. Argentína hefur tekið sín lög til endurskoðunar, í landinu má einungis framkvæma aðgerðina ef andleg eða líkamleg heilsa konunnar er í hættu. Shetty benti á að rúmlega þrjú þúsund konur hafa látið lífið í Argentínu síðustu 25 ár vegna ólöglegra fóstureyðinga sem uppfylla ekki öryggiskröfur og telur hann að fjöldi ólöglegra aðgerða sé um hálf milljón á ári. „Á meðan umræðan á sér stað eru konur að deyja“ sagði Shetty. Shetty fundaði með Mauricio Macri, forseta Argentínu, um málið en forsetinn segist vera mótfallinn lagasetningu í kringum fóstureyðingar. Hann hefur þó leyft samflokksmönnum sínum í miðju-hægriflokknum PRO að kjósa eftir eigin sannfæringu þegar frumvarp sem leggur til að leyfa fóstureyðingar að 14. viku verður lagt fyrir þingið. Shetty sagði forsetann eiga taka skýra afstöðu með lagasetningu til að vernda heilsu og réttindi kvenna og að hlutleysi í málinu væri ekki boðlegt.
Argentína Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira