Pedersen tekur fram úr Hilmari Árna á fleiri sviðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2018 14:00 Patrick Pederrsen skorar og skorar og leggur líka upp. vísir/daníel Eftir að leiða kapphlaupið um markakóngstitilinn og gullskóinn í Pepsi-deild karla í fótbolta nánast í allt sumar er Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, að missa þann titil í hendur danska framherjans Patricks Pedersens, leikmanns Vals. En, það er ekki eini titilinn sem að hann virðist vera að missa í hendur Danans því Pedersen er nú, þegar að tveimur umferðum er ólokið, búinn að koma að fleiri mörkum með beinum hætti (mark eða stoðsending) heldur en Hilmar Árni. Hilmar Árni hefur kólnað mikið í markaskorun undanfarnar vikur en er engu að síður búinn að skora fimmtán mörk. Hann stefndi hraðbyri að markametinu í júlí en nú virðist ólíklegt að hann nái 19 mörkum.Hilmar Árni Halldórsson er hættur að skora.vísir/daníelPatrick Pedersen komst upp fyrir Hilmar Árna í síðasta leik með þrennu á móti ÍBV og er búinn að skora 16 mörk. Hann vantar þrjú mörk í metið og fær útileik gegn FH og ansi girnilegan heimaleik gegn löngu föllnu liði Keflavíkur í lokaumferðinni til þess að jafna eða bæta markametið. Hilmar Árni er búinn að gefa fimm stoðsendingar til viðbótar við mörkin fimmtán og hefur því komið með beinum hætti að 20 mörkum Stjörnunnar. Hann var þremur mörkum plús stoðsendingum á undan Patrick Pedersen á þeim lista fyrir síðustu umferð en Hilmar hvorki skoraði né lagði upp í leik Stjörnunnar gegn KA í gærkvöldi. Patrick Pedersen skoraði ekki bara þrjú mörk á móti ÍBV heldur lagði hann upp eitt fyrir Kristinn Frey Sigurðsson. Hann kom því að fjórum mörkum Vals með beinum hætti og fór úr 17 mörkum plús stoðsendingum í 21 og er kominn upp fyrir Hilmar Árna. Enginn ógnar þeim tveimur en Pálmi Rafn Pálmason, KR, er þriðji á listanum með ellefu mörk og fjórar stoðsendingar en ValsmaðurinnKristinn Freyr Sigurðsson er fjórði fjórtán sköpuð mörk (7 mörk + 7 stoðsendingar). Pedersen og Hilmar Árni munu því berjast um markakóngstitilinn og á listanum yfir sköpuð mörk í lokaumferðunum tveimur. Stjarnan á eftir útileik gegn ÍBV á sunnudaginn og svo heimaleik í lokaumferðinni á móti FH.Mörk + stoðsendingar í Pepsi-deildinni 2018: Patrick Pedersen, Val - 21 (16+5) Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni - 20 (15+5) Pálmi Rafn Pálmason, KR - 15 (11+4) Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 14 (7+7) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Eftir að leiða kapphlaupið um markakóngstitilinn og gullskóinn í Pepsi-deild karla í fótbolta nánast í allt sumar er Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, að missa þann titil í hendur danska framherjans Patricks Pedersens, leikmanns Vals. En, það er ekki eini titilinn sem að hann virðist vera að missa í hendur Danans því Pedersen er nú, þegar að tveimur umferðum er ólokið, búinn að koma að fleiri mörkum með beinum hætti (mark eða stoðsending) heldur en Hilmar Árni. Hilmar Árni hefur kólnað mikið í markaskorun undanfarnar vikur en er engu að síður búinn að skora fimmtán mörk. Hann stefndi hraðbyri að markametinu í júlí en nú virðist ólíklegt að hann nái 19 mörkum.Hilmar Árni Halldórsson er hættur að skora.vísir/daníelPatrick Pedersen komst upp fyrir Hilmar Árna í síðasta leik með þrennu á móti ÍBV og er búinn að skora 16 mörk. Hann vantar þrjú mörk í metið og fær útileik gegn FH og ansi girnilegan heimaleik gegn löngu föllnu liði Keflavíkur í lokaumferðinni til þess að jafna eða bæta markametið. Hilmar Árni er búinn að gefa fimm stoðsendingar til viðbótar við mörkin fimmtán og hefur því komið með beinum hætti að 20 mörkum Stjörnunnar. Hann var þremur mörkum plús stoðsendingum á undan Patrick Pedersen á þeim lista fyrir síðustu umferð en Hilmar hvorki skoraði né lagði upp í leik Stjörnunnar gegn KA í gærkvöldi. Patrick Pedersen skoraði ekki bara þrjú mörk á móti ÍBV heldur lagði hann upp eitt fyrir Kristinn Frey Sigurðsson. Hann kom því að fjórum mörkum Vals með beinum hætti og fór úr 17 mörkum plús stoðsendingum í 21 og er kominn upp fyrir Hilmar Árna. Enginn ógnar þeim tveimur en Pálmi Rafn Pálmason, KR, er þriðji á listanum með ellefu mörk og fjórar stoðsendingar en ValsmaðurinnKristinn Freyr Sigurðsson er fjórði fjórtán sköpuð mörk (7 mörk + 7 stoðsendingar). Pedersen og Hilmar Árni munu því berjast um markakóngstitilinn og á listanum yfir sköpuð mörk í lokaumferðunum tveimur. Stjarnan á eftir útileik gegn ÍBV á sunnudaginn og svo heimaleik í lokaumferðinni á móti FH.Mörk + stoðsendingar í Pepsi-deildinni 2018: Patrick Pedersen, Val - 21 (16+5) Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni - 20 (15+5) Pálmi Rafn Pálmason, KR - 15 (11+4) Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 14 (7+7)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti