Forstjóri CIA heyrði upptöku af morðinu á Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 10:34 Upptakan sem Haspel á að hafa fengið að heyra er sögð varpa ljósi á hvernig Khashoggi var pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sáda. Vísir/EPA Tyrknesk yfirvöld leyfðu Ginu Haspel, forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA, að heyra hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi þegar hún heimsótti Tyrkland í vikunni. Haspel hélt til Tyrklands á mánudag til að afla upplýsinga um morðið á Khashoggi. Hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir rúmum þremur vikum. Sádar hafa orðið margsaga um hvernig dauða Khashoggi bar að. Tyrknesk yfirvöld hafa hins vegar sagst hafa sannanir fyrir því að teymi fimmtán manna sem sent var frá Sádi-Arabíu hafi myrt hann á hrottalegan hátt á ræðisskrifstofunni. Á meðal þeirra sannana er hljóðupptaka sem sögð er varpa ljósi á hvernig Sádarnir hafi pyntað og myrt blaðamanninn. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, sagði á þriðjudag að morðið hefði verið að yfirlögðu ráði. Sádar hafa haldið því fram að morðingjarnir hafi ekki verið í umboði stjórnvalda.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Haspel hafi fengið að heyra hljóðupptökuna í heimsókninni til Tyrklands. Hvorki fulltrúar CIA né tyrknesku leyniþjónustunnar vildu tjá sig um það. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, segir að Tyrkir hafi ekki í hyggju að fara með málið fyrir alþjóðadómstóla. Þeir muni hins vegar deila upplýsingum ef alþjóðleg rannsókn yrði sett af stað. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59 Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld leyfðu Ginu Haspel, forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA, að heyra hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi þegar hún heimsótti Tyrkland í vikunni. Haspel hélt til Tyrklands á mánudag til að afla upplýsinga um morðið á Khashoggi. Hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir rúmum þremur vikum. Sádar hafa orðið margsaga um hvernig dauða Khashoggi bar að. Tyrknesk yfirvöld hafa hins vegar sagst hafa sannanir fyrir því að teymi fimmtán manna sem sent var frá Sádi-Arabíu hafi myrt hann á hrottalegan hátt á ræðisskrifstofunni. Á meðal þeirra sannana er hljóðupptaka sem sögð er varpa ljósi á hvernig Sádarnir hafi pyntað og myrt blaðamanninn. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, sagði á þriðjudag að morðið hefði verið að yfirlögðu ráði. Sádar hafa haldið því fram að morðingjarnir hafi ekki verið í umboði stjórnvalda.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Haspel hafi fengið að heyra hljóðupptökuna í heimsókninni til Tyrklands. Hvorki fulltrúar CIA né tyrknesku leyniþjónustunnar vildu tjá sig um það. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, segir að Tyrkir hafi ekki í hyggju að fara með málið fyrir alþjóðadómstóla. Þeir muni hins vegar deila upplýsingum ef alþjóðleg rannsókn yrði sett af stað.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59 Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59
Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51
Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00