La Liga á Spáni: Man. City og PSG eiga skilið refsingu fyrir svindlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 08:00 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. Vísir/Getty Fréttir þýska blaðsins Der Spiegel af meintum brotum Manchester City og Paris Saint Germain á rekstrarreglum UEFA hefur kallað á viðbrögð frá forráðamönnum La Liga á Spáni. Þýska tímaritið Der Spiegel hefur haldið áfram að birta fréttir um möguleg fjármálabrot enska og franska félagsins á rekstrarreglum UEFA fyrir knattspyrnufélög en bæði eru þau í eigu ríkra eiganda frá Mið-Austurlöndum. Áður hafði blaðið sagt frá því að eigendur Manchester City og Paris Saint Germain hafi borgað veglega með styrktarsamningum til félagsins til að láta líta svo út að félagið væri að afla meiri tekna. Nýjustu ásakanir þýska blaðsins snúa að greiðslu City til leikmanna í tengslum við ímyndarétt leikmanna. Leikmennirnir fengu borgað fyrir hann í gegnum skúffufyrirtæki og peningarnir komu því aldrei fram á reikningum tengdum Manchester City. Allt þetta hjálpaði Manchester City og Paris Saint Germain að eyða miklu meira í leikmenn en önnur félög. Peningar eigendanna hjálpuðu vissulega til en með þessu töldu þeir sig komast hjá því að brjóta rekstrarreglurnar. Reglur evrópska knattspyrnusambandsins um háttvísi í rekstri segja svo til um að félögin megi ekki eyða meiri peningum í leikmannakaup en þau afla sér. Manchester City hit by more allegations over Uefa’s financial fair play rules https://t.co/mPbwRcT1ce By @seaningle — Guardian sport (@guardian_sport) November 6, 2018Forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, La Liga, hóta því nú að senda inn formlega kvörtun til evrópska knattspyrnusambandsins þar sem þeir kalla eftir því að Manchester City og Paris Saint Germain verði refsað fyrir meint svindl. Joris Evers, talsmaður La Liga á Spáni, segist í samtali við BBC vonast eftir því að UEFA taki á brotum félaganna og fylgi eftir sínum reglum en viðurkennir jafnfram að hann hafi þó ekki fulla trú á því.La Liga says Manchester City and Paris St-Germain "are cheating and should be sanctioned". Full storyhttps://t.co/0bZi8lquTr#MCFCpic.twitter.com/4Vsg7KRt4n — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2018 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Fréttir þýska blaðsins Der Spiegel af meintum brotum Manchester City og Paris Saint Germain á rekstrarreglum UEFA hefur kallað á viðbrögð frá forráðamönnum La Liga á Spáni. Þýska tímaritið Der Spiegel hefur haldið áfram að birta fréttir um möguleg fjármálabrot enska og franska félagsins á rekstrarreglum UEFA fyrir knattspyrnufélög en bæði eru þau í eigu ríkra eiganda frá Mið-Austurlöndum. Áður hafði blaðið sagt frá því að eigendur Manchester City og Paris Saint Germain hafi borgað veglega með styrktarsamningum til félagsins til að láta líta svo út að félagið væri að afla meiri tekna. Nýjustu ásakanir þýska blaðsins snúa að greiðslu City til leikmanna í tengslum við ímyndarétt leikmanna. Leikmennirnir fengu borgað fyrir hann í gegnum skúffufyrirtæki og peningarnir komu því aldrei fram á reikningum tengdum Manchester City. Allt þetta hjálpaði Manchester City og Paris Saint Germain að eyða miklu meira í leikmenn en önnur félög. Peningar eigendanna hjálpuðu vissulega til en með þessu töldu þeir sig komast hjá því að brjóta rekstrarreglurnar. Reglur evrópska knattspyrnusambandsins um háttvísi í rekstri segja svo til um að félögin megi ekki eyða meiri peningum í leikmannakaup en þau afla sér. Manchester City hit by more allegations over Uefa’s financial fair play rules https://t.co/mPbwRcT1ce By @seaningle — Guardian sport (@guardian_sport) November 6, 2018Forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, La Liga, hóta því nú að senda inn formlega kvörtun til evrópska knattspyrnusambandsins þar sem þeir kalla eftir því að Manchester City og Paris Saint Germain verði refsað fyrir meint svindl. Joris Evers, talsmaður La Liga á Spáni, segist í samtali við BBC vonast eftir því að UEFA taki á brotum félaganna og fylgi eftir sínum reglum en viðurkennir jafnfram að hann hafi þó ekki fulla trú á því.La Liga says Manchester City and Paris St-Germain "are cheating and should be sanctioned". Full storyhttps://t.co/0bZi8lquTr#MCFCpic.twitter.com/4Vsg7KRt4n — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2018
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira