Veiðimenn lugu um skotbardaga við „ólöglega innflytjendur“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2017 14:00 Lögregluyfirvöld á svæðinu voru full efasemda um sögu fólksins, en um 30 lögregluþjónar og leitarmenn voru sendir til að fara yfir svæðið. Vísir/GEtty Veiði- og leiðsögumennirnir Walker Daugherty og Michael Bryant voru að leiða hóp veiðimanna í Texas í janúar um átta kílómetra frá landamærum Mexíkó, þegar hópur ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó hóf skothríð á þá um miðja nótt. Markmið fólksins var að ræna húsbíl sem veiðihópurinn notaðist við. Þegar öllu var aflokið hafði Daugherty fengið skot í magann og skjólstæðingur þeirra, Edwin Roberts, særðist á hendinni. Þetta var frásögn veiðimannanna eftir að þeir voru fluttir á sjúkrahús. Seinna meir sögðu þeir vinum og fjölskyldu að innflytjendurnir ólöglegu hefðu ætlað sér að myrða alla í veiðibúðunum.Hópfjáröflun var sett af stað þar sem fólk gat hjálpað Daughtry að borga læknakostnað sinn. Tæplega þrjú hundruð þúsund krónur söfnuðust. Staðreyndin er hins vegar sú að Daugherty skaut skjólstæðing sinn og Bryant skaut Doherty. Þeir reyndu svo að hylma yfir sannleikann með þessari lygilegu sögu. Þeir hafa nú verið ákærðir vegna málsins.Lögreglan efaðist strax en sagan fór víða Lögregluyfirvöld á svæðinu voru full efasemda um sögu fólksins, en um 30 lögregluþjónar og leitarmenn voru sendir til að fara yfir svæðið. Einnig var notast við þyrlu með hitamyndavél. Engin ummerki um ferðir annarra en þeirra sem voru í veiðihópnum fundust og engin skothylki fundust heldur, samkvæmt frétt Washington Post. Þrátt fyrir að það tók lögregluna einungis nokkra daga að lýsa því yfir að engar vísbendingar höfðu fundist um að saga þeirra væri sönn, hafði henni verið dreift víða á samfélagsmiðlum. Þar hafði sagan einnig tekið nokkrum breytingum og var meðal annars sagt að „innflytjendurnir“ hefðu umkringt veiðihópinn og skotið á fólkið úr öllum áttum. Sid Miller, háttsettur embættismaður í Texas, deildi sögunni á Facebook og sagði hina meintu árás til marks um nauðsyn þess að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, eins og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gera. Færslunni var deilt minnst 6.500 sinnum áður en Miller eyddi henni. Donald Trump Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Veiði- og leiðsögumennirnir Walker Daugherty og Michael Bryant voru að leiða hóp veiðimanna í Texas í janúar um átta kílómetra frá landamærum Mexíkó, þegar hópur ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó hóf skothríð á þá um miðja nótt. Markmið fólksins var að ræna húsbíl sem veiðihópurinn notaðist við. Þegar öllu var aflokið hafði Daugherty fengið skot í magann og skjólstæðingur þeirra, Edwin Roberts, særðist á hendinni. Þetta var frásögn veiðimannanna eftir að þeir voru fluttir á sjúkrahús. Seinna meir sögðu þeir vinum og fjölskyldu að innflytjendurnir ólöglegu hefðu ætlað sér að myrða alla í veiðibúðunum.Hópfjáröflun var sett af stað þar sem fólk gat hjálpað Daughtry að borga læknakostnað sinn. Tæplega þrjú hundruð þúsund krónur söfnuðust. Staðreyndin er hins vegar sú að Daugherty skaut skjólstæðing sinn og Bryant skaut Doherty. Þeir reyndu svo að hylma yfir sannleikann með þessari lygilegu sögu. Þeir hafa nú verið ákærðir vegna málsins.Lögreglan efaðist strax en sagan fór víða Lögregluyfirvöld á svæðinu voru full efasemda um sögu fólksins, en um 30 lögregluþjónar og leitarmenn voru sendir til að fara yfir svæðið. Einnig var notast við þyrlu með hitamyndavél. Engin ummerki um ferðir annarra en þeirra sem voru í veiðihópnum fundust og engin skothylki fundust heldur, samkvæmt frétt Washington Post. Þrátt fyrir að það tók lögregluna einungis nokkra daga að lýsa því yfir að engar vísbendingar höfðu fundist um að saga þeirra væri sönn, hafði henni verið dreift víða á samfélagsmiðlum. Þar hafði sagan einnig tekið nokkrum breytingum og var meðal annars sagt að „innflytjendurnir“ hefðu umkringt veiðihópinn og skotið á fólkið úr öllum áttum. Sid Miller, háttsettur embættismaður í Texas, deildi sögunni á Facebook og sagði hina meintu árás til marks um nauðsyn þess að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, eins og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gera. Færslunni var deilt minnst 6.500 sinnum áður en Miller eyddi henni.
Donald Trump Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira