Hvað gera meistararnir án Ranieri?
Leicester leikur í kvöld sinn fyrsta leik eftir að Ítalinn geðþekki var rekinn er liðið tekur á móti Liverpool á heimavelli sínum klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport.
Leicester er sem stendur í fallsæti með 21 stig, einu stigi á eftir Middlebrough og Crystal Palace. Liðið má því ekki við tapi í kvöld.
Sjá einnig: Kónginum hent á dyr
Ranieri tókst hið ómögulega þegar hann gerði Leicester að Englandsmeisturum síðastliðið vor en það er talið eitt mesta afrek íþróttasögunnar.
En nú verður það Craig Shakespeare, aðstoðarþjálfari Ranieri, sem stýrir liðinu, tímabundið að minnsta kosti.
Hér fyrir ofan má sjá upphitun fyrir leik kvöldsins.
Tengdar fréttir

Lineker: Þetta er ófyrirgefanlegt hjá Leicester
Það eru margir reiðir út í Leicester City fyrir að hafa rekið stjórann Claudio Ranieri frá félaginu í gær.

Vardy segist ekki hafa kallað eftir brottrekstri Ranieri
Jamie Vardy segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann hafi verið meðal leikmanna sem óskuðu eftir því að Claudio Ranieri yrði rekinn sem stjóri Leicester City en hann sendi fyrrum stjóra sínum kveðju á Instagram-síðu sinni í dag.

Koss dauðans stóð undir nafni
Claudio Ranieri er ekki lengur knattspyrnustjóri því hann var eins og flestir vita rekinn í gærkvöldi aðeins níu mánuðum eftir að hann gerði Leicester City að enskum meisturum.

Engin rómantík í Souness: Leicester hefði fallið með Ranieri
Graeme Souness skilur vel að stjórn Leicester lét Claudio Ranieri fara en kennir leikmönnum liðsins um örlög Ítalans vinsæla.

Mourinho sendi Ranieri stuðningskveðju á Instagram
Þeir eru margir sem syrgja örlög Ítalans Claudio Ranieri hjá Leicester City og einn þeirra er Jose Mourinho, stjóri Man. Utd.