Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2017 19:30 Vladimir Putin og Donald Trump á leiðtogafundinum í Hamborg. Vísir/afp Öll aðildarríki G-20-samstarfsins nema Bandaríkin skrifa undir yfirlýsingu eftir leiðtogafund í Hamborg um að unnið skuli eftir Parísar-sáttmálanum í loftlagsmálum og ekki sé hægt að snúa til baka með hann. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa verið sáttan við svör hans varðandi afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Töluverð eyðilegging blasti við víða í Hamborg í morgun eftir róstur sumra mótmælenda sem gengu berserksgang, kveiktu í bílum og ollu skemmdum á verslunum og öðru sem á vegi þeirra varð. En mótmælin náðu ekki að trufla leiðtogafund 19 helstu iðnríkja og Evrópusambandsins sem lauk í dag. Þar var mikil áhersla lögð á samstöðu í loftlagsmálum og lögðust margir leiðtoganna á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum parísarsáttmálans í loftlagsmálum. Þeirra á meðal var Theresa May forsætisráðherra Bretlands, en eftir fund hennar með forsetanum sagði Trump öflugan viðskiptasaming vera í burðarliðnum milli ríkjanna. „Eins og leiðtogar annarra ríkja hér á fundinum er ég mjög undrandi á ákvörðun Bandaríkjamanna að draga sig út úr parísarsáttmálanum. Ég hvatti forsetann eindregið til að gerast aðili að honum á ný,” sagði May í lok leiðtogafundarins í dag. Bretar stæðu styddu parísarsáttmálann heilshugar. „Sáttmálinn verndar ekki einungis umhverfið fyrir komandi kynslóðir heldur mun hann halda verðlagi á orku viðráðanlegu og viðhalda öruggri og traustri afhendingu orku til fyrirtækja og heimila,“ segir May. Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að þar sem ekki hafi náðst samstaða annarra ríkja og Bandaríkjanna séu sjónarmið Bandaríkjanna færð til bókar í yfirlýsingu fundarins. „Ég er mjög ánægð með að aðrir leiðtogar og ríkisstjórnir hér á G20 fundinum eru einhuga um að ekki sé hægt að hverfa frá Parísarsáttmálanum í loftslagsmálum. Að við verðum að innleiða þær skyldur sem við tókum á okkur með sáttmálanum eins hratt og hægt er. Við erum einnig sammála um aðgerðaráætlun í loftlags- og orkumálum, sem kennd verður við Hamborg,“ sagði Merkel. Rússar standa heilir að baki Parísarsamkomulaginu. En Vladimir Putin sagði einnig á fréttamannafundi í dag að Rússar hefðu ekki haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. „Trump spurði út í þetta og var mjög áhugasamur um tiltekin smáatriði. Ég gaf eins nákvæm svör og mér var unnt. Ég greindi honum frá samskipti mín við síðustu ríkisstjórn Bandaríkjanna, þar með talið við Barack Obama forseta. Ég tel mig ekki hafa rétt til að greina frá samtölum mínum við Obama í smáatriðum. Það er ekki viðtekið í hinum pólitíska heimi. Þá finnst mér ekki siðferðilega rétt að ég greini í smáatriðum frá innihaldi samtala okkar Trump forseta. Hann spurði mig, ég svaraði. Hann bað um útskýringar, ég skýrði út. Mér sýnist hann hafa verið sáttur við þau svör,“ sagði Vladimir Putin í hamborg í dag. Tengdar fréttir Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23 Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Theresa May sér ekki eftir neinu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist ekki sjá eftir því að hafa boðað til kosninga. Þetta segir hún þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga í Bretlandi leiddu í ljós minni stuðning við Íhaldsflokkinn. Þá sýna kannanir að 60% kjósenda séu neikvæðari í garð Theresu May eftir kosningarnar heldur en fyrir. 8. júlí 2017 16:55 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Öll aðildarríki G-20-samstarfsins nema Bandaríkin skrifa undir yfirlýsingu eftir leiðtogafund í Hamborg um að unnið skuli eftir Parísar-sáttmálanum í loftlagsmálum og ekki sé hægt að snúa til baka með hann. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa verið sáttan við svör hans varðandi afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Töluverð eyðilegging blasti við víða í Hamborg í morgun eftir róstur sumra mótmælenda sem gengu berserksgang, kveiktu í bílum og ollu skemmdum á verslunum og öðru sem á vegi þeirra varð. En mótmælin náðu ekki að trufla leiðtogafund 19 helstu iðnríkja og Evrópusambandsins sem lauk í dag. Þar var mikil áhersla lögð á samstöðu í loftlagsmálum og lögðust margir leiðtoganna á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum parísarsáttmálans í loftlagsmálum. Þeirra á meðal var Theresa May forsætisráðherra Bretlands, en eftir fund hennar með forsetanum sagði Trump öflugan viðskiptasaming vera í burðarliðnum milli ríkjanna. „Eins og leiðtogar annarra ríkja hér á fundinum er ég mjög undrandi á ákvörðun Bandaríkjamanna að draga sig út úr parísarsáttmálanum. Ég hvatti forsetann eindregið til að gerast aðili að honum á ný,” sagði May í lok leiðtogafundarins í dag. Bretar stæðu styddu parísarsáttmálann heilshugar. „Sáttmálinn verndar ekki einungis umhverfið fyrir komandi kynslóðir heldur mun hann halda verðlagi á orku viðráðanlegu og viðhalda öruggri og traustri afhendingu orku til fyrirtækja og heimila,“ segir May. Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að þar sem ekki hafi náðst samstaða annarra ríkja og Bandaríkjanna séu sjónarmið Bandaríkjanna færð til bókar í yfirlýsingu fundarins. „Ég er mjög ánægð með að aðrir leiðtogar og ríkisstjórnir hér á G20 fundinum eru einhuga um að ekki sé hægt að hverfa frá Parísarsáttmálanum í loftslagsmálum. Að við verðum að innleiða þær skyldur sem við tókum á okkur með sáttmálanum eins hratt og hægt er. Við erum einnig sammála um aðgerðaráætlun í loftlags- og orkumálum, sem kennd verður við Hamborg,“ sagði Merkel. Rússar standa heilir að baki Parísarsamkomulaginu. En Vladimir Putin sagði einnig á fréttamannafundi í dag að Rússar hefðu ekki haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. „Trump spurði út í þetta og var mjög áhugasamur um tiltekin smáatriði. Ég gaf eins nákvæm svör og mér var unnt. Ég greindi honum frá samskipti mín við síðustu ríkisstjórn Bandaríkjanna, þar með talið við Barack Obama forseta. Ég tel mig ekki hafa rétt til að greina frá samtölum mínum við Obama í smáatriðum. Það er ekki viðtekið í hinum pólitíska heimi. Þá finnst mér ekki siðferðilega rétt að ég greini í smáatriðum frá innihaldi samtala okkar Trump forseta. Hann spurði mig, ég svaraði. Hann bað um útskýringar, ég skýrði út. Mér sýnist hann hafa verið sáttur við þau svör,“ sagði Vladimir Putin í hamborg í dag.
Tengdar fréttir Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23 Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Theresa May sér ekki eftir neinu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist ekki sjá eftir því að hafa boðað til kosninga. Þetta segir hún þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga í Bretlandi leiddu í ljós minni stuðning við Íhaldsflokkinn. Þá sýna kannanir að 60% kjósenda séu neikvæðari í garð Theresu May eftir kosningarnar heldur en fyrir. 8. júlí 2017 16:55 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23
Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21
Theresa May sér ekki eftir neinu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist ekki sjá eftir því að hafa boðað til kosninga. Þetta segir hún þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga í Bretlandi leiddu í ljós minni stuðning við Íhaldsflokkinn. Þá sýna kannanir að 60% kjósenda séu neikvæðari í garð Theresu May eftir kosningarnar heldur en fyrir. 8. júlí 2017 16:55
Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49