Dóminíka vönkuð og einangruð frá umheiminum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2017 06:03 Þúsundir trjáa á víð og dreif tóku á móti íbúum höfuðborgarinnar Roseau þegar þeir hættu sér loks út í morgun. Vísir/Getty Yfirvöld á Dóminíku segja eyjuna „vankaða“ eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir. Tjónið sé mikið; hundruð bygginga ónothæfar, rafmagnslaust sé á nánast allri eyjunni, ekkert rennandi vatn og þá sé símasamband nær algjörlega horfið. Hið minnsta sjö fórust á Dóminíku en gert er ráð fyrir því að fleiri munu finnast látnir þegar björgunarsveitum tekst að komast að einangraðari byggðum eyjunnar. Dóminíka er syðsta eyjan í Hléborðseyjaklasanum í Karíbahafi og sú fyrsta til að verða fyrir barðinu á Maríu sem var fimmta stigs fellibylur þegar hún gekk þar yfir. Hún gengur nú yfir Púertó Ríkó sem fjórða stigs fellibylur, sá fyrsti sem gengur þar á land síðan 1932.Aðstoðarmaður forsætisráðherrans Roosevelt Skerrit, sem lýsti því hvernig María reif þakið af húsi hans á mánudag, sagði Dóminíku vera nær algjörlega einangraða frá umheiminum. Samskiptainnviðir séu algjörlega lamaðir og standi eyjaskeggjum fá úrræði til boða vilji þeir lýsa aðstæðum á Dóminíku.Sjá einnig: Reif þakið af húsi forsætisráðherransAðstoðarmaðurinn segir að forsætisráðherranum heilsist vel eftir raunir mánudagsins. „Það er í lagi með hann og fjölskyldu hans - hið sama er ekki hægt að segja um Dóminíku,“ segir í yfirlýsingu. Stopull fréttaflutningur frá eyjunni greinir frá „gjöreyðileggingu“ heilu hverfanna þar sem hús, vegir og uppskera eru sögð ónothæf með öllu. „Í stuttu máli; eyjan eru rústir einar.“ Hópur á vegum CNN, sem flaug yfir eyjuna í morgun, segja að ekkert tré á Dóminíku sé óhreyft. „Þúsundir trjáa eru sem tannstönglar á víð og dreif og allur gróður virðist hafa verið rifinn upp með rótum. Regnskógarnir virðast hafa gufað upp.“ Erfitt sé að finna hús á eyjunni sem ekki er stórskaddað eftir Maríu. Flugvellir og hafnir Dóminíku eru enn lokaðar. Vonast er til að hægt verði að opna hið minnsta eina lendingarbraut svo hægt verði að flyja hjálpargögn til eyjunnar. Dóminíka Tengdar fréttir María reif þakið af húsi forsætisráðherrans Íbúar Dóminíku erum búnir að tapa öllu sem peningar geta keypt að sögn forsætisráðherrans. 19. september 2017 07:02 "Þegar við getum komist út á ný þá munum við sjá eyjuna okkar gjöreyðilagða“ Fellibylurinn María gengur nú yfir eyjuna Púertó Ríkó en allir íbúar eyjunnar, um þrjár og hálf milljón manna, eru nú án rafmagns. 20. september 2017 23:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Yfirvöld á Dóminíku segja eyjuna „vankaða“ eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir. Tjónið sé mikið; hundruð bygginga ónothæfar, rafmagnslaust sé á nánast allri eyjunni, ekkert rennandi vatn og þá sé símasamband nær algjörlega horfið. Hið minnsta sjö fórust á Dóminíku en gert er ráð fyrir því að fleiri munu finnast látnir þegar björgunarsveitum tekst að komast að einangraðari byggðum eyjunnar. Dóminíka er syðsta eyjan í Hléborðseyjaklasanum í Karíbahafi og sú fyrsta til að verða fyrir barðinu á Maríu sem var fimmta stigs fellibylur þegar hún gekk þar yfir. Hún gengur nú yfir Púertó Ríkó sem fjórða stigs fellibylur, sá fyrsti sem gengur þar á land síðan 1932.Aðstoðarmaður forsætisráðherrans Roosevelt Skerrit, sem lýsti því hvernig María reif þakið af húsi hans á mánudag, sagði Dóminíku vera nær algjörlega einangraða frá umheiminum. Samskiptainnviðir séu algjörlega lamaðir og standi eyjaskeggjum fá úrræði til boða vilji þeir lýsa aðstæðum á Dóminíku.Sjá einnig: Reif þakið af húsi forsætisráðherransAðstoðarmaðurinn segir að forsætisráðherranum heilsist vel eftir raunir mánudagsins. „Það er í lagi með hann og fjölskyldu hans - hið sama er ekki hægt að segja um Dóminíku,“ segir í yfirlýsingu. Stopull fréttaflutningur frá eyjunni greinir frá „gjöreyðileggingu“ heilu hverfanna þar sem hús, vegir og uppskera eru sögð ónothæf með öllu. „Í stuttu máli; eyjan eru rústir einar.“ Hópur á vegum CNN, sem flaug yfir eyjuna í morgun, segja að ekkert tré á Dóminíku sé óhreyft. „Þúsundir trjáa eru sem tannstönglar á víð og dreif og allur gróður virðist hafa verið rifinn upp með rótum. Regnskógarnir virðast hafa gufað upp.“ Erfitt sé að finna hús á eyjunni sem ekki er stórskaddað eftir Maríu. Flugvellir og hafnir Dóminíku eru enn lokaðar. Vonast er til að hægt verði að opna hið minnsta eina lendingarbraut svo hægt verði að flyja hjálpargögn til eyjunnar.
Dóminíka Tengdar fréttir María reif þakið af húsi forsætisráðherrans Íbúar Dóminíku erum búnir að tapa öllu sem peningar geta keypt að sögn forsætisráðherrans. 19. september 2017 07:02 "Þegar við getum komist út á ný þá munum við sjá eyjuna okkar gjöreyðilagða“ Fellibylurinn María gengur nú yfir eyjuna Púertó Ríkó en allir íbúar eyjunnar, um þrjár og hálf milljón manna, eru nú án rafmagns. 20. september 2017 23:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
María reif þakið af húsi forsætisráðherrans Íbúar Dóminíku erum búnir að tapa öllu sem peningar geta keypt að sögn forsætisráðherrans. 19. september 2017 07:02
"Þegar við getum komist út á ný þá munum við sjá eyjuna okkar gjöreyðilagða“ Fellibylurinn María gengur nú yfir eyjuna Púertó Ríkó en allir íbúar eyjunnar, um þrjár og hálf milljón manna, eru nú án rafmagns. 20. september 2017 23:30