Haukar endurheimtu 5. sætið í Inkasso-deildinni með 1-2 sigri á ÍR í Mjóddinni í kvöld.
Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Mjóddinni í kvöld og tók myndirnar hér að neðan.
Haukar hafa verið á góðri siglingu að undanförnu og unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og gert eitt jafntefli.
ÍR hefur aftur á móti tapað fjórum leikjum í röð. Breiðhyltingar eru í 10. sæti deildarinnar með 11 stig, þremur stigum frá fallsæti.
Sergine Modou Fall kom ÍR yfir á 18. mínútu í leiknum í kvöld en Aron Jóhannsson jafnaði metin eftir hálftíma.
Staðan var 1-1 í hálfleik og allt þar til sex mínútur voru til leiksloka. Þá skoraði Alexander Helgason sigurmark gestanna úr Hafnarfirði. Lokatölur 1-2, Haukum í vil.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Haukar endurheimtu 5. sætið | Myndir
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






„Þjáning í marga daga“
Handbolti



Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti