Seinasti dagur Díönu prinsessu: Svítan á Ritz, demantshringur og vægðarlausir ljósmyndarar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 12:45 Díana í bíl umkringd ljósmyndurum en hún var mest myndaða kona heims þegar hún lést. vísir/getty Tuttugu ár eru liðin frá því að Díana prinsessa lést í bílslysi í París aðfaranótt 31. ágúst 1997 ásamt ástmanni sínum, Dodi Fayed. Andlát hennar hreyfði við milljónum manna um allan heim enda var hún ein þekktasta kona veraldar þegar hún lést, aðeins 36 ára gömul. Fimmtán árum áður hafði hún gifst Karli Bretaprins og eignuðust þau tvo syni, þá William (f. 1982) og Harry (f. 1984). Díana og Karl skildu svo að borði og sæng árið 1992 og gekk skilnaðurinn í gegn fjórum árum síðar. Díana og Dodi voru í fríi þegar hið örlagaríka slys varð og byrjaði dagurinn á snekkju ástmannsins með smjördeigshornum og sultum. Díana hafði kynnst Dodi aðeins sex vikum fyrr en þennan morgun, þann 30. ágúst, voru þau stödd á snekkjunni undan ströndum ítölsku eyjarinnar Sardiníu. Díana fékk sér kaffi með mjólk en Dodi tók það svart. „Þau voru í góðu skapi, alltaf hlæjandi og héldust í hendur,“ sagði yfirþjónn Dodi síðar.Haf ljósmyndara tók á móti þeim á flugvellinum í París Þau flugu síðan frá Olbia á Sardiníu og til Parísar þar sem þau lentu í hádeginu en með í för voru lífverðir Dodi, þeir Kes Wingfield og Trevor Rees-Jones. Samband þeirra Díönu og Dodi vakti strax mikla athygli og var því lýst bæði sem ástríðufullu og spennandi en líka sem skandal. Dodi, sonur eiganda Mohamad Al-Fayed, eiganda lúxusvöruverslnarinnar Harrods, var ríkur glaumgosi. Díana, sem hafði skilið við Karl vegna framhjáhalds hans með Camillu Parker-Bowles, var svo móðir verðandi Bretakóngs og mest myndaða kona heims. Nánir vinir Díönu hafa sagt að hún hafi ekki verið neitt sérstaklega spennt fyrir því að fara til Parísar heldur vildi hún fara heim og hitta syni sína. Dodi hafi hins vegar verið mjög ákveðinn í því að hann vildi enda sumarfríið í þessari rómantísku borg en þegar þau lentu á flugvellinum mætti þeim haf ljósmyndara sem eltu þau á mótorhjólum á leið inn í borgina.Díana og Karl kyssast á brúðkaupsdaginn sinn í ágúst 1997.vísir/gettyÖskraði á bílstjórann að hægja ferðina Díana var í uppnámi í þessari bílferð þar sem bílstjórinn ók á ógnarhraða til að reyna að losna undan ljósmyndurunum sem eltu þau á röndum. Hún öskraði á hann að hægja ferðina þar sem hún var hrædd um að hann myndi keyra á einn af ljósmyndurunm. Á endanum náði bílstjórinn að hrista þá af sér. Richard Kay, náinn vinur Díönu og sá blaðamaður Daily Mail sem fjallaði um konungsfjölskylduna, sagði síðar að Díana hafi vitað að þessi laugardagur, 30. ágúst 1997, yrði upphafi að miklum breytingum. Fyrir þremur árum skrifaði hann í Daily Mail á þá leið að Díana hefði hringt í hann þennan dag og sagt honum að hún ætlaði að gjörbreyta lífi sínu. „Hún ætlaði að ljúka skyldustörfum sínum fyrir hin ýmsu góðgerðarfélög og í nóvember ætlaði hún síðan að draga sig algjörlega í hlé,“ skrifaði Kay. Díana hafði ekki sagt honum hvers vegna hún hefði þessi áform en Kay taldi sig vita það: „Þau voru, eins klisjukennt og það hljómar, ótrúlega hamingjusöm. Ég get ekki sagt fyrir víst að þau hefðu gift sig en ég taldi það þó líklegt.“Dodi Fayed, ástmaður Díönu, lést einnig í bílslysinu í París.vísir/gettyVildi biðja Díönu um kvöldið Undanfarin tuttugu ár, eða allt frá því að Díana dó, hafa verið sagðar ótal útgáfur af ástarsögu hennar og Dodi. Fjölskylda hennar og vinir hafa sagt að þau hafi ekki verið ástfangin á meðan aðstandendur hans hafa haldið því gagnstæða fram. Þá hélt Kay því fram í grein sem hann skrifaði í Daily Mail í liðinni viku að Díana hafi ætlað að hætta með Dodi. Vísaði Kay í einkaritara hennar en hver svo sem staðan var í sambandinu þá ætlaði Dodi að biðja Díönu í París. Hafði hann keypt handa henni demantshring sem beið í frönsku höfuðborginni. Vildi hann biðja hennar á laugardagskvöldið. Díana og Dodi komu á Ritz-hótelið í París seint í eftirmiðdaginn. Hún fór á hárgreiðslustofuna á hótelinu í greiðslu og hann fór til skartgripasalans. Þau hvíldu sig síðan í svítu hótelsins áður en þau fóru í íbúð Dodi til að gera sig klár fyrir kvöldmat. Díana talaði í síma við strákana sína tvo sem voru í Skotlandi með föður sínum og ömmu, Elísabetu Bretadrottningu. Parið fór úr íbúð Dodi um klukkan sjö um kvöldið og voru elt af ljósmyndurum. Dodi var öskuillur vegna þess og kvöldverðurinn misheppnaðist í raun algjörlega.Blóm og myndir við Place de l'Alma í París.vísir/getty„Um leið og bíllinn þeirra fór af stað þá höguðu ljósmyndararnir sér eins og algjörir djöflar“ Fyrsti veitingastaðurinn sem þau fóru á var lítill og notalegur og ekki langt frá miðborg Parísar. Ljósmyndarar streymdu fljótt að staðnum eftir að það spurðist út að Díana og Dodi væru þar. Þau ákváðu því að fara í sitthvoru lagi aftur á Ritz-hótelið þar sem þau komu sér fyrir í matsalnum í von um að verða látin í friði. Díana pantaði sér grænmetis-tempura og Dodi grillaðan silung en þau voru ekki búin að vera lengi inni á staðnum þegar aðrir gestir á staðnum fóru að gefa þeim óþægilega mikinn gaum. Þau fengu því matinn upp á herbergi á hótelinu en fóru svo skömmu síðar í íbúð Dodi. Rétt fyrir klukkan tíu um kvöldið ætluðu þau síðan á veitingastaðinn Chez Benoit en ljósmyndararnir gáfust ekki upp og höfðu safnast saman fyrir utan íbúðina. „Um leið og bíllinn þeirra fór af stað þá höguðu ljósmyndararnir sér eins og algjörir djöflar. Þeir stukku á hjólin sín og gáfu allt í og reyndu hvað þeir gátu að halda í við bílinn. Þeir hefðu getað keyrt niður gangandi vegfarendur,“ sagði lífvörðurinn Kes Wingfield þegar hann rifjaði upp þessa bílferð. Dodi hætti við að fara á veitingastaðinn vegna ágangs ljósmyndaranna og vildi fara aftur á Ritz-hótelið. Parið fór því þangað.Forsíður bresku blaðanna þann 31. ágúst 1997.vísir/gettyFullur bílstjóri og ofsaakstur Þau fengu sér kvöldmat í svítunni en um miðnætti sást Dodi á myndavélunum fara þaðan til að tala við lífverði sína. Hann sagði þeim að hann hefði áætlun varðandi það hvernig hann og Díana kæmust óséð frá hótelinu og í íbúðina hans. Áætlunin fólst í því að hann og Díana myndu fara út um aftari inngang hótelsins þar sem aukabíll myndi bíða eftir þeim. Fyrir framan aðalinnganginn yrði hins vegar einnig bíll með bílstjóranum hans Dodi, Dourneau og lífvörðunum tveim. Þannig taldi Dodi að ljósmyndararnir myndu halda að von væri á þeim Díönu í þann bíl. Þau myndu hins vegar fara í bílinn sem væri við aftari innganginn ásamt Henri Paul sem myndi keyra þau. Lífverðir Dodi mótmæltu þessari áætlun hans og sögðu það af og frá að Díana gæti farið í bíl án þess að fyllsta öryggis hennar væri gætt. Dodi sættist því á að annar lífvörðurinn kæmi með þeim. Bílferðin reyndist örlagarík. Henri Paul, bílstjórinn var fullur. Bílferðin endaði því snögglega í Place l‘Alma-göngunum, sem eru skammt frá Eiffel-turninum, þegar Paul ók þar á vegg á 100 kílómetra hraða en hámarkshraðinn var 50. Lífvörðurinn var sá eini sem lifði slysið af en enginn af fjórmenningunum í bílnum var í belti. Talið er að ljósmyndarar hafi verið á eftir bílnum í göngunum en franska lögreglan komst að þeirri niðurstöðu að drykkja Paul og ofsaakstur hafi verið meginorsök slyssins.Byggt á umfjöllun Washington Post og úrdrætti úr bók Martyn Gregory sem birtur var á vef Telegraph. Heimildarmyndin Diana: In Her Own Words verður sýnd í kvöld á Stöð 2 klukkan 19:25. Tengdar fréttir Tuttugu ár frá andláti Díönu: Prinsessa fólksins með hjarta úr gulli Í dag eru tuttugu ár frá því að heimsbyggðin syrgði Díönu prinsessu í Bretlandi eftir að hún lést í bílslysi í París. Díana var sjálfstæð kona sem skildi við Karl Bretaprins sökum framhjáhalds. Hún áorkaði margt á 36 ára ævi. 31. ágúst 2017 06:00 Tískufyrirmyndin Díana prinsessa Við tókum saman bestu dress Díönu prinsessu, en í dag eru tuttugu ár síðan hún lést. 31. ágúst 2017 08:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Tuttugu ár eru liðin frá því að Díana prinsessa lést í bílslysi í París aðfaranótt 31. ágúst 1997 ásamt ástmanni sínum, Dodi Fayed. Andlát hennar hreyfði við milljónum manna um allan heim enda var hún ein þekktasta kona veraldar þegar hún lést, aðeins 36 ára gömul. Fimmtán árum áður hafði hún gifst Karli Bretaprins og eignuðust þau tvo syni, þá William (f. 1982) og Harry (f. 1984). Díana og Karl skildu svo að borði og sæng árið 1992 og gekk skilnaðurinn í gegn fjórum árum síðar. Díana og Dodi voru í fríi þegar hið örlagaríka slys varð og byrjaði dagurinn á snekkju ástmannsins með smjördeigshornum og sultum. Díana hafði kynnst Dodi aðeins sex vikum fyrr en þennan morgun, þann 30. ágúst, voru þau stödd á snekkjunni undan ströndum ítölsku eyjarinnar Sardiníu. Díana fékk sér kaffi með mjólk en Dodi tók það svart. „Þau voru í góðu skapi, alltaf hlæjandi og héldust í hendur,“ sagði yfirþjónn Dodi síðar.Haf ljósmyndara tók á móti þeim á flugvellinum í París Þau flugu síðan frá Olbia á Sardiníu og til Parísar þar sem þau lentu í hádeginu en með í för voru lífverðir Dodi, þeir Kes Wingfield og Trevor Rees-Jones. Samband þeirra Díönu og Dodi vakti strax mikla athygli og var því lýst bæði sem ástríðufullu og spennandi en líka sem skandal. Dodi, sonur eiganda Mohamad Al-Fayed, eiganda lúxusvöruverslnarinnar Harrods, var ríkur glaumgosi. Díana, sem hafði skilið við Karl vegna framhjáhalds hans með Camillu Parker-Bowles, var svo móðir verðandi Bretakóngs og mest myndaða kona heims. Nánir vinir Díönu hafa sagt að hún hafi ekki verið neitt sérstaklega spennt fyrir því að fara til Parísar heldur vildi hún fara heim og hitta syni sína. Dodi hafi hins vegar verið mjög ákveðinn í því að hann vildi enda sumarfríið í þessari rómantísku borg en þegar þau lentu á flugvellinum mætti þeim haf ljósmyndara sem eltu þau á mótorhjólum á leið inn í borgina.Díana og Karl kyssast á brúðkaupsdaginn sinn í ágúst 1997.vísir/gettyÖskraði á bílstjórann að hægja ferðina Díana var í uppnámi í þessari bílferð þar sem bílstjórinn ók á ógnarhraða til að reyna að losna undan ljósmyndurunum sem eltu þau á röndum. Hún öskraði á hann að hægja ferðina þar sem hún var hrædd um að hann myndi keyra á einn af ljósmyndurunm. Á endanum náði bílstjórinn að hrista þá af sér. Richard Kay, náinn vinur Díönu og sá blaðamaður Daily Mail sem fjallaði um konungsfjölskylduna, sagði síðar að Díana hafi vitað að þessi laugardagur, 30. ágúst 1997, yrði upphafi að miklum breytingum. Fyrir þremur árum skrifaði hann í Daily Mail á þá leið að Díana hefði hringt í hann þennan dag og sagt honum að hún ætlaði að gjörbreyta lífi sínu. „Hún ætlaði að ljúka skyldustörfum sínum fyrir hin ýmsu góðgerðarfélög og í nóvember ætlaði hún síðan að draga sig algjörlega í hlé,“ skrifaði Kay. Díana hafði ekki sagt honum hvers vegna hún hefði þessi áform en Kay taldi sig vita það: „Þau voru, eins klisjukennt og það hljómar, ótrúlega hamingjusöm. Ég get ekki sagt fyrir víst að þau hefðu gift sig en ég taldi það þó líklegt.“Dodi Fayed, ástmaður Díönu, lést einnig í bílslysinu í París.vísir/gettyVildi biðja Díönu um kvöldið Undanfarin tuttugu ár, eða allt frá því að Díana dó, hafa verið sagðar ótal útgáfur af ástarsögu hennar og Dodi. Fjölskylda hennar og vinir hafa sagt að þau hafi ekki verið ástfangin á meðan aðstandendur hans hafa haldið því gagnstæða fram. Þá hélt Kay því fram í grein sem hann skrifaði í Daily Mail í liðinni viku að Díana hafi ætlað að hætta með Dodi. Vísaði Kay í einkaritara hennar en hver svo sem staðan var í sambandinu þá ætlaði Dodi að biðja Díönu í París. Hafði hann keypt handa henni demantshring sem beið í frönsku höfuðborginni. Vildi hann biðja hennar á laugardagskvöldið. Díana og Dodi komu á Ritz-hótelið í París seint í eftirmiðdaginn. Hún fór á hárgreiðslustofuna á hótelinu í greiðslu og hann fór til skartgripasalans. Þau hvíldu sig síðan í svítu hótelsins áður en þau fóru í íbúð Dodi til að gera sig klár fyrir kvöldmat. Díana talaði í síma við strákana sína tvo sem voru í Skotlandi með föður sínum og ömmu, Elísabetu Bretadrottningu. Parið fór úr íbúð Dodi um klukkan sjö um kvöldið og voru elt af ljósmyndurum. Dodi var öskuillur vegna þess og kvöldverðurinn misheppnaðist í raun algjörlega.Blóm og myndir við Place de l'Alma í París.vísir/getty„Um leið og bíllinn þeirra fór af stað þá höguðu ljósmyndararnir sér eins og algjörir djöflar“ Fyrsti veitingastaðurinn sem þau fóru á var lítill og notalegur og ekki langt frá miðborg Parísar. Ljósmyndarar streymdu fljótt að staðnum eftir að það spurðist út að Díana og Dodi væru þar. Þau ákváðu því að fara í sitthvoru lagi aftur á Ritz-hótelið þar sem þau komu sér fyrir í matsalnum í von um að verða látin í friði. Díana pantaði sér grænmetis-tempura og Dodi grillaðan silung en þau voru ekki búin að vera lengi inni á staðnum þegar aðrir gestir á staðnum fóru að gefa þeim óþægilega mikinn gaum. Þau fengu því matinn upp á herbergi á hótelinu en fóru svo skömmu síðar í íbúð Dodi. Rétt fyrir klukkan tíu um kvöldið ætluðu þau síðan á veitingastaðinn Chez Benoit en ljósmyndararnir gáfust ekki upp og höfðu safnast saman fyrir utan íbúðina. „Um leið og bíllinn þeirra fór af stað þá höguðu ljósmyndararnir sér eins og algjörir djöflar. Þeir stukku á hjólin sín og gáfu allt í og reyndu hvað þeir gátu að halda í við bílinn. Þeir hefðu getað keyrt niður gangandi vegfarendur,“ sagði lífvörðurinn Kes Wingfield þegar hann rifjaði upp þessa bílferð. Dodi hætti við að fara á veitingastaðinn vegna ágangs ljósmyndaranna og vildi fara aftur á Ritz-hótelið. Parið fór því þangað.Forsíður bresku blaðanna þann 31. ágúst 1997.vísir/gettyFullur bílstjóri og ofsaakstur Þau fengu sér kvöldmat í svítunni en um miðnætti sást Dodi á myndavélunum fara þaðan til að tala við lífverði sína. Hann sagði þeim að hann hefði áætlun varðandi það hvernig hann og Díana kæmust óséð frá hótelinu og í íbúðina hans. Áætlunin fólst í því að hann og Díana myndu fara út um aftari inngang hótelsins þar sem aukabíll myndi bíða eftir þeim. Fyrir framan aðalinnganginn yrði hins vegar einnig bíll með bílstjóranum hans Dodi, Dourneau og lífvörðunum tveim. Þannig taldi Dodi að ljósmyndararnir myndu halda að von væri á þeim Díönu í þann bíl. Þau myndu hins vegar fara í bílinn sem væri við aftari innganginn ásamt Henri Paul sem myndi keyra þau. Lífverðir Dodi mótmæltu þessari áætlun hans og sögðu það af og frá að Díana gæti farið í bíl án þess að fyllsta öryggis hennar væri gætt. Dodi sættist því á að annar lífvörðurinn kæmi með þeim. Bílferðin reyndist örlagarík. Henri Paul, bílstjórinn var fullur. Bílferðin endaði því snögglega í Place l‘Alma-göngunum, sem eru skammt frá Eiffel-turninum, þegar Paul ók þar á vegg á 100 kílómetra hraða en hámarkshraðinn var 50. Lífvörðurinn var sá eini sem lifði slysið af en enginn af fjórmenningunum í bílnum var í belti. Talið er að ljósmyndarar hafi verið á eftir bílnum í göngunum en franska lögreglan komst að þeirri niðurstöðu að drykkja Paul og ofsaakstur hafi verið meginorsök slyssins.Byggt á umfjöllun Washington Post og úrdrætti úr bók Martyn Gregory sem birtur var á vef Telegraph. Heimildarmyndin Diana: In Her Own Words verður sýnd í kvöld á Stöð 2 klukkan 19:25.
Tengdar fréttir Tuttugu ár frá andláti Díönu: Prinsessa fólksins með hjarta úr gulli Í dag eru tuttugu ár frá því að heimsbyggðin syrgði Díönu prinsessu í Bretlandi eftir að hún lést í bílslysi í París. Díana var sjálfstæð kona sem skildi við Karl Bretaprins sökum framhjáhalds. Hún áorkaði margt á 36 ára ævi. 31. ágúst 2017 06:00 Tískufyrirmyndin Díana prinsessa Við tókum saman bestu dress Díönu prinsessu, en í dag eru tuttugu ár síðan hún lést. 31. ágúst 2017 08:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Tuttugu ár frá andláti Díönu: Prinsessa fólksins með hjarta úr gulli Í dag eru tuttugu ár frá því að heimsbyggðin syrgði Díönu prinsessu í Bretlandi eftir að hún lést í bílslysi í París. Díana var sjálfstæð kona sem skildi við Karl Bretaprins sökum framhjáhalds. Hún áorkaði margt á 36 ára ævi. 31. ágúst 2017 06:00
Tískufyrirmyndin Díana prinsessa Við tókum saman bestu dress Díönu prinsessu, en í dag eru tuttugu ár síðan hún lést. 31. ágúst 2017 08:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent