Norður-kóreskir hakkarar hugsanlega á bak við tölvuárásina Kjartan Hreinn Njálsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 16. maí 2017 07:40 Árásin hófst um helgina og er ein skæðasta tölvuárás sem gerð hefur verið. vísir/getty Bandaríska öryggisfyrirtækið Symantec og rússneska öryggisfyrirtækið Kaspersky telja sig hafa fundið vísbendingar sem gefa til kynna að norður-kóreskir hakkarar hafi verið að verki þegar tölvuvírusinn WannaCry fór af stað á föstudag. Hakkararnir eru vel þekktir enda hafa þeir staðið fyrir fjölmörgum tölvuárásum í gegnum tíðina en þeir ganga undir nafninu Lazarus Group. Fyrirtækið Symantec hefur í gegnum tíðina rakið slóð tölvuþrjóta með góðum árangri en starfsmenn þess uppgötvuðu gamla útgáfu af WannaCry-vírusnum sem innihélt kóða sem notaður var í árás á Sony Pictures í febrúar árið 2014. Bandarísk yfirvöld telja einmitt að yfirvöld í Pyongyang hafi stutt þá árás og þá hafa Lazarus-hakkarnarnir verið þekktir fyrir að nota Bitcoin í árásum sínum líkt og gert er nú. WannaCry-veiran hefur sýkt hundruð þúsund tölva um allan heim og er þetta ein skæðasta tölvuárás sem gerð hefur verið. Möguleg tengsl við Norður-Kóreu koma á sama tíma og bandarísk stjórnvöld sæta gagnrýni fyrir að hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa en WannaCry-vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, NSA, og var stolið þaðan í ágúst 2016. Rannsókn á tilurð og uppruna WannaCry-óværunnar er á byrjunarstigi en líklegt þykir margir mánuðir muni líða áður en niðurstaða liggur fyrir.Fréttin hefur verið uppfærð. Tölvuárásir Tengdar fréttir Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30 Ekki enn vitað hverjir eiga smituðu tölvurnar Grunur leikur á að tíu tölvur hér á landi hafi lent í gagnagíslatöku. Sá möguleiki er fyrir hendi að eigendurnir viti ekki af því sjálfir. Veiran hefur ráðist á meira en 200 þúsund tölvur víðsvegar um heim. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Bandaríska öryggisfyrirtækið Symantec og rússneska öryggisfyrirtækið Kaspersky telja sig hafa fundið vísbendingar sem gefa til kynna að norður-kóreskir hakkarar hafi verið að verki þegar tölvuvírusinn WannaCry fór af stað á föstudag. Hakkararnir eru vel þekktir enda hafa þeir staðið fyrir fjölmörgum tölvuárásum í gegnum tíðina en þeir ganga undir nafninu Lazarus Group. Fyrirtækið Symantec hefur í gegnum tíðina rakið slóð tölvuþrjóta með góðum árangri en starfsmenn þess uppgötvuðu gamla útgáfu af WannaCry-vírusnum sem innihélt kóða sem notaður var í árás á Sony Pictures í febrúar árið 2014. Bandarísk yfirvöld telja einmitt að yfirvöld í Pyongyang hafi stutt þá árás og þá hafa Lazarus-hakkarnarnir verið þekktir fyrir að nota Bitcoin í árásum sínum líkt og gert er nú. WannaCry-veiran hefur sýkt hundruð þúsund tölva um allan heim og er þetta ein skæðasta tölvuárás sem gerð hefur verið. Möguleg tengsl við Norður-Kóreu koma á sama tíma og bandarísk stjórnvöld sæta gagnrýni fyrir að hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa en WannaCry-vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, NSA, og var stolið þaðan í ágúst 2016. Rannsókn á tilurð og uppruna WannaCry-óværunnar er á byrjunarstigi en líklegt þykir margir mánuðir muni líða áður en niðurstaða liggur fyrir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30 Ekki enn vitað hverjir eiga smituðu tölvurnar Grunur leikur á að tíu tölvur hér á landi hafi lent í gagnagíslatöku. Sá möguleiki er fyrir hendi að eigendurnir viti ekki af því sjálfir. Veiran hefur ráðist á meira en 200 þúsund tölvur víðsvegar um heim. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00
WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30
Ekki enn vitað hverjir eiga smituðu tölvurnar Grunur leikur á að tíu tölvur hér á landi hafi lent í gagnagíslatöku. Sá möguleiki er fyrir hendi að eigendurnir viti ekki af því sjálfir. Veiran hefur ráðist á meira en 200 þúsund tölvur víðsvegar um heim. 16. maí 2017 07:00