„Fullkomlega ljóst að atburðirnir geta ekki hafa átt sér stað með þessum hætti“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 14:41 Þekkt mynd frá réttarhöldunum. Óhætt er að fullyrða að Guðmundar- og Geirfinnsmálin hafi heltekið þjóðina á löngu tímabili. visir/bragi guðmundsson Lögmenn sem gæt hagsmuna þeirra sem voru sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segja rétt að tala um að dómsmorð hafi verið framið í málefnum sakborninganna sex. Þeir segja ómögulegt að atburðurinn geti hafa atvikast líkt og tilgreint er í dómnum yfir fólkinu. „Eftir að ég kynnti mér þetta mál á sínum tíma þegar ég var að vinna fyrir Sævar Marinó [Ciesielski] á öldinni sem leið þá kynnti ég mér ekki eingöngu gögnin sem lágu fyrir Hæstarétti heldur öll þau gögn sem gat náð til. Þar voru kannski merkastar fangelsisdagbækurnar úr Síðumúla,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur sem dæmd var í þriggja ára fangelsi fyrir hlutdeild sína í málinu.Ragnar Aðalsteinsson og Lúðvík Bergvinsson.vísir/hmp„Eftir að ég hafði kynnt mér öll þessi gögn þá varð mér fullkomlega ljóst að atburðirnir gátu ekki hafa verið með þeim hætti sem dómstólarnir, bæði Sakadómurinn í Reykjavík og Hæstiréttur, töldu. Ég gat auðvitað ekki vitað hvað gerðist en ég gat séð það, og það var fullkomlega öruggt, að það gerðist ekki með þeim hætti sem gert var ráð fyrir í dómnum,“ bætir Ragnar við, en hann ræddi þessi mál í Víglínunni á Stöð 2. Lúðvík Bergvinsson, lögmaður Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski, sem dæmdir voru í þrettán og sautján ára fangelsi, tekur undir orð Ragnars. „Staðreyndin í þessu máli er sú að það eru engin lík. Það er enginn brotavettvangur. Það er ekkert mótíf. Það er ekki nokkur skapaður hlutur nema þessir framburðir sem um ræðir og þeir eru byggðir á það veikum grunni að það er ekki hægt að tala um þetta með öðrum hætti en að þarna hafi verið framið – þú notaðir sjálfur orðið, dómsmorð.“ Viðtalið við Ragnar og Lúðvík má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06 Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Lögmenn sem gæt hagsmuna þeirra sem voru sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segja rétt að tala um að dómsmorð hafi verið framið í málefnum sakborninganna sex. Þeir segja ómögulegt að atburðurinn geti hafa atvikast líkt og tilgreint er í dómnum yfir fólkinu. „Eftir að ég kynnti mér þetta mál á sínum tíma þegar ég var að vinna fyrir Sævar Marinó [Ciesielski] á öldinni sem leið þá kynnti ég mér ekki eingöngu gögnin sem lágu fyrir Hæstarétti heldur öll þau gögn sem gat náð til. Þar voru kannski merkastar fangelsisdagbækurnar úr Síðumúla,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur sem dæmd var í þriggja ára fangelsi fyrir hlutdeild sína í málinu.Ragnar Aðalsteinsson og Lúðvík Bergvinsson.vísir/hmp„Eftir að ég hafði kynnt mér öll þessi gögn þá varð mér fullkomlega ljóst að atburðirnir gátu ekki hafa verið með þeim hætti sem dómstólarnir, bæði Sakadómurinn í Reykjavík og Hæstiréttur, töldu. Ég gat auðvitað ekki vitað hvað gerðist en ég gat séð það, og það var fullkomlega öruggt, að það gerðist ekki með þeim hætti sem gert var ráð fyrir í dómnum,“ bætir Ragnar við, en hann ræddi þessi mál í Víglínunni á Stöð 2. Lúðvík Bergvinsson, lögmaður Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski, sem dæmdir voru í þrettán og sautján ára fangelsi, tekur undir orð Ragnars. „Staðreyndin í þessu máli er sú að það eru engin lík. Það er enginn brotavettvangur. Það er ekkert mótíf. Það er ekki nokkur skapaður hlutur nema þessir framburðir sem um ræðir og þeir eru byggðir á það veikum grunni að það er ekki hægt að tala um þetta með öðrum hætti en að þarna hafi verið framið – þú notaðir sjálfur orðið, dómsmorð.“ Viðtalið við Ragnar og Lúðvík má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06 Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
„Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48
Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03