Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 15:20 Ný gögn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og ítarlegri rannsókn á eldri gögnum er aðalástæða þess að endurupptökunefnd féllst á að mál fimm sakborninga verði tekin upp að nýju. Þetta segir Lúðvík Bergvinsson, lögmaður tveggja sakborninga; Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski. Hann segist afar sáttur með niðurstöðu nefndarinnar. „Það sem fyrst og fremst skipti máli þarna var að það var farið mjög ítarlega í öll gögn sem til voru og fleiri gagnað afla. Það var farið ítarlega yfir öll samtímagögn, dagbækur, til dæmis frá fangelsinu, skýrslur úr yfirheyrslum og fleira, og það er mjög margt sem kemur í ljós. Til dæmis voru þetta yfir þrettán hundruð blaðsíður bara hjá Sævari,“ segir Lúðvík í samtali við Vísi. Endurupptökunefnd hefur tekið sér þrjú ár í að komast að niðurstöðu, en beiðni um endurupptöku var lögð fram af Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni, sem dæmd voru í eins og tíu ára fangelsi fyrir aðild þeirra að málinu. Nefndin hafnaði beiðni Erlu.Gríðarlega mikilvægt fyrir æru þeirra Lúðvík segir að niðurstaðan hefði komið sér á óvart, hvort sem hún hefði verið jákvæð eða neikvæð. „Ég er mjög sáttur við það að þessi mál skuli verða endurupptekin. Ég er líka mjög sáttur við það að það er fallist á þann málatilbúnað sem við lögðum upp með. Það má segja sem svo að hvort sem niðurstaðan hefði orðið neikvæð eða jákvæð þá hefðu báðar niðurstöður komið á óvart. Því í ljósi sögunnar hefur mikið verið reynt að fá þessi mál endurupptekin en ekki tekist. En miðað við þau gögn sem við vorum búin að leggja í þetta, því það er komið á fjórða ár frá því að þau komu til mín, þá hefði það líka komið á óvart ef þetta hefði ekki verið endurupptekið.“ Skjólstæðingar Lúðvíks, Tryggvi Rúnar og Sævar, eru báðir látnir. Lúðvík segir það skipta sköpum fyrir æru þeirra að málin verði endurupptekin. „Þetta mál hafa líka tekið alveg óskaplega á fjölskyldu og aðstandendur í gegnum tíðina þannig að þetta skiptir alveg gríðarlega miklu máli,“ segir hann. Aðspurður segir hann næstu skref í höndum ríkissaksóknara sem muni meta það hvenær málið fari fyrir dóm. Mikilvægt sé að málin séu unnin fljótt enda tæplega fjórir áratugir frá því að dómur féll. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að þetta mál fái afgreiðslu sem allra fyrst enda er það grundvallarregla í sakamálum, þó hún eigi kannski ekki beint við núna eftir fjóra áratugi, að málmeðferðir gangi hratt og vel fyrir sig,“ segir Lúðvík. Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Ný gögn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og ítarlegri rannsókn á eldri gögnum er aðalástæða þess að endurupptökunefnd féllst á að mál fimm sakborninga verði tekin upp að nýju. Þetta segir Lúðvík Bergvinsson, lögmaður tveggja sakborninga; Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski. Hann segist afar sáttur með niðurstöðu nefndarinnar. „Það sem fyrst og fremst skipti máli þarna var að það var farið mjög ítarlega í öll gögn sem til voru og fleiri gagnað afla. Það var farið ítarlega yfir öll samtímagögn, dagbækur, til dæmis frá fangelsinu, skýrslur úr yfirheyrslum og fleira, og það er mjög margt sem kemur í ljós. Til dæmis voru þetta yfir þrettán hundruð blaðsíður bara hjá Sævari,“ segir Lúðvík í samtali við Vísi. Endurupptökunefnd hefur tekið sér þrjú ár í að komast að niðurstöðu, en beiðni um endurupptöku var lögð fram af Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni, sem dæmd voru í eins og tíu ára fangelsi fyrir aðild þeirra að málinu. Nefndin hafnaði beiðni Erlu.Gríðarlega mikilvægt fyrir æru þeirra Lúðvík segir að niðurstaðan hefði komið sér á óvart, hvort sem hún hefði verið jákvæð eða neikvæð. „Ég er mjög sáttur við það að þessi mál skuli verða endurupptekin. Ég er líka mjög sáttur við það að það er fallist á þann málatilbúnað sem við lögðum upp með. Það má segja sem svo að hvort sem niðurstaðan hefði orðið neikvæð eða jákvæð þá hefðu báðar niðurstöður komið á óvart. Því í ljósi sögunnar hefur mikið verið reynt að fá þessi mál endurupptekin en ekki tekist. En miðað við þau gögn sem við vorum búin að leggja í þetta, því það er komið á fjórða ár frá því að þau komu til mín, þá hefði það líka komið á óvart ef þetta hefði ekki verið endurupptekið.“ Skjólstæðingar Lúðvíks, Tryggvi Rúnar og Sævar, eru báðir látnir. Lúðvík segir það skipta sköpum fyrir æru þeirra að málin verði endurupptekin. „Þetta mál hafa líka tekið alveg óskaplega á fjölskyldu og aðstandendur í gegnum tíðina þannig að þetta skiptir alveg gríðarlega miklu máli,“ segir hann. Aðspurður segir hann næstu skref í höndum ríkissaksóknara sem muni meta það hvenær málið fari fyrir dóm. Mikilvægt sé að málin séu unnin fljótt enda tæplega fjórir áratugir frá því að dómur féll. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að þetta mál fái afgreiðslu sem allra fyrst enda er það grundvallarregla í sakamálum, þó hún eigi kannski ekki beint við núna eftir fjóra áratugi, að málmeðferðir gangi hratt og vel fyrir sig,“ segir Lúðvík.
Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03