Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 16:48 „Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið. Hún hefur verið löng. Þetta hefur verið mér til vandræða alla tíð síðan,“ segir Guðjón Skarphéðinsson, sem dæmdur var í 10 ára fangelsi fyrir aðild sína að Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svonefndu. Endurupptökunefnd heimilaði í dag að mál fimm sakborninga af sex verði tekin upp að nýju. Nánast slétt 37 ár eru frá því að Hæstiréttur kvað upp þunga dóma yfir þeim, en það var föstudaginn 22. febrúar 1980. Sakborningarnir hafa ætíð haldið fram sakleysi sínu. Guðjón segist telja ólíklegt að Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson finnist nokkurn tímann. Þeir hurfu sporlaust árið 1974. Mennirnir tveir þekktust ekki í lifanda lífi en mál þeirra voru spyrt saman eftir að þeir hurfu. Um er að ræða eitt umdeildasta sakamál Íslandssögunnar. „Ég er eiginlega orðinn algjörlega vondaufur um að það komi nokkurn tímann fram. Því að því meira sem rótað er í þessu og leitað að þeim þeim mun minna kemur fram og þeim mun óskiljanlegra verður þetta allt saman. Og gjörsamlega óútskýrt. Sérstaklega Guðmundarmálið, það virðist einhvern veginn gjörsamlega gufa upp í höndunum á manni. En sem betur fer höfum við lært töluvert af þessari reynslu sem var dýrkeypt á sínum tíma. Og höfðum sett ýmislegt í gang til að koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur á þessu landi,“ segir Guðjón og vísar þar í þá meðferð sem hann fékk bæði við meðferð málsins og í fangelsinu. Rætt verður ítarlega við Guðjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
„Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið. Hún hefur verið löng. Þetta hefur verið mér til vandræða alla tíð síðan,“ segir Guðjón Skarphéðinsson, sem dæmdur var í 10 ára fangelsi fyrir aðild sína að Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svonefndu. Endurupptökunefnd heimilaði í dag að mál fimm sakborninga af sex verði tekin upp að nýju. Nánast slétt 37 ár eru frá því að Hæstiréttur kvað upp þunga dóma yfir þeim, en það var föstudaginn 22. febrúar 1980. Sakborningarnir hafa ætíð haldið fram sakleysi sínu. Guðjón segist telja ólíklegt að Guðmundur Einarsson og Geirfinnur Einarsson finnist nokkurn tímann. Þeir hurfu sporlaust árið 1974. Mennirnir tveir þekktust ekki í lifanda lífi en mál þeirra voru spyrt saman eftir að þeir hurfu. Um er að ræða eitt umdeildasta sakamál Íslandssögunnar. „Ég er eiginlega orðinn algjörlega vondaufur um að það komi nokkurn tímann fram. Því að því meira sem rótað er í þessu og leitað að þeim þeim mun minna kemur fram og þeim mun óskiljanlegra verður þetta allt saman. Og gjörsamlega óútskýrt. Sérstaklega Guðmundarmálið, það virðist einhvern veginn gjörsamlega gufa upp í höndunum á manni. En sem betur fer höfum við lært töluvert af þessari reynslu sem var dýrkeypt á sínum tíma. Og höfðum sett ýmislegt í gang til að koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur á þessu landi,“ segir Guðjón og vísar þar í þá meðferð sem hann fékk bæði við meðferð málsins og í fangelsinu. Rætt verður ítarlega við Guðjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Segir ný gögn og ítarlegri rannsókn á þeim eldri hafa skipt sköpum Lögmaður tveggja sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum fagnar niðurstöðu nefndarinnar. 24. febrúar 2017 15:20
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03