Gylfi er svanurinn sem flýgur hæst og heldur Swansea gangandi Tómas Þór Þórðarson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 2. febrúar 2017 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson er besti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Um það verður ekki deilt og tölfræðin sannar það sem allir sjá. Án Gylfa Þórs, sem er orðinn einn allra besti miðjumaður þessarar erfiðustu deildar heims, væru Svanirnir í lágflugi. Gylfi er svanurinn sem flýgur hæst og heldur liðinu gangandi. Gylfi Þór er búinn að skora sigurmörk í síðustu tveimur leikjum Swansea; fyrst á móti Liverpool á útivelli og svo aftur í fyrradag á móti Southampton. Hann lagði upp mark í báðum þessum leikjum en þökk sé framlagi íslenska landsliðsmannsins er Swansea komið upp úr fallsæti. Ekki má gleyma að Gylfi Þór skoraði níu mörk og lagði upp tvö önnur eftir áramót í fyrra sem bjargaði velska liðinu frá falli.Í ruglinu án Gylfa Það þarf engin íslensk gleraugu eða þjóðarrembing til að sjá að Gylfi er aðalsvanurinn í Swansea. Tölurnar tala sínu máli fyrir Hafnfirðinginn sem hefur verið sjóðheitur á tímabilinu. Swansea er búið að vinna fimm deildarleiki undanfarna 164 daga og Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið að átta mörkum í þeim (4 mörk og 4 stoðsendingar). Hann er búinn að skora og/eða leggja upp mark í síðustu fimm sigurleikjum Swansea og skora sigurmarkið í síðustu tveimur. Ef við tækjum mörk og stoðsendingar Gylfa út úr þessum fimm sigurleikjum þá hefði Swansea aðeins fengið fimm stig í stað þeirra fimmtán sem liðið fékk. Swansea hefur alls fengið 21 stig í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabil en væri bara með 9 stig ef við tækjum út mörk og stoðsendingar Gylfa. Á árinu 2017 hefur Gylfi spilað fjóra deildarleiki. Hann hefur skorað tvö mörk og gefið tvær stoðsendingar í þeim og Swansea hefur unnið þrjá þeirra og náð í samtals 9 stig.Vísir/Getty50 prósent í gegnum Gylfa Swansea er aðeins búið að skora 28 mörk í 23 leikjum á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi Þór hefur komið að fjórtán þeirra eða 50 prósentum með beinum hætti (7 mörk, 7 stoðsendingar). Hann er í 5.-6. sæti listans yfir stoðsendingahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Adam Lallana hjá Liverpool sem er búinn að gefa jafnmargar stoð sendingar fyrir sitt lið. Fyrir ofan þá eru Alexis Sánchez, Arsenal, Matthew Phillips, WBA, og Christian Eriksen, Tottenham, allir með átta stoðsendingar. Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, trónir á toppi stoðsendingalistans með níu stykki.Í sérflokki miðjumanna Gylfi Þór og Lallana eru þeir tveir miðjumenn í ensku úrvalsdeildinni sem hafa skapað flest mörk fyrir sín lið með því að skora eða leggja upp mörk. Lallana er búinn að skora sjö mörk og gefa sjö stoðsendingar og hefur því komið að fjórtán mörkum eins og Gylfi. Þeir tróna efstir á listanum yfir miðjumenn sem skapa flest mörk fyrir sín lið í ensku úrvalsdeildinni. Næstir á listanum eru Tottenham-mennirnir Christian Eriksen og Dele Alli sem hafa báðir skapað þrettán mörk fyrir Spurs. Óhætt er að segja að Gylfi Þór hefur mun meira vægi fyrir sitt lið en hinir þrír. Á meðan Gylfi hefur komið að 50 prósentum marka Swansea með beinum hætti hefur Adam Lallana komið að 27 prósentum marka Liverpool og hinir tveir 31 prósenti marka Tottenham hvor um sig.Vísir/GettyGylfi Þór Sigurðsson í síðustu fimm sigrum Swansea City5-4 sigur á Crystal Palace Mark og stoðsending3-0 sigur á Sunderland Mark og stoðsending2-1 sigur á Crystal Palace Stoðsending3-2 sigur á Liverpool Sigurmark2-1 sigur á Southampton Sigurmark og stoðsendingSamanlagt 4 mörk og 4 stoðsendingar Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór og Adam Lallana í sérflokki þegar kemur að því að búa til mörk Gylfi Þór Sigurðsson og Adam Lallana hafa skapað flest mörk miðjumanna í ensku úrvalsdeildinni. 1. febrúar 2017 11:00 Gylfi Þór hefur komið að helmingi marka Swansea í deildinni á tímabilinu Íslenski landsliðsmaðurinn er allt í öllu hjá velska liðinu er það reynir að bjarga sér frá falli. 1. febrúar 2017 09:00 Seldu Ayew í sumar en fengu bróður hans í gær Swansea City fékk í gær Ganverjann Jordan Ayew frá Aston Villa. 1. febrúar 2017 17:30 Sjáðu markið hans Gylfa og öll hin úr enska boltanum í gærkvöldi Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea en Arsenal tapaði á heimavelli og Liverpool og Chelsea gerðu jafntefli. 1. febrúar 2017 08:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er besti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Um það verður ekki deilt og tölfræðin sannar það sem allir sjá. Án Gylfa Þórs, sem er orðinn einn allra besti miðjumaður þessarar erfiðustu deildar heims, væru Svanirnir í lágflugi. Gylfi er svanurinn sem flýgur hæst og heldur liðinu gangandi. Gylfi Þór er búinn að skora sigurmörk í síðustu tveimur leikjum Swansea; fyrst á móti Liverpool á útivelli og svo aftur í fyrradag á móti Southampton. Hann lagði upp mark í báðum þessum leikjum en þökk sé framlagi íslenska landsliðsmannsins er Swansea komið upp úr fallsæti. Ekki má gleyma að Gylfi Þór skoraði níu mörk og lagði upp tvö önnur eftir áramót í fyrra sem bjargaði velska liðinu frá falli.Í ruglinu án Gylfa Það þarf engin íslensk gleraugu eða þjóðarrembing til að sjá að Gylfi er aðalsvanurinn í Swansea. Tölurnar tala sínu máli fyrir Hafnfirðinginn sem hefur verið sjóðheitur á tímabilinu. Swansea er búið að vinna fimm deildarleiki undanfarna 164 daga og Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið að átta mörkum í þeim (4 mörk og 4 stoðsendingar). Hann er búinn að skora og/eða leggja upp mark í síðustu fimm sigurleikjum Swansea og skora sigurmarkið í síðustu tveimur. Ef við tækjum mörk og stoðsendingar Gylfa út úr þessum fimm sigurleikjum þá hefði Swansea aðeins fengið fimm stig í stað þeirra fimmtán sem liðið fékk. Swansea hefur alls fengið 21 stig í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabil en væri bara með 9 stig ef við tækjum út mörk og stoðsendingar Gylfa. Á árinu 2017 hefur Gylfi spilað fjóra deildarleiki. Hann hefur skorað tvö mörk og gefið tvær stoðsendingar í þeim og Swansea hefur unnið þrjá þeirra og náð í samtals 9 stig.Vísir/Getty50 prósent í gegnum Gylfa Swansea er aðeins búið að skora 28 mörk í 23 leikjum á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi Þór hefur komið að fjórtán þeirra eða 50 prósentum með beinum hætti (7 mörk, 7 stoðsendingar). Hann er í 5.-6. sæti listans yfir stoðsendingahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Adam Lallana hjá Liverpool sem er búinn að gefa jafnmargar stoð sendingar fyrir sitt lið. Fyrir ofan þá eru Alexis Sánchez, Arsenal, Matthew Phillips, WBA, og Christian Eriksen, Tottenham, allir með átta stoðsendingar. Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, trónir á toppi stoðsendingalistans með níu stykki.Í sérflokki miðjumanna Gylfi Þór og Lallana eru þeir tveir miðjumenn í ensku úrvalsdeildinni sem hafa skapað flest mörk fyrir sín lið með því að skora eða leggja upp mörk. Lallana er búinn að skora sjö mörk og gefa sjö stoðsendingar og hefur því komið að fjórtán mörkum eins og Gylfi. Þeir tróna efstir á listanum yfir miðjumenn sem skapa flest mörk fyrir sín lið í ensku úrvalsdeildinni. Næstir á listanum eru Tottenham-mennirnir Christian Eriksen og Dele Alli sem hafa báðir skapað þrettán mörk fyrir Spurs. Óhætt er að segja að Gylfi Þór hefur mun meira vægi fyrir sitt lið en hinir þrír. Á meðan Gylfi hefur komið að 50 prósentum marka Swansea með beinum hætti hefur Adam Lallana komið að 27 prósentum marka Liverpool og hinir tveir 31 prósenti marka Tottenham hvor um sig.Vísir/GettyGylfi Þór Sigurðsson í síðustu fimm sigrum Swansea City5-4 sigur á Crystal Palace Mark og stoðsending3-0 sigur á Sunderland Mark og stoðsending2-1 sigur á Crystal Palace Stoðsending3-2 sigur á Liverpool Sigurmark2-1 sigur á Southampton Sigurmark og stoðsendingSamanlagt 4 mörk og 4 stoðsendingar
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór og Adam Lallana í sérflokki þegar kemur að því að búa til mörk Gylfi Þór Sigurðsson og Adam Lallana hafa skapað flest mörk miðjumanna í ensku úrvalsdeildinni. 1. febrúar 2017 11:00 Gylfi Þór hefur komið að helmingi marka Swansea í deildinni á tímabilinu Íslenski landsliðsmaðurinn er allt í öllu hjá velska liðinu er það reynir að bjarga sér frá falli. 1. febrúar 2017 09:00 Seldu Ayew í sumar en fengu bróður hans í gær Swansea City fékk í gær Ganverjann Jordan Ayew frá Aston Villa. 1. febrúar 2017 17:30 Sjáðu markið hans Gylfa og öll hin úr enska boltanum í gærkvöldi Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea en Arsenal tapaði á heimavelli og Liverpool og Chelsea gerðu jafntefli. 1. febrúar 2017 08:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Gylfi Þór og Adam Lallana í sérflokki þegar kemur að því að búa til mörk Gylfi Þór Sigurðsson og Adam Lallana hafa skapað flest mörk miðjumanna í ensku úrvalsdeildinni. 1. febrúar 2017 11:00
Gylfi Þór hefur komið að helmingi marka Swansea í deildinni á tímabilinu Íslenski landsliðsmaðurinn er allt í öllu hjá velska liðinu er það reynir að bjarga sér frá falli. 1. febrúar 2017 09:00
Seldu Ayew í sumar en fengu bróður hans í gær Swansea City fékk í gær Ganverjann Jordan Ayew frá Aston Villa. 1. febrúar 2017 17:30
Sjáðu markið hans Gylfa og öll hin úr enska boltanum í gærkvöldi Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea en Arsenal tapaði á heimavelli og Liverpool og Chelsea gerðu jafntefli. 1. febrúar 2017 08:30