Gylfi er svanurinn sem flýgur hæst og heldur Swansea gangandi Tómas Þór Þórðarson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 2. febrúar 2017 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson er besti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Um það verður ekki deilt og tölfræðin sannar það sem allir sjá. Án Gylfa Þórs, sem er orðinn einn allra besti miðjumaður þessarar erfiðustu deildar heims, væru Svanirnir í lágflugi. Gylfi er svanurinn sem flýgur hæst og heldur liðinu gangandi. Gylfi Þór er búinn að skora sigurmörk í síðustu tveimur leikjum Swansea; fyrst á móti Liverpool á útivelli og svo aftur í fyrradag á móti Southampton. Hann lagði upp mark í báðum þessum leikjum en þökk sé framlagi íslenska landsliðsmannsins er Swansea komið upp úr fallsæti. Ekki má gleyma að Gylfi Þór skoraði níu mörk og lagði upp tvö önnur eftir áramót í fyrra sem bjargaði velska liðinu frá falli.Í ruglinu án Gylfa Það þarf engin íslensk gleraugu eða þjóðarrembing til að sjá að Gylfi er aðalsvanurinn í Swansea. Tölurnar tala sínu máli fyrir Hafnfirðinginn sem hefur verið sjóðheitur á tímabilinu. Swansea er búið að vinna fimm deildarleiki undanfarna 164 daga og Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið að átta mörkum í þeim (4 mörk og 4 stoðsendingar). Hann er búinn að skora og/eða leggja upp mark í síðustu fimm sigurleikjum Swansea og skora sigurmarkið í síðustu tveimur. Ef við tækjum mörk og stoðsendingar Gylfa út úr þessum fimm sigurleikjum þá hefði Swansea aðeins fengið fimm stig í stað þeirra fimmtán sem liðið fékk. Swansea hefur alls fengið 21 stig í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabil en væri bara með 9 stig ef við tækjum út mörk og stoðsendingar Gylfa. Á árinu 2017 hefur Gylfi spilað fjóra deildarleiki. Hann hefur skorað tvö mörk og gefið tvær stoðsendingar í þeim og Swansea hefur unnið þrjá þeirra og náð í samtals 9 stig.Vísir/Getty50 prósent í gegnum Gylfa Swansea er aðeins búið að skora 28 mörk í 23 leikjum á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi Þór hefur komið að fjórtán þeirra eða 50 prósentum með beinum hætti (7 mörk, 7 stoðsendingar). Hann er í 5.-6. sæti listans yfir stoðsendingahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Adam Lallana hjá Liverpool sem er búinn að gefa jafnmargar stoð sendingar fyrir sitt lið. Fyrir ofan þá eru Alexis Sánchez, Arsenal, Matthew Phillips, WBA, og Christian Eriksen, Tottenham, allir með átta stoðsendingar. Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, trónir á toppi stoðsendingalistans með níu stykki.Í sérflokki miðjumanna Gylfi Þór og Lallana eru þeir tveir miðjumenn í ensku úrvalsdeildinni sem hafa skapað flest mörk fyrir sín lið með því að skora eða leggja upp mörk. Lallana er búinn að skora sjö mörk og gefa sjö stoðsendingar og hefur því komið að fjórtán mörkum eins og Gylfi. Þeir tróna efstir á listanum yfir miðjumenn sem skapa flest mörk fyrir sín lið í ensku úrvalsdeildinni. Næstir á listanum eru Tottenham-mennirnir Christian Eriksen og Dele Alli sem hafa báðir skapað þrettán mörk fyrir Spurs. Óhætt er að segja að Gylfi Þór hefur mun meira vægi fyrir sitt lið en hinir þrír. Á meðan Gylfi hefur komið að 50 prósentum marka Swansea með beinum hætti hefur Adam Lallana komið að 27 prósentum marka Liverpool og hinir tveir 31 prósenti marka Tottenham hvor um sig.Vísir/GettyGylfi Þór Sigurðsson í síðustu fimm sigrum Swansea City5-4 sigur á Crystal Palace Mark og stoðsending3-0 sigur á Sunderland Mark og stoðsending2-1 sigur á Crystal Palace Stoðsending3-2 sigur á Liverpool Sigurmark2-1 sigur á Southampton Sigurmark og stoðsendingSamanlagt 4 mörk og 4 stoðsendingar Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór og Adam Lallana í sérflokki þegar kemur að því að búa til mörk Gylfi Þór Sigurðsson og Adam Lallana hafa skapað flest mörk miðjumanna í ensku úrvalsdeildinni. 1. febrúar 2017 11:00 Gylfi Þór hefur komið að helmingi marka Swansea í deildinni á tímabilinu Íslenski landsliðsmaðurinn er allt í öllu hjá velska liðinu er það reynir að bjarga sér frá falli. 1. febrúar 2017 09:00 Seldu Ayew í sumar en fengu bróður hans í gær Swansea City fékk í gær Ganverjann Jordan Ayew frá Aston Villa. 1. febrúar 2017 17:30 Sjáðu markið hans Gylfa og öll hin úr enska boltanum í gærkvöldi Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea en Arsenal tapaði á heimavelli og Liverpool og Chelsea gerðu jafntefli. 1. febrúar 2017 08:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er besti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Um það verður ekki deilt og tölfræðin sannar það sem allir sjá. Án Gylfa Þórs, sem er orðinn einn allra besti miðjumaður þessarar erfiðustu deildar heims, væru Svanirnir í lágflugi. Gylfi er svanurinn sem flýgur hæst og heldur liðinu gangandi. Gylfi Þór er búinn að skora sigurmörk í síðustu tveimur leikjum Swansea; fyrst á móti Liverpool á útivelli og svo aftur í fyrradag á móti Southampton. Hann lagði upp mark í báðum þessum leikjum en þökk sé framlagi íslenska landsliðsmannsins er Swansea komið upp úr fallsæti. Ekki má gleyma að Gylfi Þór skoraði níu mörk og lagði upp tvö önnur eftir áramót í fyrra sem bjargaði velska liðinu frá falli.Í ruglinu án Gylfa Það þarf engin íslensk gleraugu eða þjóðarrembing til að sjá að Gylfi er aðalsvanurinn í Swansea. Tölurnar tala sínu máli fyrir Hafnfirðinginn sem hefur verið sjóðheitur á tímabilinu. Swansea er búið að vinna fimm deildarleiki undanfarna 164 daga og Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið að átta mörkum í þeim (4 mörk og 4 stoðsendingar). Hann er búinn að skora og/eða leggja upp mark í síðustu fimm sigurleikjum Swansea og skora sigurmarkið í síðustu tveimur. Ef við tækjum mörk og stoðsendingar Gylfa út úr þessum fimm sigurleikjum þá hefði Swansea aðeins fengið fimm stig í stað þeirra fimmtán sem liðið fékk. Swansea hefur alls fengið 21 stig í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabil en væri bara með 9 stig ef við tækjum út mörk og stoðsendingar Gylfa. Á árinu 2017 hefur Gylfi spilað fjóra deildarleiki. Hann hefur skorað tvö mörk og gefið tvær stoðsendingar í þeim og Swansea hefur unnið þrjá þeirra og náð í samtals 9 stig.Vísir/Getty50 prósent í gegnum Gylfa Swansea er aðeins búið að skora 28 mörk í 23 leikjum á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi Þór hefur komið að fjórtán þeirra eða 50 prósentum með beinum hætti (7 mörk, 7 stoðsendingar). Hann er í 5.-6. sæti listans yfir stoðsendingahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Adam Lallana hjá Liverpool sem er búinn að gefa jafnmargar stoð sendingar fyrir sitt lið. Fyrir ofan þá eru Alexis Sánchez, Arsenal, Matthew Phillips, WBA, og Christian Eriksen, Tottenham, allir með átta stoðsendingar. Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, trónir á toppi stoðsendingalistans með níu stykki.Í sérflokki miðjumanna Gylfi Þór og Lallana eru þeir tveir miðjumenn í ensku úrvalsdeildinni sem hafa skapað flest mörk fyrir sín lið með því að skora eða leggja upp mörk. Lallana er búinn að skora sjö mörk og gefa sjö stoðsendingar og hefur því komið að fjórtán mörkum eins og Gylfi. Þeir tróna efstir á listanum yfir miðjumenn sem skapa flest mörk fyrir sín lið í ensku úrvalsdeildinni. Næstir á listanum eru Tottenham-mennirnir Christian Eriksen og Dele Alli sem hafa báðir skapað þrettán mörk fyrir Spurs. Óhætt er að segja að Gylfi Þór hefur mun meira vægi fyrir sitt lið en hinir þrír. Á meðan Gylfi hefur komið að 50 prósentum marka Swansea með beinum hætti hefur Adam Lallana komið að 27 prósentum marka Liverpool og hinir tveir 31 prósenti marka Tottenham hvor um sig.Vísir/GettyGylfi Þór Sigurðsson í síðustu fimm sigrum Swansea City5-4 sigur á Crystal Palace Mark og stoðsending3-0 sigur á Sunderland Mark og stoðsending2-1 sigur á Crystal Palace Stoðsending3-2 sigur á Liverpool Sigurmark2-1 sigur á Southampton Sigurmark og stoðsendingSamanlagt 4 mörk og 4 stoðsendingar
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór og Adam Lallana í sérflokki þegar kemur að því að búa til mörk Gylfi Þór Sigurðsson og Adam Lallana hafa skapað flest mörk miðjumanna í ensku úrvalsdeildinni. 1. febrúar 2017 11:00 Gylfi Þór hefur komið að helmingi marka Swansea í deildinni á tímabilinu Íslenski landsliðsmaðurinn er allt í öllu hjá velska liðinu er það reynir að bjarga sér frá falli. 1. febrúar 2017 09:00 Seldu Ayew í sumar en fengu bróður hans í gær Swansea City fékk í gær Ganverjann Jordan Ayew frá Aston Villa. 1. febrúar 2017 17:30 Sjáðu markið hans Gylfa og öll hin úr enska boltanum í gærkvöldi Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea en Arsenal tapaði á heimavelli og Liverpool og Chelsea gerðu jafntefli. 1. febrúar 2017 08:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Gylfi Þór og Adam Lallana í sérflokki þegar kemur að því að búa til mörk Gylfi Þór Sigurðsson og Adam Lallana hafa skapað flest mörk miðjumanna í ensku úrvalsdeildinni. 1. febrúar 2017 11:00
Gylfi Þór hefur komið að helmingi marka Swansea í deildinni á tímabilinu Íslenski landsliðsmaðurinn er allt í öllu hjá velska liðinu er það reynir að bjarga sér frá falli. 1. febrúar 2017 09:00
Seldu Ayew í sumar en fengu bróður hans í gær Swansea City fékk í gær Ganverjann Jordan Ayew frá Aston Villa. 1. febrúar 2017 17:30
Sjáðu markið hans Gylfa og öll hin úr enska boltanum í gærkvöldi Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea en Arsenal tapaði á heimavelli og Liverpool og Chelsea gerðu jafntefli. 1. febrúar 2017 08:30