Gylfi Þór og Adam Lallana í sérflokki þegar kemur að því að búa til mörk Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2017 11:00 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Swansea þegar liðið lagði Southampton, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en með sigri komst liðið upp úr fallsæti. Hafnfirðingurinn lagði einnig upp fyrra mark liðsins fyrir Alfie Mawson en Gylfi Þór er nú búinn að skora sjö mörk og leggja upp önnur sjö í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Íslenski landsliðsmaðurinn er búinn að koma með beinum hætti að fjórtán mörkum Swansea af 28 í ensku úrvalsdeildinni eða 50 prósent marka liðsins. Erfitt er að sjá hvað það myndi gera án hans. Eini maðurinn með eins tölfræði og Gylfi Þór er enski landsliðsmaðurinn Adam Lallana, leikmaður Liverpool. Hann er búinn að skora sjö mörk og leggja upp sjö fyrir sitt lið og koma að fjórtán af 52 mörkum Liverpool.Gylfi Þór og Lallana eru þeir tveir miðjumenn í ensku úrvalsdeildinni sem hafa skapað flest mörk fyrir sín lið með því að skora eða leggja upp en næstir koma Tottenham-mennirnir Christian Eriksen og Dele Alli sem hafa báðir skapað þrettán mörk fyrir Spurs. Óhætt er að segja að Gylfi Þór hefur mun meira vægi fyrir sitt lið en hinir þrír þar sem Lallana hefur komið að 27 prósent marka Liverpool og hinir tveir 31 prósent marka Tottenham hvor um sig. Gylfi er í 5.-6. sæti listans yfir stoðsendingahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Adam Lallana. Fyrir ofan þá eru Alexis Sánchez, Arsenal, Matthew Phillips, WBA, og Christian Eriksen, Tottenham, allir með átta stoðsendingar. Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, trónir á toppi stoðsendingalistans með níu stykki.Most Premier League goals & assists by midfielders this term:Adam Lallana (14)Gylfi Sigurdsson (14)Christian Eriksen (13)Dele Alli (13) pic.twitter.com/jWCklAap3E— Squawka Football (@Squawka) January 31, 2017 Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi með sigurmark Swansea annan leikinn í röð | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við mikilvægan 2-1 heimasigur Swansea á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 31. janúar 2017 21:30 Gylfi Þór hefur komið að helmingi marka Swansea í deildinni á tímabilinu Íslenski landsliðsmaðurinn er allt í öllu hjá velska liðinu er það reynir að bjarga sér frá falli. 1. febrúar 2017 09:00 Swansea upp að hlið Leicester og Burnley vann | Úrslit kvöldsins í enska | Sjáðu mörkin Sigurmark Gylfa Þór Sigurðssonar sá til þess að Swansea sat ekki í fallsæti eftir leiki kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni því Crystal Palace vann 2-0 útisigur á Bournemouth á sama tíma. 31. janúar 2017 22:00 Sjáðu markið hans Gylfa og öll hin úr enska boltanum í gærkvöldi Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea en Arsenal tapaði á heimavelli og Liverpool og Chelsea gerðu jafntefli. 1. febrúar 2017 08:30 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Swansea þegar liðið lagði Southampton, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en með sigri komst liðið upp úr fallsæti. Hafnfirðingurinn lagði einnig upp fyrra mark liðsins fyrir Alfie Mawson en Gylfi Þór er nú búinn að skora sjö mörk og leggja upp önnur sjö í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Íslenski landsliðsmaðurinn er búinn að koma með beinum hætti að fjórtán mörkum Swansea af 28 í ensku úrvalsdeildinni eða 50 prósent marka liðsins. Erfitt er að sjá hvað það myndi gera án hans. Eini maðurinn með eins tölfræði og Gylfi Þór er enski landsliðsmaðurinn Adam Lallana, leikmaður Liverpool. Hann er búinn að skora sjö mörk og leggja upp sjö fyrir sitt lið og koma að fjórtán af 52 mörkum Liverpool.Gylfi Þór og Lallana eru þeir tveir miðjumenn í ensku úrvalsdeildinni sem hafa skapað flest mörk fyrir sín lið með því að skora eða leggja upp en næstir koma Tottenham-mennirnir Christian Eriksen og Dele Alli sem hafa báðir skapað þrettán mörk fyrir Spurs. Óhætt er að segja að Gylfi Þór hefur mun meira vægi fyrir sitt lið en hinir þrír þar sem Lallana hefur komið að 27 prósent marka Liverpool og hinir tveir 31 prósent marka Tottenham hvor um sig. Gylfi er í 5.-6. sæti listans yfir stoðsendingahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Adam Lallana. Fyrir ofan þá eru Alexis Sánchez, Arsenal, Matthew Phillips, WBA, og Christian Eriksen, Tottenham, allir með átta stoðsendingar. Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, trónir á toppi stoðsendingalistans með níu stykki.Most Premier League goals & assists by midfielders this term:Adam Lallana (14)Gylfi Sigurdsson (14)Christian Eriksen (13)Dele Alli (13) pic.twitter.com/jWCklAap3E— Squawka Football (@Squawka) January 31, 2017
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi með sigurmark Swansea annan leikinn í röð | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við mikilvægan 2-1 heimasigur Swansea á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 31. janúar 2017 21:30 Gylfi Þór hefur komið að helmingi marka Swansea í deildinni á tímabilinu Íslenski landsliðsmaðurinn er allt í öllu hjá velska liðinu er það reynir að bjarga sér frá falli. 1. febrúar 2017 09:00 Swansea upp að hlið Leicester og Burnley vann | Úrslit kvöldsins í enska | Sjáðu mörkin Sigurmark Gylfa Þór Sigurðssonar sá til þess að Swansea sat ekki í fallsæti eftir leiki kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni því Crystal Palace vann 2-0 útisigur á Bournemouth á sama tíma. 31. janúar 2017 22:00 Sjáðu markið hans Gylfa og öll hin úr enska boltanum í gærkvöldi Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea en Arsenal tapaði á heimavelli og Liverpool og Chelsea gerðu jafntefli. 1. febrúar 2017 08:30 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira
Gylfi með sigurmark Swansea annan leikinn í röð | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við mikilvægan 2-1 heimasigur Swansea á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 31. janúar 2017 21:30
Gylfi Þór hefur komið að helmingi marka Swansea í deildinni á tímabilinu Íslenski landsliðsmaðurinn er allt í öllu hjá velska liðinu er það reynir að bjarga sér frá falli. 1. febrúar 2017 09:00
Swansea upp að hlið Leicester og Burnley vann | Úrslit kvöldsins í enska | Sjáðu mörkin Sigurmark Gylfa Þór Sigurðssonar sá til þess að Swansea sat ekki í fallsæti eftir leiki kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni því Crystal Palace vann 2-0 útisigur á Bournemouth á sama tíma. 31. janúar 2017 22:00
Sjáðu markið hans Gylfa og öll hin úr enska boltanum í gærkvöldi Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea en Arsenal tapaði á heimavelli og Liverpool og Chelsea gerðu jafntefli. 1. febrúar 2017 08:30