Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júní 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstu dögum draga Bandaríkin út úr samkomulagi 195 ríkja um aðgerðir í loftslagsmálum, svokölluðu Parísarsamkomulagi. Þetta fullyrða allnokkrir bandarískir fjölmiðlar og vitna í ónafngreinda heimildarmenn innan ríkisstjórnar Trumps. Samkomulagið var undirritað árið 2015 og var það í fyrsta sinn sem svo stór hluti heimsbyggðarinnar sameinaðist í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Alls samþykktu 195 af 197 ríkjum Sameinuðu þjóðanna samkomulagið. Sýrland og Níkaragva stóðu ein utan þess. Bandaríkin eru það ríki heims sem blæs út næstmestu magni gróðurhúsalofttegunda. Eru þau því einungis eftirbátur Kínverja. Því er ljóst að riftun samkomulagsins myndi hafa veruleg áhrif. Samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025. Óttast er að væntanleg aðgerð Trumps gæti orðið til þess að fleiri ríki fari að fordæmi Bandaríkjanna eða sinni skuldbindingu sinni verr. Hins vegar hafa leiðtogar Kína, Indlands og Evrópusambandsins sagst munu virða samkomulagið jafnvel ef Trump dregur Bandaríkin út úr því. „Félagar okkar í Afríku, Asíu og Kína vænta þess nú að Evrópa leiði þetta átak og við erum tilbúin til þess,“ sagði Maros Sefcovic, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við Reuters í gær. „Samkomulagið fellur ekki saman ef ríki dregur sig út úr því,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við BBC. Hann sagði þó að mikilvægt væri að Bandaríkin væru áfram hluti af umræðunni þar sem loftslagsbreytingar væru vandi allra. „En ef eitt ríki dregur sig úr þá er það meiri ástæða fyrir öll hin til að sameinast og ganga úr skugga um að markmið Parísarsamkomulagsins verði uppfyllt,“ sagði Guterres enn fremur. Óljóst er með hvaða hætti ríkisstjórn Trumps gæti dregið sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þessu heldur Paul Rincon, greinandi hjá BBC, fram. Samkvæmt ákvæðum samkomulagsins tekur fjögur ár að draga sig út úr því en með því að draga sig úr rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar gætu Bandaríkin losnað á einu ári. Trump hefur verið einarður andstæðingur samkomulagsins allt frá því í kosningabaráttunni. Hefur hann til að mynda sagt að loftslagsbreytingar væru gabb. Þá hét hann því í kosningabaráttunni að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Það væri slæmt fyrir bandarískt viðskiptalíf og ylli því að erlendir embættismenn gætu haft of mikil áhrif á bandarískt samfélag. „Ég mun tilkynna um ákvörðun mína er varðar Parísarsamkomulagið á næstu dögum. GERUM BANDARÍKIN FRÁBÆR Á NÝ,“ tísti forsetinn í gær. I will be announcing my decision on Paris Accord, Thursday at 3:00 P.M. The White House Rose Garden. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 1, 2017 Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstu dögum draga Bandaríkin út úr samkomulagi 195 ríkja um aðgerðir í loftslagsmálum, svokölluðu Parísarsamkomulagi. Þetta fullyrða allnokkrir bandarískir fjölmiðlar og vitna í ónafngreinda heimildarmenn innan ríkisstjórnar Trumps. Samkomulagið var undirritað árið 2015 og var það í fyrsta sinn sem svo stór hluti heimsbyggðarinnar sameinaðist í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Alls samþykktu 195 af 197 ríkjum Sameinuðu þjóðanna samkomulagið. Sýrland og Níkaragva stóðu ein utan þess. Bandaríkin eru það ríki heims sem blæs út næstmestu magni gróðurhúsalofttegunda. Eru þau því einungis eftirbátur Kínverja. Því er ljóst að riftun samkomulagsins myndi hafa veruleg áhrif. Samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025. Óttast er að væntanleg aðgerð Trumps gæti orðið til þess að fleiri ríki fari að fordæmi Bandaríkjanna eða sinni skuldbindingu sinni verr. Hins vegar hafa leiðtogar Kína, Indlands og Evrópusambandsins sagst munu virða samkomulagið jafnvel ef Trump dregur Bandaríkin út úr því. „Félagar okkar í Afríku, Asíu og Kína vænta þess nú að Evrópa leiði þetta átak og við erum tilbúin til þess,“ sagði Maros Sefcovic, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við Reuters í gær. „Samkomulagið fellur ekki saman ef ríki dregur sig út úr því,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við BBC. Hann sagði þó að mikilvægt væri að Bandaríkin væru áfram hluti af umræðunni þar sem loftslagsbreytingar væru vandi allra. „En ef eitt ríki dregur sig úr þá er það meiri ástæða fyrir öll hin til að sameinast og ganga úr skugga um að markmið Parísarsamkomulagsins verði uppfyllt,“ sagði Guterres enn fremur. Óljóst er með hvaða hætti ríkisstjórn Trumps gæti dregið sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þessu heldur Paul Rincon, greinandi hjá BBC, fram. Samkvæmt ákvæðum samkomulagsins tekur fjögur ár að draga sig út úr því en með því að draga sig úr rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar gætu Bandaríkin losnað á einu ári. Trump hefur verið einarður andstæðingur samkomulagsins allt frá því í kosningabaráttunni. Hefur hann til að mynda sagt að loftslagsbreytingar væru gabb. Þá hét hann því í kosningabaráttunni að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Það væri slæmt fyrir bandarískt viðskiptalíf og ylli því að erlendir embættismenn gætu haft of mikil áhrif á bandarískt samfélag. „Ég mun tilkynna um ákvörðun mína er varðar Parísarsamkomulagið á næstu dögum. GERUM BANDARÍKIN FRÁBÆR Á NÝ,“ tísti forsetinn í gær. I will be announcing my decision on Paris Accord, Thursday at 3:00 P.M. The White House Rose Garden. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 1, 2017
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira