Trump sagði Pútín að kjarnorkusamningur ríkjanna væri slæmur fyrir Bandaríkin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 23:06 Trump ræddi við Pútín í síma í seinasta mánuði. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í sínu fyrsta símtali við Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, að kjarnorkusamningur sem ríkin gerðu með sér árið 2010 væri enn einn slæmi samningurinn sem forveri hans í embætti, Barack Obama, hefði gert og að hann væri ekki Bandaríkjunum í hag. Reuters greinir frá þessu og hefur eftir heimildamönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins. Samningurinn kveður á um að bæði Bandaríkin og Rússland skuldbinda sig til að minnka þann fjölda kjarnorkuvopna sem þjóðirnar hafa til umráða. Þegar Pútín minntist á möguleikann á að framlengja samninginn í símtalinu við Trump þurfti hann að gera hlé á samtalinu til að spyrja ráðgjafa sína um hvaða samning Rússlandsforseti væri að tala. Þegar hann hafði svo fengið það á hreint sagði hann að þetta væri slæmur samningur fyrir Bandaríkin en væri hins vegar Rússum í hag. Þá talaði Trump líka um vinsældir sínar við Pútín. Símtalið varði í um klukkustund í síðasta mánuði. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði þá að um einkasamtal á milli forsetanna hefði verið að ræða og að hann vildi ekki fara nánar út í það. Í kosningabaráttu sinni minntist Trump einu sinni á samninginn. Hann hélt því þá ranglega fram að hann fæli það í sér að Rússar gætu haldið áfram að framleiða kjarnavopn á meðan Bandaríkin mættu það ekki. Jeanne Shaheen, öldungadeildarþingmaður Demókrata og nefndarmaður í utanríkismálanefnd öldungadeildar, segir það grafalvarlegt ef forseti Bandaríkjanna viti ekki hvað felist í samningi ríkjanna varðandi kjarnavopn. „Samningurinn hefur án efa gert landið okkar öruggara en það er skoðun þjóðaröryggissérfræðinga bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum,“ sagði Shaheen í yfirlýsingu. Donald Trump Tengdar fréttir Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ver Vladimír Pútín, í nýlegu viðtali, gegn ásökunum um morð sem framin hafa verið af rússneskum stjórnvöldum. 5. febrúar 2017 18:06 Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í sínu fyrsta símtali við Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, að kjarnorkusamningur sem ríkin gerðu með sér árið 2010 væri enn einn slæmi samningurinn sem forveri hans í embætti, Barack Obama, hefði gert og að hann væri ekki Bandaríkjunum í hag. Reuters greinir frá þessu og hefur eftir heimildamönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins. Samningurinn kveður á um að bæði Bandaríkin og Rússland skuldbinda sig til að minnka þann fjölda kjarnorkuvopna sem þjóðirnar hafa til umráða. Þegar Pútín minntist á möguleikann á að framlengja samninginn í símtalinu við Trump þurfti hann að gera hlé á samtalinu til að spyrja ráðgjafa sína um hvaða samning Rússlandsforseti væri að tala. Þegar hann hafði svo fengið það á hreint sagði hann að þetta væri slæmur samningur fyrir Bandaríkin en væri hins vegar Rússum í hag. Þá talaði Trump líka um vinsældir sínar við Pútín. Símtalið varði í um klukkustund í síðasta mánuði. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði þá að um einkasamtal á milli forsetanna hefði verið að ræða og að hann vildi ekki fara nánar út í það. Í kosningabaráttu sinni minntist Trump einu sinni á samninginn. Hann hélt því þá ranglega fram að hann fæli það í sér að Rússar gætu haldið áfram að framleiða kjarnavopn á meðan Bandaríkin mættu það ekki. Jeanne Shaheen, öldungadeildarþingmaður Demókrata og nefndarmaður í utanríkismálanefnd öldungadeildar, segir það grafalvarlegt ef forseti Bandaríkjanna viti ekki hvað felist í samningi ríkjanna varðandi kjarnavopn. „Samningurinn hefur án efa gert landið okkar öruggara en það er skoðun þjóðaröryggissérfræðinga bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum,“ sagði Shaheen í yfirlýsingu.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ver Vladimír Pútín, í nýlegu viðtali, gegn ásökunum um morð sem framin hafa verið af rússneskum stjórnvöldum. 5. febrúar 2017 18:06 Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Trump ver Pútín: „Heldur þú að landið okkar sé svona saklaust?“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ver Vladimír Pútín, í nýlegu viðtali, gegn ásökunum um morð sem framin hafa verið af rússneskum stjórnvöldum. 5. febrúar 2017 18:06
Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent