Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2017 20:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun að banna trans fólki að þjóna í herafla Bandaríkjanna svo hann gæti tryggt sér fjármagn til byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra og James Mattis, varnarmálaráðherra, greip ekki til aðgerða sem þeim þóknuðust. Trump hikaði ekki, samkvæmt frétt Politico, og tilkynnti bannið á Twitter í dag. Deilurnar meðal þingmanna ógnuðu frumvarpi sem ætlað er að tryggja fjármagn til byggingu múrsins umdeilda. Þingmennirnir höfðu hótað því að styðja ekki frumvarpið ef fjárútlát ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði ekki stöðvað.Sjá einnig: Transfólk má ekki gegn herþjónustu0,04 til 0,13 prósent Eins og stendur eru allt að 250 manneskjur í herafla Bandaríkjanna sem eru í því ferli að leiðrétta kyn sitt. Rand Corp. áætlaði í fyrra að um 2.450 manns sem hafa farið í kynleiðréttingu hafi þjónað í hernum. Herafli Bandaríkjanna samanstendur af um 1,3 milljónum manna. Óvíst er hvað verður um trans fólk sem gegnir nú herþjónustu. Sarah Huckabee, talskona Hvíta hússins, sagði í dag að farið yrði yfir hvernig bannið yrði sett á.Rand Corp. áætlaði einnig að kostnaður heraflans vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði frá 2,4 milljónum dala til 8,4 milljóna á ári. Það fæli í sér 0,04 til 0,13 prósenta aukninga fjárútláta, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Skammt er síðan frumvarp var lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, sem hefðu meinað hernaðaryfirvöldum landsins að borga fyrir kynleiðréttingaraðgerðir. Það frumvarp var þó fellt með naumum meirihluta.Samkvæmt frétt Washington Post virðist ákvörðun Trump hafa komið mörgum þingmönnum Repúblikanaflokksins á óvart í dag. Demókratar hafa gagnrýnt forsetann harðlega og það hafa repúblikanar einnig gert. John McCain sagði til dæmis að yfirlýsing forsetans hefði verið óljós og „enn eitt dæmið“ um að ekki ætti að tilkynna mikilvægar stefnubreytingar á Twitter. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun að banna trans fólki að þjóna í herafla Bandaríkjanna svo hann gæti tryggt sér fjármagn til byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra og James Mattis, varnarmálaráðherra, greip ekki til aðgerða sem þeim þóknuðust. Trump hikaði ekki, samkvæmt frétt Politico, og tilkynnti bannið á Twitter í dag. Deilurnar meðal þingmanna ógnuðu frumvarpi sem ætlað er að tryggja fjármagn til byggingu múrsins umdeilda. Þingmennirnir höfðu hótað því að styðja ekki frumvarpið ef fjárútlát ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði ekki stöðvað.Sjá einnig: Transfólk má ekki gegn herþjónustu0,04 til 0,13 prósent Eins og stendur eru allt að 250 manneskjur í herafla Bandaríkjanna sem eru í því ferli að leiðrétta kyn sitt. Rand Corp. áætlaði í fyrra að um 2.450 manns sem hafa farið í kynleiðréttingu hafi þjónað í hernum. Herafli Bandaríkjanna samanstendur af um 1,3 milljónum manna. Óvíst er hvað verður um trans fólk sem gegnir nú herþjónustu. Sarah Huckabee, talskona Hvíta hússins, sagði í dag að farið yrði yfir hvernig bannið yrði sett á.Rand Corp. áætlaði einnig að kostnaður heraflans vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði frá 2,4 milljónum dala til 8,4 milljóna á ári. Það fæli í sér 0,04 til 0,13 prósenta aukninga fjárútláta, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Skammt er síðan frumvarp var lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, sem hefðu meinað hernaðaryfirvöldum landsins að borga fyrir kynleiðréttingaraðgerðir. Það frumvarp var þó fellt með naumum meirihluta.Samkvæmt frétt Washington Post virðist ákvörðun Trump hafa komið mörgum þingmönnum Repúblikanaflokksins á óvart í dag. Demókratar hafa gagnrýnt forsetann harðlega og það hafa repúblikanar einnig gert. John McCain sagði til dæmis að yfirlýsing forsetans hefði verið óljós og „enn eitt dæmið“ um að ekki ætti að tilkynna mikilvægar stefnubreytingar á Twitter.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira