Það er talsverður áhugi á Riyad Mahrez, leikmanni Leicester, í sumar en félög sem vilja fá hann þurfa að opna veskið.
Nú hefur stjóri Leicester, Craig Shakespeare, staðfest að félagið hafi hafnað tilboði frá Roma í leikmanninn.
Shakespeare segir að tilboðið hafi einfaldlega verið of lágt.
Mahrez sagði í maí að hann vildi fara frá félaginu en Leicester ætlar ekki að selja nema það fái 50 milljónir punda fyrir hann.

