David Attenborough: Heimshöfunum aldrei verið ógnað jafn mikið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2017 10:12 David Attenborough segir að mannkynið hafi ríka skyldu til að huga að höfum heimsins. vísir/getty Heimshöfunum hefur aldrei verið ógnað jafn mikið segir Sir David Attenborough, einn þekktasti sjónvarpsmaður og náttúrufræðingur heims. Höfin séu gríðarlega mikilvægur hluti af vistkerfi heimsins svo allt líf á jörðinni ræðst af því hvað maðurinn gerir í framtíðinni. Attenborough mun vekja athygli í þessu í lokaþætti þáttaraðar sinnar Blue Planet 2. Í þættinum mun hann fjalla ítarlega um hvaða áhrif loftslagsbreytingar, plastmengun, ofveiði og jafnvel hávaði hefur á heimshöfin og lífríki þeirra, að því er fram kemur á vef Guardian. Attenborough hefur stundum sætt gagnrýni fyrir að fjalla ekki nógu mikið um skaðleg áhrif mannsins á náttúruna í sjónvarpsþáttum sínum sem jafnan njóta gríðarlegra vinsælda. „Í mörg ár héldum við að höfin væru svo víðfeðm og íbúar þeirra svo óendanlega margir að ekkert sem við gerðum myndi hafa áhrif. Nú vitum við að við höfðum rangt fyrir okkur,“ segir Attenborough. „Það er augljóst að gjörðir okkar hafa mikil áhrif á heimshöfin og þeim hefur aldrei verið ógnað jafn mikið í sögunni. Margir telja að nú sé komið að straumhvörfum hvað varðar höfin og stöðu þeirra.“Gríðarlega mikið af plasti er í sjónum og er það einn helsti mengunarvaldurinn í höfum heimsins.vísir/gettySumt myndefnið of átakanlegt til þess að sjónvarpa því Attenborough segir að mannkynið hafi ríka skyldu til að huga að höfum heimsins þar sem framtíð mannsins og alls annars lífs á jörðinni reiði sig á hvað maðurinn sjálfur geri. Þáttur Attenborough er á dagskrá Breska ríkisútvarpsins, BBC. Yfirmenn þar höfðu áhyggjur af því að þátturinn yrði of pólitískur og létu kanna þær staðreyndir sem þar komu fram. Þær stóðust allar. Framleiðandinn, Mark Brownlow, segir að það hafi verið ómögulegt að líta fram hjá þeim skaða sem verið er að valda í höfunum. „Við gátum einfaldlega ekki hundsað þetta og það hefði þá heldur ekki verið rétt frásögn af því sem er að gerast í höfum heimsins. Við erum ekki í einhverri baráttu, við erum bara að sýna hlutina eins og þeir eru,“ segir Brownlow. Hann sagði jafnframt að myndefni sem hefði verið tekið af albatrosaungum þar sem þeir borða plast sem þeir halda að sé fæða og deyja svo í kjölfarið hafi verið of átakanlegt til þess að hægt væri að sjónvarpa því. Loftslagsbreytingar valda því að hitastig sjávar hækkar. Þetta hefur skaðleg áhrif á lífríki sjávar, til að mynda kóralla sem eru lífsnauðsynlegir vistkerfinu. Þá er hávaði sem berst frá skipum, ferðamennsku og vinnslu jarðefnaeldsneytis einnig talinn skaðlegur fyrir heimshöfin og lífríki þeirra. Plast er síðan úti um allt í sjónum en tökulið Blue Planet 2 fann plast alls staðar þar sem það fór um. Þátturinn verður sýndur á BBC 1 á sunnudagskvöld. Tengdar fréttir Líklega áframhaldandi hlýnun hér á landi: „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar“ Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsbreytingum hélt í dag erindi á Umhverfisþingi í Hörpu. 20. október 2017 11:15 Afkvæmi sjávardýra í mestri hættu Súrnun sjávar mun hafa mikil áhrif á lífríki sjávar ef ekki tekst að grípa í taumana og draga úr útblæstri á jörðinni. 23. október 2017 07:13 Frekari súrnun sjávar mun hafa áhrif á allt sjávarlíf Ný rannsókn sem unnið hefur verið að í átta ár með aðkomu 250 vísindamanna sýnir að afkvæmi sjávardýra eru í mestri hættu. 23. október 2017 15:24 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Heimshöfunum hefur aldrei verið ógnað jafn mikið segir Sir David Attenborough, einn þekktasti sjónvarpsmaður og náttúrufræðingur heims. Höfin séu gríðarlega mikilvægur hluti af vistkerfi heimsins svo allt líf á jörðinni ræðst af því hvað maðurinn gerir í framtíðinni. Attenborough mun vekja athygli í þessu í lokaþætti þáttaraðar sinnar Blue Planet 2. Í þættinum mun hann fjalla ítarlega um hvaða áhrif loftslagsbreytingar, plastmengun, ofveiði og jafnvel hávaði hefur á heimshöfin og lífríki þeirra, að því er fram kemur á vef Guardian. Attenborough hefur stundum sætt gagnrýni fyrir að fjalla ekki nógu mikið um skaðleg áhrif mannsins á náttúruna í sjónvarpsþáttum sínum sem jafnan njóta gríðarlegra vinsælda. „Í mörg ár héldum við að höfin væru svo víðfeðm og íbúar þeirra svo óendanlega margir að ekkert sem við gerðum myndi hafa áhrif. Nú vitum við að við höfðum rangt fyrir okkur,“ segir Attenborough. „Það er augljóst að gjörðir okkar hafa mikil áhrif á heimshöfin og þeim hefur aldrei verið ógnað jafn mikið í sögunni. Margir telja að nú sé komið að straumhvörfum hvað varðar höfin og stöðu þeirra.“Gríðarlega mikið af plasti er í sjónum og er það einn helsti mengunarvaldurinn í höfum heimsins.vísir/gettySumt myndefnið of átakanlegt til þess að sjónvarpa því Attenborough segir að mannkynið hafi ríka skyldu til að huga að höfum heimsins þar sem framtíð mannsins og alls annars lífs á jörðinni reiði sig á hvað maðurinn sjálfur geri. Þáttur Attenborough er á dagskrá Breska ríkisútvarpsins, BBC. Yfirmenn þar höfðu áhyggjur af því að þátturinn yrði of pólitískur og létu kanna þær staðreyndir sem þar komu fram. Þær stóðust allar. Framleiðandinn, Mark Brownlow, segir að það hafi verið ómögulegt að líta fram hjá þeim skaða sem verið er að valda í höfunum. „Við gátum einfaldlega ekki hundsað þetta og það hefði þá heldur ekki verið rétt frásögn af því sem er að gerast í höfum heimsins. Við erum ekki í einhverri baráttu, við erum bara að sýna hlutina eins og þeir eru,“ segir Brownlow. Hann sagði jafnframt að myndefni sem hefði verið tekið af albatrosaungum þar sem þeir borða plast sem þeir halda að sé fæða og deyja svo í kjölfarið hafi verið of átakanlegt til þess að hægt væri að sjónvarpa því. Loftslagsbreytingar valda því að hitastig sjávar hækkar. Þetta hefur skaðleg áhrif á lífríki sjávar, til að mynda kóralla sem eru lífsnauðsynlegir vistkerfinu. Þá er hávaði sem berst frá skipum, ferðamennsku og vinnslu jarðefnaeldsneytis einnig talinn skaðlegur fyrir heimshöfin og lífríki þeirra. Plast er síðan úti um allt í sjónum en tökulið Blue Planet 2 fann plast alls staðar þar sem það fór um. Þátturinn verður sýndur á BBC 1 á sunnudagskvöld.
Tengdar fréttir Líklega áframhaldandi hlýnun hér á landi: „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar“ Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsbreytingum hélt í dag erindi á Umhverfisþingi í Hörpu. 20. október 2017 11:15 Afkvæmi sjávardýra í mestri hættu Súrnun sjávar mun hafa mikil áhrif á lífríki sjávar ef ekki tekst að grípa í taumana og draga úr útblæstri á jörðinni. 23. október 2017 07:13 Frekari súrnun sjávar mun hafa áhrif á allt sjávarlíf Ný rannsókn sem unnið hefur verið að í átta ár með aðkomu 250 vísindamanna sýnir að afkvæmi sjávardýra eru í mestri hættu. 23. október 2017 15:24 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Líklega áframhaldandi hlýnun hér á landi: „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar“ Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsbreytingum hélt í dag erindi á Umhverfisþingi í Hörpu. 20. október 2017 11:15
Afkvæmi sjávardýra í mestri hættu Súrnun sjávar mun hafa mikil áhrif á lífríki sjávar ef ekki tekst að grípa í taumana og draga úr útblæstri á jörðinni. 23. október 2017 07:13
Frekari súrnun sjávar mun hafa áhrif á allt sjávarlíf Ný rannsókn sem unnið hefur verið að í átta ár með aðkomu 250 vísindamanna sýnir að afkvæmi sjávardýra eru í mestri hættu. 23. október 2017 15:24