Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi.
Valskonur, sem var spáð Íslandsmeistaratitlinum, hafa farið illa af stað og hafa tapað tveimur af fyrstu leikjum sínum í Pepsi-deildinni.
Úlfar var greinilega ekki sáttur eftir leik og var á mikilli hraðferð. Svo mikilli að hann gaf sér ekki tíma til að ræða við fjölmiðla.
Hrafnhildur Hauksdóttir, vinstri bakvörður Vals, mætti í viðtöl fyrir hönd liðsins.
Næsti leikur Vals er gegn Stjörnunni á þriðjudaginn.
Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Blikar sýndu klærnar í miklu hvassviðri
Breiðablik vann afar sterkan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna í Kópavogi í kvöld í miklu hvassviðri. Blikastúlkur halda því í við Þór/KA sem situr á toppi deildarinnar