Árásarmaðurinn í Quebec: Þekktur fyrir öfgar og þjóðernishyggju Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2017 10:51 Íbúar hafa lagt blómvendi við moskuna í Quebec. Vísir/AFP Fransk-kanadíski háskólaneminn Alexandre Bissonnette hefur verið ákærður fyrir sex morð og fimm morðtilraunir. Hann er sakaður um að hafa skotið á hóp manna í mosku í Qubec í Kanada á sunnudaginn. Minnst sex karlmenn létu lífið og 19 særðust. Fimm voru fluttir á sjúkrahús í alvarlegu ástandi og eru tveir af þeim enn í alvarlegu ástandi.Bissonnette var þekktur fyrir öfgafullar skoðanir sínar varðandi þjóðernishyggju. Þá hafði hann verið duglegur við að lýsa yfir stuðningi sínum við Marie Le Pen í Frakklandi og Donald Trump í Bandaríkjunum á samfélagsmiðlum. Hann hafði einnig lýst yfir stuðningi sínum samtökin „Génération Nationale“ sem meðal annars setja sig alfarið gegn „fjölmenningu“ svokallaðri. Yfirvöld í Kanada líta á árásina sem hryðjuverk og verður Bissonnette mögulega ákærður fyrir hryðjuverk seinna meir. AP fréttaveitan segir frá því að Bissonette hafi verið þekktur á meðal aðila sem hafa eftirlit með öfgasamtökum í Quebec. Hann hafði þó ekki vakið athygli lögreglu áður.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í KanadaSamkvæmt CBC í Kanada var Bissonnette að leigja íbúð með bróður sínum nærri moskunni sem hann réðst á. Nágrannar lýsa honum sem „lokuðum“. Hann var handtekinn um hálftíma eftir árásina, en hann hringdi í Neyðarlínuna til að gefa sig fram. Þá lagði hann bíl sínum í um fimm kílómetra fjarlægð frá moskunni og beið þar til lögregluþjónar handtóku hann. Annar maður var handtekinn skömmu eftir árásina, en honum var síðan sleppt. Hann hafði flúið undan vopnuðum lögregluþjónum þegar hann var handtekinn, en hann segist hafa hlaupið þar sem hann óttaðist að árásarmaðurinn hafði snúið aftur. Í Quebec búa rúmlega 500 þúsund manns og er glæpatíðni þar frekar lág. Til að mynda voru tvö morð framin þar árið 2015. Þá eru skotárásir sjaldgæfar í Kanada, en þar eru lög um skotvopn umtalsvert strangari en í Bandaríkjunum. Donald Trump Tengdar fréttir Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16 Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14 Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Tveir menn myrtu sex og særðu á annan tug í skotárás á mosku í Quebec í fyrrakvöld. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Í Bandaríkjunum hafa þrjár moskur brunnið á síðustu vikum. 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Fransk-kanadíski háskólaneminn Alexandre Bissonnette hefur verið ákærður fyrir sex morð og fimm morðtilraunir. Hann er sakaður um að hafa skotið á hóp manna í mosku í Qubec í Kanada á sunnudaginn. Minnst sex karlmenn létu lífið og 19 særðust. Fimm voru fluttir á sjúkrahús í alvarlegu ástandi og eru tveir af þeim enn í alvarlegu ástandi.Bissonnette var þekktur fyrir öfgafullar skoðanir sínar varðandi þjóðernishyggju. Þá hafði hann verið duglegur við að lýsa yfir stuðningi sínum við Marie Le Pen í Frakklandi og Donald Trump í Bandaríkjunum á samfélagsmiðlum. Hann hafði einnig lýst yfir stuðningi sínum samtökin „Génération Nationale“ sem meðal annars setja sig alfarið gegn „fjölmenningu“ svokallaðri. Yfirvöld í Kanada líta á árásina sem hryðjuverk og verður Bissonnette mögulega ákærður fyrir hryðjuverk seinna meir. AP fréttaveitan segir frá því að Bissonette hafi verið þekktur á meðal aðila sem hafa eftirlit með öfgasamtökum í Quebec. Hann hafði þó ekki vakið athygli lögreglu áður.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í KanadaSamkvæmt CBC í Kanada var Bissonnette að leigja íbúð með bróður sínum nærri moskunni sem hann réðst á. Nágrannar lýsa honum sem „lokuðum“. Hann var handtekinn um hálftíma eftir árásina, en hann hringdi í Neyðarlínuna til að gefa sig fram. Þá lagði hann bíl sínum í um fimm kílómetra fjarlægð frá moskunni og beið þar til lögregluþjónar handtóku hann. Annar maður var handtekinn skömmu eftir árásina, en honum var síðan sleppt. Hann hafði flúið undan vopnuðum lögregluþjónum þegar hann var handtekinn, en hann segist hafa hlaupið þar sem hann óttaðist að árásarmaðurinn hafði snúið aftur. Í Quebec búa rúmlega 500 þúsund manns og er glæpatíðni þar frekar lág. Til að mynda voru tvö morð framin þar árið 2015. Þá eru skotárásir sjaldgæfar í Kanada, en þar eru lög um skotvopn umtalsvert strangari en í Bandaríkjunum.
Donald Trump Tengdar fréttir Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16 Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14 Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Tveir menn myrtu sex og særðu á annan tug í skotárás á mosku í Quebec í fyrrakvöld. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Í Bandaríkjunum hafa þrjár moskur brunnið á síðustu vikum. 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16
Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14
Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Tveir menn myrtu sex og særðu á annan tug í skotárás á mosku í Quebec í fyrrakvöld. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Í Bandaríkjunum hafa þrjár moskur brunnið á síðustu vikum. 31. janúar 2017 07:00