Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Guðsteinn Bjarnason skrifar 31. janúar 2017 07:00 Lögreglumenn á vakt fyrir utan moskuna í Quebec í gær, daginn eftir að sex manns voru myrtir þar. vísir/epa Sex manns á aldrinum 35 til 70 ára létu lífið og sautján til viðbótar særðust í skotárás á mosku í Quebec-borg í Kanada á sunnudagskvöldið. Fimm hinna særðu voru enn í lífshættu í gær. Tveir moru upprunalega handteknir en þeir heita Alexandre Bissonette og Mohamed El Khadir. Kanadískir fjölmiðlar höfðu eftir óstaðfestum heimildum að þeir væru námsmenn við Laval-háskólann í Quebec, skammt frá moskunni. Khadir var svo sleppt og lögreglan segir hann hafa verið vitni en ekki árásarmann.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada „Tilefnið er af hugmyndafræðilegum, trúarlegum eða pólitískum toga,“ sagði Martin Plante, yfirmaður í kanadísku lögreglunni, við fjölmiðla í gær, og sagði málið rannsakað sem hryðjuverk. Í fyrstu var talið að þriðji maðurinn hefði komist undan, en síðar sagðist lögreglan ekki lengur á þeirri skoðun. Lögreglan hugðist yfirheyra þá seint í gær. Auk hinna látnu og særðu voru 39 manns í moskunni sem sluppu ómeiddir. Þeir hafa sumir tjáð sig við fjölmiðla og segja mennina hafa verið kaldrifjaða og greinilega kunnáttumenn í meðferð skotvopna. Árásin var gerð stuttu fyrir klukkan átta að kvöldi að staðartíma. Um klukkan 7.55 tóku að berast símtöl frá moskunni til neyðarlínunnar. Justin Trudeau forsætisráðherra segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Fjöldi fólks kom saman í kanadísku borgunum Quebec og Montreal í gær til að sýna samstöðu með þeim sem urðu fyrir árásinni. „Við fordæmum þessa hryðjuverkaárás á múslima í þessum griðastað og trúarmiðstöð,“ sagði Trudeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér. „Kanadískir múslimar eru mikilvægur hluti af þjóðarheildinni og þessi fólskuverk eiga ekki heima í samfélögum okkar, borgum og sveitum.“ Í júní á síðasta ári var framinn hatursglæpur gegn moskunni þegar haus af svíni var skilinn eftir fyrir utan hana. Svínshausinn var vafinn inn í pappír og með fylgdi miði þar sem á stóð: „Bon appétit“ eða „verði ykkur að góðu“. Múslimar borða ekki svínakjöt af trúarlegum ástæðum. Þá bárust einnig fréttir af því að í gær hafi moska í bænum Corpus Christi í Texas í Bandaríkjunum eyðilagst í eldi. Ekki var ljóst í gær hvað varð til þess að eldurinn kviknaði, en þetta var þriðja moskan í Bandaríkjunum sem skemmist í eldi á innan við mánuði. Ljóst þykir að um íkveikju hafi verið að ræða í að minnsta kosti einum þessara moskubruna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Sex manns á aldrinum 35 til 70 ára létu lífið og sautján til viðbótar særðust í skotárás á mosku í Quebec-borg í Kanada á sunnudagskvöldið. Fimm hinna særðu voru enn í lífshættu í gær. Tveir moru upprunalega handteknir en þeir heita Alexandre Bissonette og Mohamed El Khadir. Kanadískir fjölmiðlar höfðu eftir óstaðfestum heimildum að þeir væru námsmenn við Laval-háskólann í Quebec, skammt frá moskunni. Khadir var svo sleppt og lögreglan segir hann hafa verið vitni en ekki árásarmann.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada „Tilefnið er af hugmyndafræðilegum, trúarlegum eða pólitískum toga,“ sagði Martin Plante, yfirmaður í kanadísku lögreglunni, við fjölmiðla í gær, og sagði málið rannsakað sem hryðjuverk. Í fyrstu var talið að þriðji maðurinn hefði komist undan, en síðar sagðist lögreglan ekki lengur á þeirri skoðun. Lögreglan hugðist yfirheyra þá seint í gær. Auk hinna látnu og særðu voru 39 manns í moskunni sem sluppu ómeiddir. Þeir hafa sumir tjáð sig við fjölmiðla og segja mennina hafa verið kaldrifjaða og greinilega kunnáttumenn í meðferð skotvopna. Árásin var gerð stuttu fyrir klukkan átta að kvöldi að staðartíma. Um klukkan 7.55 tóku að berast símtöl frá moskunni til neyðarlínunnar. Justin Trudeau forsætisráðherra segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Fjöldi fólks kom saman í kanadísku borgunum Quebec og Montreal í gær til að sýna samstöðu með þeim sem urðu fyrir árásinni. „Við fordæmum þessa hryðjuverkaárás á múslima í þessum griðastað og trúarmiðstöð,“ sagði Trudeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér. „Kanadískir múslimar eru mikilvægur hluti af þjóðarheildinni og þessi fólskuverk eiga ekki heima í samfélögum okkar, borgum og sveitum.“ Í júní á síðasta ári var framinn hatursglæpur gegn moskunni þegar haus af svíni var skilinn eftir fyrir utan hana. Svínshausinn var vafinn inn í pappír og með fylgdi miði þar sem á stóð: „Bon appétit“ eða „verði ykkur að góðu“. Múslimar borða ekki svínakjöt af trúarlegum ástæðum. Þá bárust einnig fréttir af því að í gær hafi moska í bænum Corpus Christi í Texas í Bandaríkjunum eyðilagst í eldi. Ekki var ljóst í gær hvað varð til þess að eldurinn kviknaði, en þetta var þriðja moskan í Bandaríkjunum sem skemmist í eldi á innan við mánuði. Ljóst þykir að um íkveikju hafi verið að ræða í að minnsta kosti einum þessara moskubruna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira