Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Guðsteinn Bjarnason skrifar 31. janúar 2017 07:00 Lögreglumenn á vakt fyrir utan moskuna í Quebec í gær, daginn eftir að sex manns voru myrtir þar. vísir/epa Sex manns á aldrinum 35 til 70 ára létu lífið og sautján til viðbótar særðust í skotárás á mosku í Quebec-borg í Kanada á sunnudagskvöldið. Fimm hinna særðu voru enn í lífshættu í gær. Tveir moru upprunalega handteknir en þeir heita Alexandre Bissonette og Mohamed El Khadir. Kanadískir fjölmiðlar höfðu eftir óstaðfestum heimildum að þeir væru námsmenn við Laval-háskólann í Quebec, skammt frá moskunni. Khadir var svo sleppt og lögreglan segir hann hafa verið vitni en ekki árásarmann.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada „Tilefnið er af hugmyndafræðilegum, trúarlegum eða pólitískum toga,“ sagði Martin Plante, yfirmaður í kanadísku lögreglunni, við fjölmiðla í gær, og sagði málið rannsakað sem hryðjuverk. Í fyrstu var talið að þriðji maðurinn hefði komist undan, en síðar sagðist lögreglan ekki lengur á þeirri skoðun. Lögreglan hugðist yfirheyra þá seint í gær. Auk hinna látnu og særðu voru 39 manns í moskunni sem sluppu ómeiddir. Þeir hafa sumir tjáð sig við fjölmiðla og segja mennina hafa verið kaldrifjaða og greinilega kunnáttumenn í meðferð skotvopna. Árásin var gerð stuttu fyrir klukkan átta að kvöldi að staðartíma. Um klukkan 7.55 tóku að berast símtöl frá moskunni til neyðarlínunnar. Justin Trudeau forsætisráðherra segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Fjöldi fólks kom saman í kanadísku borgunum Quebec og Montreal í gær til að sýna samstöðu með þeim sem urðu fyrir árásinni. „Við fordæmum þessa hryðjuverkaárás á múslima í þessum griðastað og trúarmiðstöð,“ sagði Trudeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér. „Kanadískir múslimar eru mikilvægur hluti af þjóðarheildinni og þessi fólskuverk eiga ekki heima í samfélögum okkar, borgum og sveitum.“ Í júní á síðasta ári var framinn hatursglæpur gegn moskunni þegar haus af svíni var skilinn eftir fyrir utan hana. Svínshausinn var vafinn inn í pappír og með fylgdi miði þar sem á stóð: „Bon appétit“ eða „verði ykkur að góðu“. Múslimar borða ekki svínakjöt af trúarlegum ástæðum. Þá bárust einnig fréttir af því að í gær hafi moska í bænum Corpus Christi í Texas í Bandaríkjunum eyðilagst í eldi. Ekki var ljóst í gær hvað varð til þess að eldurinn kviknaði, en þetta var þriðja moskan í Bandaríkjunum sem skemmist í eldi á innan við mánuði. Ljóst þykir að um íkveikju hafi verið að ræða í að minnsta kosti einum þessara moskubruna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Sjá meira
Sex manns á aldrinum 35 til 70 ára létu lífið og sautján til viðbótar særðust í skotárás á mosku í Quebec-borg í Kanada á sunnudagskvöldið. Fimm hinna særðu voru enn í lífshættu í gær. Tveir moru upprunalega handteknir en þeir heita Alexandre Bissonette og Mohamed El Khadir. Kanadískir fjölmiðlar höfðu eftir óstaðfestum heimildum að þeir væru námsmenn við Laval-háskólann í Quebec, skammt frá moskunni. Khadir var svo sleppt og lögreglan segir hann hafa verið vitni en ekki árásarmann.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada „Tilefnið er af hugmyndafræðilegum, trúarlegum eða pólitískum toga,“ sagði Martin Plante, yfirmaður í kanadísku lögreglunni, við fjölmiðla í gær, og sagði málið rannsakað sem hryðjuverk. Í fyrstu var talið að þriðji maðurinn hefði komist undan, en síðar sagðist lögreglan ekki lengur á þeirri skoðun. Lögreglan hugðist yfirheyra þá seint í gær. Auk hinna látnu og særðu voru 39 manns í moskunni sem sluppu ómeiddir. Þeir hafa sumir tjáð sig við fjölmiðla og segja mennina hafa verið kaldrifjaða og greinilega kunnáttumenn í meðferð skotvopna. Árásin var gerð stuttu fyrir klukkan átta að kvöldi að staðartíma. Um klukkan 7.55 tóku að berast símtöl frá moskunni til neyðarlínunnar. Justin Trudeau forsætisráðherra segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Fjöldi fólks kom saman í kanadísku borgunum Quebec og Montreal í gær til að sýna samstöðu með þeim sem urðu fyrir árásinni. „Við fordæmum þessa hryðjuverkaárás á múslima í þessum griðastað og trúarmiðstöð,“ sagði Trudeau í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér. „Kanadískir múslimar eru mikilvægur hluti af þjóðarheildinni og þessi fólskuverk eiga ekki heima í samfélögum okkar, borgum og sveitum.“ Í júní á síðasta ári var framinn hatursglæpur gegn moskunni þegar haus af svíni var skilinn eftir fyrir utan hana. Svínshausinn var vafinn inn í pappír og með fylgdi miði þar sem á stóð: „Bon appétit“ eða „verði ykkur að góðu“. Múslimar borða ekki svínakjöt af trúarlegum ástæðum. Þá bárust einnig fréttir af því að í gær hafi moska í bænum Corpus Christi í Texas í Bandaríkjunum eyðilagst í eldi. Ekki var ljóst í gær hvað varð til þess að eldurinn kviknaði, en þetta var þriðja moskan í Bandaríkjunum sem skemmist í eldi á innan við mánuði. Ljóst þykir að um íkveikju hafi verið að ræða í að minnsta kosti einum þessara moskubruna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Sjá meira