Tusk segir ríkisstjórn Trump ógna ESB Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2017 15:46 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Vísir/AFP Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir ríkisstjórn Donald Trump vera ógn gegn sambandinu. Þar að auki ógni Kína, Rússland og íslamistar ESB. Þetta skrifaði Tusk í harðorðu bréfi til leiðtoga ESB vegna leiðtogafundarins í Möltu, sem hefst á föstudaginn. Þar segir Tusk einnig að sambandið verði að taka „stórkostleg skref“ og nýta sér einangrunarhyggju Trump til að auka viðskipti við önnur ríki. AFP fréttaveitan hefur komið höndum yfir afrit af bréfinu, þar sem Tusk segir þrjár ógnir steðja helst að Evrópusambandinu og því hafi aldrei verið ógnað meira. „Sú fyrsta er hið nýja stjórnmálaandrúmsloft í heiminum og umhverfis Evrópu,“ sagði Tusk. Þar að auki nefndi hann aukna hörku Kínverja og aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og nágrönnum sínum. Stríð og stjórnleysi í Mið-Austurlöndum og Afríku og yfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum sem valdi áhyggjum. Allt þetta sagði Tusk að gerði framtíðina „sérstaklega óútreiknanlega“. Þá sagði hann að breytingarnar í Washington hefðu sérstök áhrif á ESB og settu sambandið í erfiða stöðu, þar sem ríkisstjórn Trump virðist ætla að snúa frá utanríkisstefnu Bandaríkjanna undanfarin 70.Önnur ógnin sagði Tusk að væri upprisa þjóðernishyggju í Evrópu og andstöðu við Evrópusambandið. Þriðja ógnin er, samkvæmt Tusk, hugarfar stjórnmálamanna sem styðja við bakið á ESB. Þeir sýndu of mikinn áhuga á því að daðra við popúlisma til að vinna atkvæði. Á leiðtogafundinum um helgina munu leiðtogar ESB fyrst ræða flóttamannavandann. Seinna mun Theresa May yfirgefa fundinn og rætt verður um framtíð ESB eftir Brexit og skipulagningu annars fundar í Róm í mars. Sá fundur mun marka 60 ára afmæli stofnsamnings ESB. Í bréfinu segir Tusk nauðsynlegt að ríki ESB standi saman til að halda fullkomnu sjálfstæði. Því ef sambandið sundraðist væru ríki þess háð stórveldum eins og Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Donald Trump Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir ríkisstjórn Donald Trump vera ógn gegn sambandinu. Þar að auki ógni Kína, Rússland og íslamistar ESB. Þetta skrifaði Tusk í harðorðu bréfi til leiðtoga ESB vegna leiðtogafundarins í Möltu, sem hefst á föstudaginn. Þar segir Tusk einnig að sambandið verði að taka „stórkostleg skref“ og nýta sér einangrunarhyggju Trump til að auka viðskipti við önnur ríki. AFP fréttaveitan hefur komið höndum yfir afrit af bréfinu, þar sem Tusk segir þrjár ógnir steðja helst að Evrópusambandinu og því hafi aldrei verið ógnað meira. „Sú fyrsta er hið nýja stjórnmálaandrúmsloft í heiminum og umhverfis Evrópu,“ sagði Tusk. Þar að auki nefndi hann aukna hörku Kínverja og aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og nágrönnum sínum. Stríð og stjórnleysi í Mið-Austurlöndum og Afríku og yfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum sem valdi áhyggjum. Allt þetta sagði Tusk að gerði framtíðina „sérstaklega óútreiknanlega“. Þá sagði hann að breytingarnar í Washington hefðu sérstök áhrif á ESB og settu sambandið í erfiða stöðu, þar sem ríkisstjórn Trump virðist ætla að snúa frá utanríkisstefnu Bandaríkjanna undanfarin 70.Önnur ógnin sagði Tusk að væri upprisa þjóðernishyggju í Evrópu og andstöðu við Evrópusambandið. Þriðja ógnin er, samkvæmt Tusk, hugarfar stjórnmálamanna sem styðja við bakið á ESB. Þeir sýndu of mikinn áhuga á því að daðra við popúlisma til að vinna atkvæði. Á leiðtogafundinum um helgina munu leiðtogar ESB fyrst ræða flóttamannavandann. Seinna mun Theresa May yfirgefa fundinn og rætt verður um framtíð ESB eftir Brexit og skipulagningu annars fundar í Róm í mars. Sá fundur mun marka 60 ára afmæli stofnsamnings ESB. Í bréfinu segir Tusk nauðsynlegt að ríki ESB standi saman til að halda fullkomnu sjálfstæði. Því ef sambandið sundraðist væru ríki þess háð stórveldum eins og Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína.
Donald Trump Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira