Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey er sakaður um að hafa haft uppi kynferðislega tilburði við unglinga á árum áður. Vísir/AFP Annar karlmaður hefur stigið fram og sakað leikarann Kevin Spacey um að reyna að tæla sig þegar hann var unglingur. Segist maðurinn meðal annars að Spacey hafi legið ofan á sér þegar hann vaknaði í íbúð leikarans. Atvikið sem viðmælandi breska ríkisútvarpsins BBC lýsir átti sér stað á 9. áratugnum þegar maðurinn var sextán ára gamall. Maðurinn komst í kynni við Spacey í sumarleikhúsi árið 1984. Þá var Spacey 25 ára gamall Broadway-leikari. Þeir hafi í kjölfarið skipst á bréfum og Spacey hafi boðið drengnum að eyða helgi heima hjá sér í New York. Þar hafi leikarinn sýnt drengnum borgina, boðið honum út að borða og kynnt hann fyrir frægum vinum sínum. Lýsir maðurinn Spacey sem „heillandi og bróðurlegum“. Fyrsta kvöldið hafi Spacey hins vegar byrjað að sýna drengnum ástúð á „hátt sem hann hafði engan áhuga á“. Lýsir maðurinn því hvernig Spacey lagði hendur sínar á læri hans, lagt hendur á axlir hans og nuddað handlegg hans. Steig fram eftir sögu sambærilegar ásakanir leikaraÞegar kom að háttatíma hafi Spacey beðið drenginn um að deila með sér rúmi. Það vildi drengurinn hins vegar ekki og svaf þess í stað á sófanum. Um morguninn segist hann hafa vaknað með Spacey ofan á sér á nærfötunum einum saman. Anthony Rapp segir að Spacey hafi borið sig upp í rúm og lagst ofan á hann eftir teiti þegar hann var fjórtán ára gamall.Vísir/AFP „Mér leið í besta falli óþægilega, í versta falli varð ég fyrir áfalli,“ segir maðurinn sem kemur ekki fram undir nafni. Seinni daginn hafi Spacey haldið þrýstingnum áfram en hafi bakkað þegar drengurinn fór að gráta. „Það virðist sem að hann hafi verið að tæla mig,“ segir maðurinn við BBC og telur Spacey hafa verið annað hvort mjög heimskan, kynferðislegt rándýr eða svolítið af báðu. Ásakanirnar koma í kjölfar þess að bandaríski leikarinn Anthony Rapp sakaði Spacey um að hafa haft kynferðislega tilburði við sig þegar hann var fjórtán ára gamall. Spacey hafi meðal annars lagst ofan á hann. Maðurnin sem nú hefur stigið fram segir að saga Rapp hafi orðið sér hvatning til að stíga fram nú. Spacey hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að koma opinberlega út úr skápnum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar ásakana Rapp. Þar bar hann því við að hann myndi ekkert eftir atvikinu sem Rapp lýsti en það hefði þá átt sér stað undir áhrifum áfengis. Netflix tilkynnti í gær að framleiðsla á þáttaröðinni Spilaborginni (e. House of Cards) með Spacey í aðalhlutverki yrði hætt. Netflix Mál Kevin Spacey Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Mikill óvissa ríkir nú um lokaþáttaröð House of Cards en framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu þáttaröðinni og fara nú yfir stöðuna með tökuliði og leikurum. 1. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Annar karlmaður hefur stigið fram og sakað leikarann Kevin Spacey um að reyna að tæla sig þegar hann var unglingur. Segist maðurinn meðal annars að Spacey hafi legið ofan á sér þegar hann vaknaði í íbúð leikarans. Atvikið sem viðmælandi breska ríkisútvarpsins BBC lýsir átti sér stað á 9. áratugnum þegar maðurinn var sextán ára gamall. Maðurinn komst í kynni við Spacey í sumarleikhúsi árið 1984. Þá var Spacey 25 ára gamall Broadway-leikari. Þeir hafi í kjölfarið skipst á bréfum og Spacey hafi boðið drengnum að eyða helgi heima hjá sér í New York. Þar hafi leikarinn sýnt drengnum borgina, boðið honum út að borða og kynnt hann fyrir frægum vinum sínum. Lýsir maðurinn Spacey sem „heillandi og bróðurlegum“. Fyrsta kvöldið hafi Spacey hins vegar byrjað að sýna drengnum ástúð á „hátt sem hann hafði engan áhuga á“. Lýsir maðurinn því hvernig Spacey lagði hendur sínar á læri hans, lagt hendur á axlir hans og nuddað handlegg hans. Steig fram eftir sögu sambærilegar ásakanir leikaraÞegar kom að háttatíma hafi Spacey beðið drenginn um að deila með sér rúmi. Það vildi drengurinn hins vegar ekki og svaf þess í stað á sófanum. Um morguninn segist hann hafa vaknað með Spacey ofan á sér á nærfötunum einum saman. Anthony Rapp segir að Spacey hafi borið sig upp í rúm og lagst ofan á hann eftir teiti þegar hann var fjórtán ára gamall.Vísir/AFP „Mér leið í besta falli óþægilega, í versta falli varð ég fyrir áfalli,“ segir maðurinn sem kemur ekki fram undir nafni. Seinni daginn hafi Spacey haldið þrýstingnum áfram en hafi bakkað þegar drengurinn fór að gráta. „Það virðist sem að hann hafi verið að tæla mig,“ segir maðurinn við BBC og telur Spacey hafa verið annað hvort mjög heimskan, kynferðislegt rándýr eða svolítið af báðu. Ásakanirnar koma í kjölfar þess að bandaríski leikarinn Anthony Rapp sakaði Spacey um að hafa haft kynferðislega tilburði við sig þegar hann var fjórtán ára gamall. Spacey hafi meðal annars lagst ofan á hann. Maðurnin sem nú hefur stigið fram segir að saga Rapp hafi orðið sér hvatning til að stíga fram nú. Spacey hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að koma opinberlega út úr skápnum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar ásakana Rapp. Þar bar hann því við að hann myndi ekkert eftir atvikinu sem Rapp lýsti en það hefði þá átt sér stað undir áhrifum áfengis. Netflix tilkynnti í gær að framleiðsla á þáttaröðinni Spilaborginni (e. House of Cards) með Spacey í aðalhlutverki yrði hætt.
Netflix Mál Kevin Spacey Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Mikill óvissa ríkir nú um lokaþáttaröð House of Cards en framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu þáttaröðinni og fara nú yfir stöðuna með tökuliði og leikurum. 1. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58
Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Mikill óvissa ríkir nú um lokaþáttaröð House of Cards en framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu þáttaröðinni og fara nú yfir stöðuna með tökuliði og leikurum. 1. nóvember 2017 10:02