Ákærð fyrir að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs: „Þú verður að gera þetta, Conrad“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2017 11:45 Michelle Carter í réttarsal í gær. Fyrir tæpum þremur árum fannst hinn 18 ára gamli Conrad Roy III látinn í bíl sínum á bílastæði við Kmart í Fairhaven í Massachusettes. Hann framdi sjálfsmorð en dánarorsökin var kolsýrlingseitrun. Réttarhöld fara nú fram yfir þáverandi kærustu Conrad, Michelle Carter, en hún var 17 ára á þeim tíma sem Conrad svipti sig lífi. Er Michelle ákærð fyrir að hafa hvatt Conrad til sjálfsmorðs en hún sendi honum fjölda smáskilaboða með slíkum hvatningum. Conrad fyrirfór sér þann 13. júlí 2014. Ákæruvaldið segir að dagana áður hafi Michelle sent honum skilaboð þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur. „Þú verður að gera þetta, Conrad,“ skrifaði Michelle að morgni 12. júlí 2014 og bætti við: „Þú ert tilbúinn og undirbúinn. Allt sem þú þarft að gera er að kveikja á bílnum og þú verður frjáls og hamingjusamur. Ekki fresta þessu lengur, ekki bíða lengur.“Fór út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í 40 mínútur Í einum skilaboðum nokkrum dögum áður en Conrad framdi sjálfsvíg ýjaði Michelle að því að það væri betra fyrir hann að vera dáinn. „Þú verður loksins hamingjusamur í himnaríki. Ekki meiri sársauki. Það er allt í lagi að vera hræddur og það er eðlilegt. Ég meina, þú ert að fara að deyja.“ Samkvæmt gögnum málsins keyrði Conrad á bílastæðið við Kmart sem var í um 60 kílómetra fjarlægð frá heimili hans. Á einum tímapunkti fór hann út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í um 40 mínútur. Hann sagði henni meðal annars að hann væri farinn að efast um að það væri rétt ákvörðun að svipta sig lífi en hún sagði honum að fara aftur upp í bílinn. Í málinu liggja fyrir tugir skilaboða frá Michelle til Conrad þar sem hún, að því er virðist, hvetur hann til þess að fremja sjálfsmorð. Ákæruvaldið segir að hún hafi verið að leika „sjúkan leik“ auk þess sem hún er sökuð um að hafa sóst eftir samúð og athygli sem syrgjandi kærasta Conrad en hún safnaði meðal annars 2.300 dollurum til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum í minningu hans.Ekki morð heldur sjálfsmorð að sögn verjanda Það sem liggur hjá ákæruvaldinu að sanna er hvort að smáskilaboð Michelle hafi í raun leitt til þess að Conrad svipti sig lífi. Vörn Michelle byggir á því að sjálfsvígshugsanir hafi sótt að Conrad áður en hann og Michelle byrjuðu saman og að ákvörðunin um að svipta sig lífi hafi alfarið verið hans. „Það var hugmynd Conrad að svipta sig lifi, ekki Michelle. Þetta var sjálfsmorð, sorglegt sjálfsmorð, en ekki morð,“ sagði verjandi Michelle fyrir dómi í gær. Móðir Conrad hefur hins vegar sagt fyrir dómi að sonur hafi verið „smá þunglyndur“ en ekkert hafi bent til þess að hann myndi stytta sér aldur. Stuttu eftir að Conrad framdi svo sjálfsvíg ræddi Michelle við vinkonu sína í gegnum smáskilaboð og sagði henni að hún hefði talað við hann í símann skömmu áður en hann svipti sig lífi. „Ég hjálpaði honum með þetta og sagði honum að þetta væri í lagi... Ég hefði auðveldlega getað stoppað hann eða hringt í lögregluna en ég gerði það ekki.“ Fylgst er náið með málinu í Massachusettes-ríki þar sem það verður að öllum líkindum fordæmisgefandi en það er ekki talið vera glæpur í ríkinu að aðstoða einhvern við að fremja sjálfsmorð.Byggt á umfjöllun Washington Post og CNN. Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Fyrir tæpum þremur árum fannst hinn 18 ára gamli Conrad Roy III látinn í bíl sínum á bílastæði við Kmart í Fairhaven í Massachusettes. Hann framdi sjálfsmorð en dánarorsökin var kolsýrlingseitrun. Réttarhöld fara nú fram yfir þáverandi kærustu Conrad, Michelle Carter, en hún var 17 ára á þeim tíma sem Conrad svipti sig lífi. Er Michelle ákærð fyrir að hafa hvatt Conrad til sjálfsmorðs en hún sendi honum fjölda smáskilaboða með slíkum hvatningum. Conrad fyrirfór sér þann 13. júlí 2014. Ákæruvaldið segir að dagana áður hafi Michelle sent honum skilaboð þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur. „Þú verður að gera þetta, Conrad,“ skrifaði Michelle að morgni 12. júlí 2014 og bætti við: „Þú ert tilbúinn og undirbúinn. Allt sem þú þarft að gera er að kveikja á bílnum og þú verður frjáls og hamingjusamur. Ekki fresta þessu lengur, ekki bíða lengur.“Fór út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í 40 mínútur Í einum skilaboðum nokkrum dögum áður en Conrad framdi sjálfsvíg ýjaði Michelle að því að það væri betra fyrir hann að vera dáinn. „Þú verður loksins hamingjusamur í himnaríki. Ekki meiri sársauki. Það er allt í lagi að vera hræddur og það er eðlilegt. Ég meina, þú ert að fara að deyja.“ Samkvæmt gögnum málsins keyrði Conrad á bílastæðið við Kmart sem var í um 60 kílómetra fjarlægð frá heimili hans. Á einum tímapunkti fór hann út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í um 40 mínútur. Hann sagði henni meðal annars að hann væri farinn að efast um að það væri rétt ákvörðun að svipta sig lífi en hún sagði honum að fara aftur upp í bílinn. Í málinu liggja fyrir tugir skilaboða frá Michelle til Conrad þar sem hún, að því er virðist, hvetur hann til þess að fremja sjálfsmorð. Ákæruvaldið segir að hún hafi verið að leika „sjúkan leik“ auk þess sem hún er sökuð um að hafa sóst eftir samúð og athygli sem syrgjandi kærasta Conrad en hún safnaði meðal annars 2.300 dollurum til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum í minningu hans.Ekki morð heldur sjálfsmorð að sögn verjanda Það sem liggur hjá ákæruvaldinu að sanna er hvort að smáskilaboð Michelle hafi í raun leitt til þess að Conrad svipti sig lífi. Vörn Michelle byggir á því að sjálfsvígshugsanir hafi sótt að Conrad áður en hann og Michelle byrjuðu saman og að ákvörðunin um að svipta sig lífi hafi alfarið verið hans. „Það var hugmynd Conrad að svipta sig lifi, ekki Michelle. Þetta var sjálfsmorð, sorglegt sjálfsmorð, en ekki morð,“ sagði verjandi Michelle fyrir dómi í gær. Móðir Conrad hefur hins vegar sagt fyrir dómi að sonur hafi verið „smá þunglyndur“ en ekkert hafi bent til þess að hann myndi stytta sér aldur. Stuttu eftir að Conrad framdi svo sjálfsvíg ræddi Michelle við vinkonu sína í gegnum smáskilaboð og sagði henni að hún hefði talað við hann í símann skömmu áður en hann svipti sig lífi. „Ég hjálpaði honum með þetta og sagði honum að þetta væri í lagi... Ég hefði auðveldlega getað stoppað hann eða hringt í lögregluna en ég gerði það ekki.“ Fylgst er náið með málinu í Massachusettes-ríki þar sem það verður að öllum líkindum fordæmisgefandi en það er ekki talið vera glæpur í ríkinu að aðstoða einhvern við að fremja sjálfsmorð.Byggt á umfjöllun Washington Post og CNN.
Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira