Reynt að sýna fram á hættulegt hegðunarmynstur í réttarhöldum yfir Bill Cosby Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júní 2017 11:55 Alls er ákæran í þremur liðum og hefur Cosby neitað sök í málinu. Vísir/AP Réttarhöld yfr Bill Cosby hófust á mánudaginn. Andrea Constand sakar hann um að hafa byrlað sér lyf og áfengi árið 2004 og beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Málið var upphaflega kært ári síðar en ákæruvaldið lét málið niður falla og komust Cosby og Constand að samkomulagi. Málið er flokkað sem sakamál. CNN greinir frá. Alls er ákæran í þremur liðum og hefur Cosby neitað sök í málinu. Samkvæmt honum hafði Constand gefið samþykki sitt. Fleiri en 50 konur hafa komið fram og sakað Cosby um nauðgun en mál Constand er eitt af þeim málum sem ekki er talið vera fyrnt. Saksóknarar í málinu vildu upphaflega að 13 konur, sem kært höfðu Cosby, myndu bera vitni í málinu. Því var hins vegar hafnað. Búist er við að meðferð málsins muni taka tvær vikur. Vitnisburður Kelly Johnsons, sem einnig hefur sakað Cosby um kynferðislega áreitni, verður mikilvægur hluti af réttarhöldunum. Saksóknarar í málinu halda því fram að Cosby hafi nauðgað Constand af ásettu ráði. Hann hafi vitað hvaða áhrif samblanda lyfja og áfengis myndu hafa á hana. Verjendur vilja hins vegar draga í efa framburð Constand og Johnson. Cosby hyggst ekki bera vitni í málinu.Andrea Constand gengur út úr dómssalnum.Vísir/APSvipuð atburðarás Johnson var fyrst til að bera vitni á mánudaginn. Johnson telur að Cosby hafi undirbúið brot sitt vel. Hún nefnir að stuttu fyrir árásina hafi Cosby boðið henni heim þar sem þau æfðu leikþátt. Johnson lék þar konu sem var ölfuð og átti að reyna við persónu Cosby. Johnson sagði þetta hafa verið afar óþægilegt atvik. Samkvæmt hennar vitnisburði hafði hún unnið sem aðstoðarmaður hjá umboðsmanninum William Morris á árunum 1990-1996. Á þeim tíma var Morris umboðsmaður Cosby. Johnson segir að Cosby hafi, árið 1996, gefið sér lyf sem hún tók að eigin sögn þar sem hún hafi upplifað ógnandi tilburði frá honum. Eftir það hafi hann áreitt hana kynferðislega. Johnson segir Cosby hafa boðið sér í hádegismat með það fyrir augum að ræða um frama hennar. Eftir matinn hafi hann gefið henni lyfið og svo nauðgað henni. Saksóknarar telja að með vitnisburði Johnson sé hægt að sýna fram á hegðunarmynstur af hálfu Cosby en svipuð atburðarrás átti sér stað þegar Cosby beitti Constand áreiti. Samkvæmt Constand á Cosby að hafa boðið henni heim til sín í úthverfi Fíladelfíu og ætlaði þar að ræða um feril hennar. Constand á að hafa sagt Cosby að hún væri mjög þreytt og á þá Cosby að hafa boðið henni þrjár bláar töflur til að róa hana niður. Hann hafi einnig boðið henni vín sem hún segist hafa neitt fyrir kurteisissakir en aðeins tekið tvo sopa. Eftir það hafi hún átt erfitt með að hreyfa sig og tala. Sjón hennar var einnig skert. Nýtti frægð sína Verjendur Cosby halda því fram að Constand hafi í raun átt í samskiptum við Cosby eftir árásina og vitna þar í 72 símtöl þeirra á milli. Constand hafi þar hringt í Cosby 53 skipti af þessum 72. Kristen Feden, aðstoðar ríkissaksóknari, lét þau orð falla að Cosby hefði nýtt sér frægð sína og völd til að misnota Constand sem og Johnson. Hann hafi búið yfir þjálfaðri aðferð við að veikja fórnarlömb sín og fengið þær til að treysta sér. Verjendur Cosby eru sagðir byggja á því að málið hafi upphaflega verið látið niður falla og það hafi verið vegna þess að ekki hafi fundist neinar handbærar sannanir fyrir málinu. Bent er á að rannsóknir á því máli hafi leitt í ljós að hvorki Constand né Johnson hafi komið hreint fram. Meðal annars hafa verjendur lagt áherslu á að mismun sé að finna í vitnisburði þeirra og að tímalínan standist ekki. Bill Cosby Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Réttarhöld yfr Bill Cosby hófust á mánudaginn. Andrea Constand sakar hann um að hafa byrlað sér lyf og áfengi árið 2004 og beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Málið var upphaflega kært ári síðar en ákæruvaldið lét málið niður falla og komust Cosby og Constand að samkomulagi. Málið er flokkað sem sakamál. CNN greinir frá. Alls er ákæran í þremur liðum og hefur Cosby neitað sök í málinu. Samkvæmt honum hafði Constand gefið samþykki sitt. Fleiri en 50 konur hafa komið fram og sakað Cosby um nauðgun en mál Constand er eitt af þeim málum sem ekki er talið vera fyrnt. Saksóknarar í málinu vildu upphaflega að 13 konur, sem kært höfðu Cosby, myndu bera vitni í málinu. Því var hins vegar hafnað. Búist er við að meðferð málsins muni taka tvær vikur. Vitnisburður Kelly Johnsons, sem einnig hefur sakað Cosby um kynferðislega áreitni, verður mikilvægur hluti af réttarhöldunum. Saksóknarar í málinu halda því fram að Cosby hafi nauðgað Constand af ásettu ráði. Hann hafi vitað hvaða áhrif samblanda lyfja og áfengis myndu hafa á hana. Verjendur vilja hins vegar draga í efa framburð Constand og Johnson. Cosby hyggst ekki bera vitni í málinu.Andrea Constand gengur út úr dómssalnum.Vísir/APSvipuð atburðarás Johnson var fyrst til að bera vitni á mánudaginn. Johnson telur að Cosby hafi undirbúið brot sitt vel. Hún nefnir að stuttu fyrir árásina hafi Cosby boðið henni heim þar sem þau æfðu leikþátt. Johnson lék þar konu sem var ölfuð og átti að reyna við persónu Cosby. Johnson sagði þetta hafa verið afar óþægilegt atvik. Samkvæmt hennar vitnisburði hafði hún unnið sem aðstoðarmaður hjá umboðsmanninum William Morris á árunum 1990-1996. Á þeim tíma var Morris umboðsmaður Cosby. Johnson segir að Cosby hafi, árið 1996, gefið sér lyf sem hún tók að eigin sögn þar sem hún hafi upplifað ógnandi tilburði frá honum. Eftir það hafi hann áreitt hana kynferðislega. Johnson segir Cosby hafa boðið sér í hádegismat með það fyrir augum að ræða um frama hennar. Eftir matinn hafi hann gefið henni lyfið og svo nauðgað henni. Saksóknarar telja að með vitnisburði Johnson sé hægt að sýna fram á hegðunarmynstur af hálfu Cosby en svipuð atburðarrás átti sér stað þegar Cosby beitti Constand áreiti. Samkvæmt Constand á Cosby að hafa boðið henni heim til sín í úthverfi Fíladelfíu og ætlaði þar að ræða um feril hennar. Constand á að hafa sagt Cosby að hún væri mjög þreytt og á þá Cosby að hafa boðið henni þrjár bláar töflur til að róa hana niður. Hann hafi einnig boðið henni vín sem hún segist hafa neitt fyrir kurteisissakir en aðeins tekið tvo sopa. Eftir það hafi hún átt erfitt með að hreyfa sig og tala. Sjón hennar var einnig skert. Nýtti frægð sína Verjendur Cosby halda því fram að Constand hafi í raun átt í samskiptum við Cosby eftir árásina og vitna þar í 72 símtöl þeirra á milli. Constand hafi þar hringt í Cosby 53 skipti af þessum 72. Kristen Feden, aðstoðar ríkissaksóknari, lét þau orð falla að Cosby hefði nýtt sér frægð sína og völd til að misnota Constand sem og Johnson. Hann hafi búið yfir þjálfaðri aðferð við að veikja fórnarlömb sín og fengið þær til að treysta sér. Verjendur Cosby eru sagðir byggja á því að málið hafi upphaflega verið látið niður falla og það hafi verið vegna þess að ekki hafi fundist neinar handbærar sannanir fyrir málinu. Bent er á að rannsóknir á því máli hafi leitt í ljós að hvorki Constand né Johnson hafi komið hreint fram. Meðal annars hafa verjendur lagt áherslu á að mismun sé að finna í vitnisburði þeirra og að tímalínan standist ekki.
Bill Cosby Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira