Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2017 15:00 Steve Scalise var kjörinn á þing fyrir Louisiana árið 2008. Vísir/AFP Steve Scalise, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var við æfingar á Eugene Simpson-hafnaboltavellinum í Alexandriu, skammt suður af Washington DC, þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. Auk Scalise voru aðstoðarmaður og tveir lögreglumenn skotnir af manninum. Scalise var við æfingar ásamt öðrum Repúblikönum fyrir hafnaboltaleik gegn þingmönnum Demókrata sem fram fer á sumri hverju og peningum er safnað til góðgerðarmála. Scalise er einn háttsettasti maðurinn innan Repúblikanaflokksins þar sem hann gegnir stöðu „svipu“ (e. whip) í fulltrúadeild þingsins. Sem slíkur á hann að halda uppi flokksaga og tryggja að þingmenn Repúblikana kjósi „rétt“ þegar til atkvæðagreiðslu kemur. Þannig var honum kennt um þegar flokknum tókst ekki að safna saman nægilegum fjölda þingmanna til að afnema sjúkratryggingakerfið sem gengur undir nafninu Obamacare, í mars. Það var einnig honum sem tókst svo að safna nægilegum fjölda þingmanna þegar það svo tókst í byrjun maímánaðar.Umdeildur þingmaður Í frétt NRK segir að þingmaðurinn, sem er frá Louisiana, sé umdeildur maður og hafi margir talið það vera ranga ákvörðun hjá Repúblikanaflokknum að skipa Scalise í embætti „svipu“. Skömmu áður en hann tók við stöðunni árið 2014 rataði hann í fjölmiðla vegna ræðu sem hann hafði haldið á fundi hvítra rasista árið 2002. Var Scalise því nálægt því að missa stöðuna áður en hann tók formlega við henni.Árásin átti sér stað á Eugene Simpson vellinum í Alexandríu fyrr í dag.Vísir/AFPÞingmenn úr báðum flokkum kröfðust þess þá að Scalise yrði settur af og sagði John Earnest, þáverandi fjölmiðlafulltrúi Barack Obama Bandaríkjaforseta, að Scalise hafi lýst sjálfum sér sem „Ku Klux Klan leiðtoganum David Duke, án alls farangursins“. Hægri öfgasíðan Breitbart hefur sömuleiðis lýst Scalise á sama hátt.Fyrsti þingmaðurinn sem er skotinn síðan 2011 Margir efuðust um að hann væri sá sem gæti fengið þingmenn til að starfa saman og ná að safna fé í sjóði flokksins. Raunar segir í frétt NRK að honum hafi til þessa gengið frekar illa að sameina þingmenn flokksins þegar kemur til dæmis að menntamálum, fóstureyðingum og málefnum innflytenda. Enn er ekki vitað um ástæður árásarinnar í dag, en árásarmanninum hefur verið lýst sem hvítum manni sem hafi skotið milli fimmtíu og hundrað skotum. Scalise er íhaldssamur, á ættir að rekja til Ítalíu og býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum í Jefferson í Louisiana. Áður en hann hóf stjórnmálaferil sinn, stundaði hann nám í stjórnmálafræði, en síðar verkfræði. Hann hefur meðal annars barist fyrir lækkun skatta og gegn lögum sem ætluðum er að vernda umhverfið. Scalise er fyrsti þingmaðurinn sem verður fyrir skoti síðan Gabby Giffords var skotin í höfuðið árið 2011. Giffords lífði af árásina þar sem sex aðrir létust. Scalise var kjörinn á þing fyrir Louisiana árið 2008.Rep. Steve Scalise of Louisiana, a true friend and patriot, was badly injured but will fully recover. Our thoughts and prayers are with him.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 14, 2017 Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Steve Scalise, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var við æfingar á Eugene Simpson-hafnaboltavellinum í Alexandriu, skammt suður af Washington DC, þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. Auk Scalise voru aðstoðarmaður og tveir lögreglumenn skotnir af manninum. Scalise var við æfingar ásamt öðrum Repúblikönum fyrir hafnaboltaleik gegn þingmönnum Demókrata sem fram fer á sumri hverju og peningum er safnað til góðgerðarmála. Scalise er einn háttsettasti maðurinn innan Repúblikanaflokksins þar sem hann gegnir stöðu „svipu“ (e. whip) í fulltrúadeild þingsins. Sem slíkur á hann að halda uppi flokksaga og tryggja að þingmenn Repúblikana kjósi „rétt“ þegar til atkvæðagreiðslu kemur. Þannig var honum kennt um þegar flokknum tókst ekki að safna saman nægilegum fjölda þingmanna til að afnema sjúkratryggingakerfið sem gengur undir nafninu Obamacare, í mars. Það var einnig honum sem tókst svo að safna nægilegum fjölda þingmanna þegar það svo tókst í byrjun maímánaðar.Umdeildur þingmaður Í frétt NRK segir að þingmaðurinn, sem er frá Louisiana, sé umdeildur maður og hafi margir talið það vera ranga ákvörðun hjá Repúblikanaflokknum að skipa Scalise í embætti „svipu“. Skömmu áður en hann tók við stöðunni árið 2014 rataði hann í fjölmiðla vegna ræðu sem hann hafði haldið á fundi hvítra rasista árið 2002. Var Scalise því nálægt því að missa stöðuna áður en hann tók formlega við henni.Árásin átti sér stað á Eugene Simpson vellinum í Alexandríu fyrr í dag.Vísir/AFPÞingmenn úr báðum flokkum kröfðust þess þá að Scalise yrði settur af og sagði John Earnest, þáverandi fjölmiðlafulltrúi Barack Obama Bandaríkjaforseta, að Scalise hafi lýst sjálfum sér sem „Ku Klux Klan leiðtoganum David Duke, án alls farangursins“. Hægri öfgasíðan Breitbart hefur sömuleiðis lýst Scalise á sama hátt.Fyrsti þingmaðurinn sem er skotinn síðan 2011 Margir efuðust um að hann væri sá sem gæti fengið þingmenn til að starfa saman og ná að safna fé í sjóði flokksins. Raunar segir í frétt NRK að honum hafi til þessa gengið frekar illa að sameina þingmenn flokksins þegar kemur til dæmis að menntamálum, fóstureyðingum og málefnum innflytenda. Enn er ekki vitað um ástæður árásarinnar í dag, en árásarmanninum hefur verið lýst sem hvítum manni sem hafi skotið milli fimmtíu og hundrað skotum. Scalise er íhaldssamur, á ættir að rekja til Ítalíu og býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum í Jefferson í Louisiana. Áður en hann hóf stjórnmálaferil sinn, stundaði hann nám í stjórnmálafræði, en síðar verkfræði. Hann hefur meðal annars barist fyrir lækkun skatta og gegn lögum sem ætluðum er að vernda umhverfið. Scalise er fyrsti þingmaðurinn sem verður fyrir skoti síðan Gabby Giffords var skotin í höfuðið árið 2011. Giffords lífði af árásina þar sem sex aðrir létust. Scalise var kjörinn á þing fyrir Louisiana árið 2008.Rep. Steve Scalise of Louisiana, a true friend and patriot, was badly injured but will fully recover. Our thoughts and prayers are with him.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 14, 2017
Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08