Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2017 15:00 Steve Scalise var kjörinn á þing fyrir Louisiana árið 2008. Vísir/AFP Steve Scalise, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var við æfingar á Eugene Simpson-hafnaboltavellinum í Alexandriu, skammt suður af Washington DC, þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. Auk Scalise voru aðstoðarmaður og tveir lögreglumenn skotnir af manninum. Scalise var við æfingar ásamt öðrum Repúblikönum fyrir hafnaboltaleik gegn þingmönnum Demókrata sem fram fer á sumri hverju og peningum er safnað til góðgerðarmála. Scalise er einn háttsettasti maðurinn innan Repúblikanaflokksins þar sem hann gegnir stöðu „svipu“ (e. whip) í fulltrúadeild þingsins. Sem slíkur á hann að halda uppi flokksaga og tryggja að þingmenn Repúblikana kjósi „rétt“ þegar til atkvæðagreiðslu kemur. Þannig var honum kennt um þegar flokknum tókst ekki að safna saman nægilegum fjölda þingmanna til að afnema sjúkratryggingakerfið sem gengur undir nafninu Obamacare, í mars. Það var einnig honum sem tókst svo að safna nægilegum fjölda þingmanna þegar það svo tókst í byrjun maímánaðar.Umdeildur þingmaður Í frétt NRK segir að þingmaðurinn, sem er frá Louisiana, sé umdeildur maður og hafi margir talið það vera ranga ákvörðun hjá Repúblikanaflokknum að skipa Scalise í embætti „svipu“. Skömmu áður en hann tók við stöðunni árið 2014 rataði hann í fjölmiðla vegna ræðu sem hann hafði haldið á fundi hvítra rasista árið 2002. Var Scalise því nálægt því að missa stöðuna áður en hann tók formlega við henni.Árásin átti sér stað á Eugene Simpson vellinum í Alexandríu fyrr í dag.Vísir/AFPÞingmenn úr báðum flokkum kröfðust þess þá að Scalise yrði settur af og sagði John Earnest, þáverandi fjölmiðlafulltrúi Barack Obama Bandaríkjaforseta, að Scalise hafi lýst sjálfum sér sem „Ku Klux Klan leiðtoganum David Duke, án alls farangursins“. Hægri öfgasíðan Breitbart hefur sömuleiðis lýst Scalise á sama hátt.Fyrsti þingmaðurinn sem er skotinn síðan 2011 Margir efuðust um að hann væri sá sem gæti fengið þingmenn til að starfa saman og ná að safna fé í sjóði flokksins. Raunar segir í frétt NRK að honum hafi til þessa gengið frekar illa að sameina þingmenn flokksins þegar kemur til dæmis að menntamálum, fóstureyðingum og málefnum innflytenda. Enn er ekki vitað um ástæður árásarinnar í dag, en árásarmanninum hefur verið lýst sem hvítum manni sem hafi skotið milli fimmtíu og hundrað skotum. Scalise er íhaldssamur, á ættir að rekja til Ítalíu og býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum í Jefferson í Louisiana. Áður en hann hóf stjórnmálaferil sinn, stundaði hann nám í stjórnmálafræði, en síðar verkfræði. Hann hefur meðal annars barist fyrir lækkun skatta og gegn lögum sem ætluðum er að vernda umhverfið. Scalise er fyrsti þingmaðurinn sem verður fyrir skoti síðan Gabby Giffords var skotin í höfuðið árið 2011. Giffords lífði af árásina þar sem sex aðrir létust. Scalise var kjörinn á þing fyrir Louisiana árið 2008.Rep. Steve Scalise of Louisiana, a true friend and patriot, was badly injured but will fully recover. Our thoughts and prayers are with him.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 14, 2017 Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Steve Scalise, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var við æfingar á Eugene Simpson-hafnaboltavellinum í Alexandriu, skammt suður af Washington DC, þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. Auk Scalise voru aðstoðarmaður og tveir lögreglumenn skotnir af manninum. Scalise var við æfingar ásamt öðrum Repúblikönum fyrir hafnaboltaleik gegn þingmönnum Demókrata sem fram fer á sumri hverju og peningum er safnað til góðgerðarmála. Scalise er einn háttsettasti maðurinn innan Repúblikanaflokksins þar sem hann gegnir stöðu „svipu“ (e. whip) í fulltrúadeild þingsins. Sem slíkur á hann að halda uppi flokksaga og tryggja að þingmenn Repúblikana kjósi „rétt“ þegar til atkvæðagreiðslu kemur. Þannig var honum kennt um þegar flokknum tókst ekki að safna saman nægilegum fjölda þingmanna til að afnema sjúkratryggingakerfið sem gengur undir nafninu Obamacare, í mars. Það var einnig honum sem tókst svo að safna nægilegum fjölda þingmanna þegar það svo tókst í byrjun maímánaðar.Umdeildur þingmaður Í frétt NRK segir að þingmaðurinn, sem er frá Louisiana, sé umdeildur maður og hafi margir talið það vera ranga ákvörðun hjá Repúblikanaflokknum að skipa Scalise í embætti „svipu“. Skömmu áður en hann tók við stöðunni árið 2014 rataði hann í fjölmiðla vegna ræðu sem hann hafði haldið á fundi hvítra rasista árið 2002. Var Scalise því nálægt því að missa stöðuna áður en hann tók formlega við henni.Árásin átti sér stað á Eugene Simpson vellinum í Alexandríu fyrr í dag.Vísir/AFPÞingmenn úr báðum flokkum kröfðust þess þá að Scalise yrði settur af og sagði John Earnest, þáverandi fjölmiðlafulltrúi Barack Obama Bandaríkjaforseta, að Scalise hafi lýst sjálfum sér sem „Ku Klux Klan leiðtoganum David Duke, án alls farangursins“. Hægri öfgasíðan Breitbart hefur sömuleiðis lýst Scalise á sama hátt.Fyrsti þingmaðurinn sem er skotinn síðan 2011 Margir efuðust um að hann væri sá sem gæti fengið þingmenn til að starfa saman og ná að safna fé í sjóði flokksins. Raunar segir í frétt NRK að honum hafi til þessa gengið frekar illa að sameina þingmenn flokksins þegar kemur til dæmis að menntamálum, fóstureyðingum og málefnum innflytenda. Enn er ekki vitað um ástæður árásarinnar í dag, en árásarmanninum hefur verið lýst sem hvítum manni sem hafi skotið milli fimmtíu og hundrað skotum. Scalise er íhaldssamur, á ættir að rekja til Ítalíu og býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum í Jefferson í Louisiana. Áður en hann hóf stjórnmálaferil sinn, stundaði hann nám í stjórnmálafræði, en síðar verkfræði. Hann hefur meðal annars barist fyrir lækkun skatta og gegn lögum sem ætluðum er að vernda umhverfið. Scalise er fyrsti þingmaðurinn sem verður fyrir skoti síðan Gabby Giffords var skotin í höfuðið árið 2011. Giffords lífði af árásina þar sem sex aðrir létust. Scalise var kjörinn á þing fyrir Louisiana árið 2008.Rep. Steve Scalise of Louisiana, a true friend and patriot, was badly injured but will fully recover. Our thoughts and prayers are with him.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 14, 2017
Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08