Katalónar missa stjórn á sér Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2017 06:00 Inigo Mendez de Vigo, talsmaður ríkisstjórnar Spánar og ráðherra, hélt blaðamannafund í spænska þinghúsinu vegna málsins í gær. Nordicphotos/AFP Margítrekaðar hótanir spænsku ríkisstjórnarinnar verða að veruleika þegar 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar verður virkjuð og í kjölfarið mun Katalónía missa hluta sjálfsstjórnarréttinda eða jafnvel allan réttinn til sjálfsstjórnar. Til stendur að ferlið hefjist á morgun. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hafði gefið Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, frest til gærdagsins til þess að svara honum í eitt skipti fyrir öll um hvort Katalónía lýsti yfir sjálfstæði. Talið hafði verið að forsetinn hefði undirritað sjálfstæðisyfirlýsingu en frestað gildistöku hennar. Rajoy þótti það þó ekki nægilega skýrt. Puigdemont sendi forsætisráðherranum bréf í gærmorgun í þann mund sem fresturinn var að renna út. Sagði þar að gildistöku yfirlýsingarinnar hafi vissulega verið frestað en það gæti breyst. „Ef ríkisstjórnin heldur áfram að koma í veg fyrir viðræður, og heldur áfram að kúga okkur, gæti katalónska þingið kosið um formlega sjálfstæðisyfirlýsingu,“ skrifaði Puigdemont. Óljóst er hins vegar hvort af því gæti orðið þar sem héraðið mun að öllu óbreyttu missa sjálfsstjórnarréttindi sín. Það gæti þýtt að héraðsstjórnin myndi missa völd sín og að þing yrði rofið. Spænskir fjölmiðlar héldu því fram í gær að svo gæti jafnvel farið að Puigdemont haldi stöðu sinni en eingöngu að nafninu til. Völd hans myndu færast til Madrídar. Í yfirlýsingu sem spænska ríkisstjórnin sendi frá sér í gær segir að stjórnin muni halda áfram að taka þau skref sem stjórnarskráin krefst til þess að „endurreisa lög og reglu í stjórnarfari Katalóníu“. „Spænska ríkisstjórnin fordæmir þá viðleitni katalónskra stjórnvalda að sækjast eftir átökum þrátt fyrir þann alvarlega skaða sem það hefur nú þegar valdið samlífi okkar og efnahag Katalóníu. Ekki ber að efa að spænska ríkisstjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að endurreisa lög og reglu í landinu,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. 155. greinin gerir yfirvöldum í Madríd kleift að taka stjórnina á spænsku landsvæði á óvissutímum en hún hefur aldrei verið virkjuð. Í greininni segir: „Ef sjálfsstjórnarsvæði uppfyllir ekki þær skyldur sem stjórnarskráin og önnur lög setja því, eða hefur á annan hátt slæm áhrif á almannahag má ríkisstjórnin beita öllum nauðsynlegum ráðum til þess að láta yfirvöld á svæðinu uppfylla umræddar skyldur eða verja fyrrnefndan almannahag.“ Eins og áður segir er óvíst hversu langt verður gengið í sviptingu sjálfsstjórnarréttinda Katalóníu. Á BBC kemur fram að það gæti verið allt frá því að taka yfir stjórn lögreglu og efnahagmála til þess að boða til nýrra þingkosninga í Katalóníu. Jafnframt kemur fram að sérfræðingar sem rætt var við líti ekki svo á að hægt sé að svipta héraðið sjálfsstjórnarrétti að fullu en það þyki þó ekki ljóst. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Margítrekaðar hótanir spænsku ríkisstjórnarinnar verða að veruleika þegar 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar verður virkjuð og í kjölfarið mun Katalónía missa hluta sjálfsstjórnarréttinda eða jafnvel allan réttinn til sjálfsstjórnar. Til stendur að ferlið hefjist á morgun. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hafði gefið Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, frest til gærdagsins til þess að svara honum í eitt skipti fyrir öll um hvort Katalónía lýsti yfir sjálfstæði. Talið hafði verið að forsetinn hefði undirritað sjálfstæðisyfirlýsingu en frestað gildistöku hennar. Rajoy þótti það þó ekki nægilega skýrt. Puigdemont sendi forsætisráðherranum bréf í gærmorgun í þann mund sem fresturinn var að renna út. Sagði þar að gildistöku yfirlýsingarinnar hafi vissulega verið frestað en það gæti breyst. „Ef ríkisstjórnin heldur áfram að koma í veg fyrir viðræður, og heldur áfram að kúga okkur, gæti katalónska þingið kosið um formlega sjálfstæðisyfirlýsingu,“ skrifaði Puigdemont. Óljóst er hins vegar hvort af því gæti orðið þar sem héraðið mun að öllu óbreyttu missa sjálfsstjórnarréttindi sín. Það gæti þýtt að héraðsstjórnin myndi missa völd sín og að þing yrði rofið. Spænskir fjölmiðlar héldu því fram í gær að svo gæti jafnvel farið að Puigdemont haldi stöðu sinni en eingöngu að nafninu til. Völd hans myndu færast til Madrídar. Í yfirlýsingu sem spænska ríkisstjórnin sendi frá sér í gær segir að stjórnin muni halda áfram að taka þau skref sem stjórnarskráin krefst til þess að „endurreisa lög og reglu í stjórnarfari Katalóníu“. „Spænska ríkisstjórnin fordæmir þá viðleitni katalónskra stjórnvalda að sækjast eftir átökum þrátt fyrir þann alvarlega skaða sem það hefur nú þegar valdið samlífi okkar og efnahag Katalóníu. Ekki ber að efa að spænska ríkisstjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að endurreisa lög og reglu í landinu,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. 155. greinin gerir yfirvöldum í Madríd kleift að taka stjórnina á spænsku landsvæði á óvissutímum en hún hefur aldrei verið virkjuð. Í greininni segir: „Ef sjálfsstjórnarsvæði uppfyllir ekki þær skyldur sem stjórnarskráin og önnur lög setja því, eða hefur á annan hátt slæm áhrif á almannahag má ríkisstjórnin beita öllum nauðsynlegum ráðum til þess að láta yfirvöld á svæðinu uppfylla umræddar skyldur eða verja fyrrnefndan almannahag.“ Eins og áður segir er óvíst hversu langt verður gengið í sviptingu sjálfsstjórnarréttinda Katalóníu. Á BBC kemur fram að það gæti verið allt frá því að taka yfir stjórn lögreglu og efnahagmála til þess að boða til nýrra þingkosninga í Katalóníu. Jafnframt kemur fram að sérfræðingar sem rætt var við líti ekki svo á að hægt sé að svipta héraðið sjálfsstjórnarrétti að fullu en það þyki þó ekki ljóst.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira