Liverpool náðu í sinn fyrsta sigur á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið vann 1-0 sigur á Crystal Palace.
Sadio Mane skoraði sigurmark Liverpool á 73. mínútu leiksins eftir mistök í varnarleik Palace. Boltinn datt fyrir fæturnar á Mane sem var dauðafrír í teignum og gat ekki annað en skorað.
Crystal Palace sýndu mun betri leik í dag heldur en í tapinu gegn Huddersfield um síðustu helgi og þurfti Liverpool að hafa fyrir sigrinum í dag.
Liverpool gerði 3-3 jafntefli við Watford í fyrstu umferðinni og er því komið með fjögur stig í ensku úrvalsdeildinni.
Leik lokið: Liverpool 1 - 0 Crystal Palace | Fyrsti sigur Liverpool í höfn
