Hópur fólks kom svo saman til að mótmæla þeim og kom til átæka í borginni og dóu þrír. Ein kona dó þegar maður sem talinn er hafa verið með þjóðernissinnunum ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda. Svo dóu tveir lögregluþjónar þegar þyrla hrapaði.
Ummæli Trump þar sem hann hefur meðal annars sagt að „margt gott fólk“ hafi gengið meðal rasistanna og þjóðernissinnanna og að báðum fylkingum sé um að kenna hafa vakið mikla reiði.
Forsetinn hefur verið sakaður um að reyna að passa sig að fæla umrædda haturshópa ekki frá sér.
Forsíðurnar hér að neðan tala sínu máli.
An early look at next week's cover, "Blowhard," by David Plunkert: https://t.co/VuBXtwJCUQ pic.twitter.com/zsDHVOBBQO
— The New Yorker (@NewYorker) August 17, 2017
Donald Trump is politically inept, morally barren and temperamentally unfit for office https://t.co/xLDMtLclUw
— The Economist (@TheEconomist) August 17, 2017
TIME's new cover: Behind the hate in America https://t.co/Rxq9hsPWC1 pic.twitter.com/ARE67Xbrnw
— TIME (@TIME) August 17, 2017
Teiknari New Yorker segir orð Trump hafa þvingað hann til að taka upp pennan. Mynd sýni betur hvað teiknaranum finnist um málefnið, sem sé mjög ógnvekjandi.
Í grein Times er Trump sakaður um að hafa „klappað og dekrað við djöfla kynþáttastjórnmála“.