4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2017 10:31 "Starfar við lög er rétt að passa upp á þau sömu,“ segir í yfirlýsingu kvennanna þar sem þrýst er á breytta menningu. Vísir/Getty Rúmlega 4.400 konur sem starfa við lögmennsku eða innan dómskerfisins í Svíþjóð hafa lýst kynferðisbrotum og áreitni sem þær hafa orðið fyrir og hinni karllægu menningu innan stéttarinnar í grein sem birtist í Svenska Dagbladet í morgun. „Starfar við lög er rétt að passa upp á þau sömu,“ segir í yfirlýsingu kvennanna þar sem þrýst er á breytta menningu. SVT segir frá því að konur sem starfa innan sænska dómskerfisins hafi ákveðið að stofna hóp á samfélagsmiðlum eftir að fjöldi kvenna innan stéttarinnar vildu segja frá reynslu sinni í kjölfar #metoo-umræðunnar. Á annan tug þúsunda kvenna eru nú í hópnum. Ein konan greinir frá því að annar eigandi á lögfræðistofu sinni hafi verið dæmdur fyrir kaup á vændi. Hann hafi ekki greint samstarfsfélögum sínum frá brotum sínum en að konurnar á stofunni hafi afhjúpað brot mannsins. „Hinir eigendurnir þögguðu málið. Hinn dæmdi eigandi aflaði jú mest allra á stofunni. Ég lét mig hverfa við fyrsta tækifæri,“ segir konan. Áreitt af saksóknara Önnur kona segist hafa verið áreitt af saksóknara nokkrum. Sá hafi hringt í hana á nóttunni, sent henni smáskilaboð og skilið eftir skilaboð í talhólfi hennar þrátt fyrir að hún hafi greint manninum frá því að hún hefði engan áhuga á honum. Eftir að hún hafnaði honum kallaði saksóknarinn konuna „helvítis hóru“, sagðist munu sverta mannorð hennar innan geirans og sjá til þess að hún myndi aldrei aftur geta starfað sem lögmaður. Þá segir kona frá því þegar hún sat fund með dómara, sem nú er á eftirlaunum, sem var með nauðgunarmál til umfjöllunar. Dómarinn hafi þá sýnt konunni myndir af þremur mönnum sem ákærðir voru í málinu og spurt hana hvern mannanna hún myndi helst vilja nauðga sér. Alls skrifa 4.446 konur undir yfirlýsinguna. Svíþjóð MeToo Tengdar fréttir 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Rúmlega 4.400 konur sem starfa við lögmennsku eða innan dómskerfisins í Svíþjóð hafa lýst kynferðisbrotum og áreitni sem þær hafa orðið fyrir og hinni karllægu menningu innan stéttarinnar í grein sem birtist í Svenska Dagbladet í morgun. „Starfar við lög er rétt að passa upp á þau sömu,“ segir í yfirlýsingu kvennanna þar sem þrýst er á breytta menningu. SVT segir frá því að konur sem starfa innan sænska dómskerfisins hafi ákveðið að stofna hóp á samfélagsmiðlum eftir að fjöldi kvenna innan stéttarinnar vildu segja frá reynslu sinni í kjölfar #metoo-umræðunnar. Á annan tug þúsunda kvenna eru nú í hópnum. Ein konan greinir frá því að annar eigandi á lögfræðistofu sinni hafi verið dæmdur fyrir kaup á vændi. Hann hafi ekki greint samstarfsfélögum sínum frá brotum sínum en að konurnar á stofunni hafi afhjúpað brot mannsins. „Hinir eigendurnir þögguðu málið. Hinn dæmdi eigandi aflaði jú mest allra á stofunni. Ég lét mig hverfa við fyrsta tækifæri,“ segir konan. Áreitt af saksóknara Önnur kona segist hafa verið áreitt af saksóknara nokkrum. Sá hafi hringt í hana á nóttunni, sent henni smáskilaboð og skilið eftir skilaboð í talhólfi hennar þrátt fyrir að hún hafi greint manninum frá því að hún hefði engan áhuga á honum. Eftir að hún hafnaði honum kallaði saksóknarinn konuna „helvítis hóru“, sagðist munu sverta mannorð hennar innan geirans og sjá til þess að hún myndi aldrei aftur geta starfað sem lögmaður. Þá segir kona frá því þegar hún sat fund með dómara, sem nú er á eftirlaunum, sem var með nauðgunarmál til umfjöllunar. Dómarinn hafi þá sýnt konunni myndir af þremur mönnum sem ákærðir voru í málinu og spurt hana hvern mannanna hún myndi helst vilja nauðga sér. Alls skrifa 4.446 konur undir yfirlýsinguna.
Svíþjóð MeToo Tengdar fréttir 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10