Segja kennara hafa bjargað lífum nemenda Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2017 17:54 Lögreglan segir að árás Neal hafi hafist eftir að hann deildi við nágranna sína. Sú deila endaði með því að hann myrti einn nágranna sinn og stal bíl annars. Vísir/AFP Kennarar komu í veg fyrir að vopnaður maður kæmist inn í barnaskóla í Kaliforníu í gær. Lögreglan hefur hrósað kennurunum fyrir viðbrögð sín og segja þá hafa bjargað lífum barna. Árásarmaðurinn, Kevin Neal, myrti fjóra og særði tíu þegar hann fór um dreifbýlt svæði sem kallast Rancho Tehama og skaut á fólk af handahófi. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu um 45 mínútum eftir að árásin hófst. Eitt barn særðist þegar maðurinn skaut á skólann og önnur skáru sig á gleri. Neal var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og tveimur skammbyssum. Einnig hefur komið í ljós að hann var laus úr varðhaldi gegn tryggingu og degi fyrir árásina hafði lögreglan verið kölluð til heimilis hans vegna heimilisofbeldis.Myrti nágranna sinn fyrst Lögreglan segir að árás Neal hafi hafist eftir að hann deildi við nágranna sína. Sú deila endaði með því að hann myrti einn nágranna sinn og stal bíl annars.Samkvæmt frétt BBC keyrði hann um svæðið og skaut á fólk að handahófi og fór svo að skólanum. Þar skaut hann á konu sem var að keyra barni sínu í skólann. Sú kona særðist alvarlega en dó ekki. Kennarar heyrðu lætin og læstu skólanum og hlóðu húsgögnum fyrir framdyrnar. Eftir um sex mínútur gafst Neal upp á því að reyna að komast inn í skólann.AP fréttaveitan segir að nágrannar Neal hafi margsinnis kvartað yfir honum til lögreglu. Bæði vegna heimilisofbeldis og vegna þess að hann var sífellt að skjóta úr byssum í bakgarði sínum. Juan Caracez, formaður íbúasamtaka bæjarins, segir að fógeti Rancho Tehama, hafi aldrei gripið inn í eða aðhafst að nokkru leyti.Hafði lengi deilt við nágranna sínaÞá segir systir Neal að hann hefði lengi átt við geðræn vandamál að stríða og hefði verið skapstyggur. Hún sagði einnig að hann hefði ekki átt að eiga byssur. Móðir hans sagði AP að hann hefði verið að rækta marijúana og hefði oft lent í deilum við nágranna sína þar sem hann hafi grunað um að búa til metamfetamín. Það var hún sem greiddi tryggingu hans eftir að hann var handtekinn í janúar fyrir að stinga nágranna sinn. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Hún sagði þó að hún hefði rætt við son sinn á mánudaginn og þá hefði hann sagt: „Mamma, þetta er allt búið. Ég hef gert allt sem ég get og ég er að berjast gegn öllu hverfinu.“ Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Kennarar komu í veg fyrir að vopnaður maður kæmist inn í barnaskóla í Kaliforníu í gær. Lögreglan hefur hrósað kennurunum fyrir viðbrögð sín og segja þá hafa bjargað lífum barna. Árásarmaðurinn, Kevin Neal, myrti fjóra og særði tíu þegar hann fór um dreifbýlt svæði sem kallast Rancho Tehama og skaut á fólk af handahófi. Hann var svo skotinn til bana af lögreglu um 45 mínútum eftir að árásin hófst. Eitt barn særðist þegar maðurinn skaut á skólann og önnur skáru sig á gleri. Neal var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og tveimur skammbyssum. Einnig hefur komið í ljós að hann var laus úr varðhaldi gegn tryggingu og degi fyrir árásina hafði lögreglan verið kölluð til heimilis hans vegna heimilisofbeldis.Myrti nágranna sinn fyrst Lögreglan segir að árás Neal hafi hafist eftir að hann deildi við nágranna sína. Sú deila endaði með því að hann myrti einn nágranna sinn og stal bíl annars.Samkvæmt frétt BBC keyrði hann um svæðið og skaut á fólk að handahófi og fór svo að skólanum. Þar skaut hann á konu sem var að keyra barni sínu í skólann. Sú kona særðist alvarlega en dó ekki. Kennarar heyrðu lætin og læstu skólanum og hlóðu húsgögnum fyrir framdyrnar. Eftir um sex mínútur gafst Neal upp á því að reyna að komast inn í skólann.AP fréttaveitan segir að nágrannar Neal hafi margsinnis kvartað yfir honum til lögreglu. Bæði vegna heimilisofbeldis og vegna þess að hann var sífellt að skjóta úr byssum í bakgarði sínum. Juan Caracez, formaður íbúasamtaka bæjarins, segir að fógeti Rancho Tehama, hafi aldrei gripið inn í eða aðhafst að nokkru leyti.Hafði lengi deilt við nágranna sínaÞá segir systir Neal að hann hefði lengi átt við geðræn vandamál að stríða og hefði verið skapstyggur. Hún sagði einnig að hann hefði ekki átt að eiga byssur. Móðir hans sagði AP að hann hefði verið að rækta marijúana og hefði oft lent í deilum við nágranna sína þar sem hann hafi grunað um að búa til metamfetamín. Það var hún sem greiddi tryggingu hans eftir að hann var handtekinn í janúar fyrir að stinga nágranna sinn. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Hún sagði þó að hún hefði rætt við son sinn á mánudaginn og þá hefði hann sagt: „Mamma, þetta er allt búið. Ég hef gert allt sem ég get og ég er að berjast gegn öllu hverfinu.“
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira